Myndaveisla: Endurnýjuð ríkisstjórn hefur verið mynduð Jón Þór Stefánsson skrifar 9. apríl 2024 22:06 Endurnýjuð ríkisstjórn hefur verið mynduð og ljósmynduð. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar var formlega mynduð í kvöld á ríkisráðsfundi á Bessastöðum. Þá endurstaðfesti Guðni Th. Jóhannesson lausnarbeiðni Katrínar Jakobsdóttur úr forsætisráðuneytinu. Sömu þrír flokkar sem mynda þessa ríkisstjórn. Það eru Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn, og Vinstrihreyfingin - grænt framboð. Bjarni Benediktsson fer úr utanríkisráðuneytinu í forsætisráðuneytið, Sigurður Ingi Jóhannsson úr innviðaráðuneytinu í fjármálaráðuneytið og Svandís Svavarsdóttir úr matvælaráðuneytinu í innviðaráðuneytið. Þórdís Kolbrún Reykfjörð fer aftur í utanríkisráðuneytið eftir hálft ár í fjármálaráðuneytinu. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir kemur svo inn í matvælaráðuneytið fyrir Svandísi. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Nýja ríkisstjórnin var kynnt á blaðamannafundi í dag, og síðan formlega mynduð á fundi með forseta í kvöld. Ástæðan fyrir því að fundurinn fór fram að kvöldi til var sú að Guðni hafði varið deginum á Seltjarnarnesi þar sem hann var í opinberri heimsókn. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm „Þetta er fallegt kvöld og mín ákvörðun er að setjast mjög vel til inni í mér. Ég er alsæl við að fara í dálitla óvissuferð. En ég get litið sátt um öxl,“ sagði Katrín Jakobsdóttir að ríkisráðsfundi loknum. Hún hefur verið forsætisráðherra frá árinu 2017, og þingmaður frá árinu 2007. Hún varð fyrst ráðherra árið 2009 þegar hún gegndi embætti menntamálaráðherra. Líkt og alþjóð veit er ástæðan fyrir endurnýjuðu ríkisstjórnarsamstarfi sú að Katrín hefur boðið sig fram til embættis forseta. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, nýr forsætisráðherra, sagði fyrir ríkisráðsfund í dag að það lægi vel á sér. Hann sagði stór mál blasa við þessari ríkisstjórn og mikilvægt væri fyrir hana að byrja vel. „Stærstu málin sem mér er mest umhugað um núna er að ná tökum á landamærunum. Nú er dómsmálaráðherra með hælisleitendafrumvarp. Um þau finnst mér á þessari stundu góð og breið samstaða, ekki bara í stjórninni heldur hefur þeim verið ágætlega tekið í þinginu. Það eru sömuleiðis lögreglulög sem þurfa að klárast í þinginu,“ sagði Bjarni, sem minntist jafnframt sérstaklega á orkumálin sem mikilvægan málaflokk. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm „Ég ætla ekkert að halda því fram að forsætisráðherrann geti leikið úrslitahlutverk í því. En ég mun leggja mig allan fram um að eiga gott samstarf, bæði við stjórnarflokkana, þingið í heild sinni, og alla þá sem eru í samskiptum við þingið og ríkisstjórnina. Ég er mjög bjartsýnn á að stjórnarflokkarnir séu sammála um þessi megin áherslumál. Svo verður þetta krefjandi – og ég segi við ráðherrana og ég segi við þingflokkinn minn: Ekki biðja um að þetta sé auðvelt,“ sagði nýr forsætisráðherra skömmu áður en hann tók formelga við embættinu. Bjarni tók sæti á Alþingi árið 2003. Hann settist fyrst í ráðherrastól árið 2013, þá sem fjármálaráðherra. Hann gengdi því embætti til ársins 2017 þegar hann varð forsætisráðherra í skammlífri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Hann tók síðan aftur við fjármálaráðuneytinu sama ár og sat í því þangað til í fyrra þegar hann sagði af sér og tók við utanríkisráðuneytinu. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Samkvæmislífið Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Sjá meira
Sömu þrír flokkar sem mynda þessa ríkisstjórn. Það eru Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn, og Vinstrihreyfingin - grænt framboð. Bjarni Benediktsson fer úr utanríkisráðuneytinu í forsætisráðuneytið, Sigurður Ingi Jóhannsson úr innviðaráðuneytinu í fjármálaráðuneytið og Svandís Svavarsdóttir úr matvælaráðuneytinu í innviðaráðuneytið. Þórdís Kolbrún Reykfjörð fer aftur í utanríkisráðuneytið eftir hálft ár í fjármálaráðuneytinu. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir kemur svo inn í matvælaráðuneytið fyrir Svandísi. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Nýja ríkisstjórnin var kynnt á blaðamannafundi í dag, og síðan formlega mynduð á fundi með forseta í kvöld. Ástæðan fyrir því að fundurinn fór fram að kvöldi til var sú að Guðni hafði varið deginum á Seltjarnarnesi þar sem hann var í opinberri heimsókn. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm „Þetta er fallegt kvöld og mín ákvörðun er að setjast mjög vel til inni í mér. Ég er alsæl við að fara í dálitla óvissuferð. En ég get litið sátt um öxl,“ sagði Katrín Jakobsdóttir að ríkisráðsfundi loknum. Hún hefur verið forsætisráðherra frá árinu 2017, og þingmaður frá árinu 2007. Hún varð fyrst ráðherra árið 2009 þegar hún gegndi embætti menntamálaráðherra. Líkt og alþjóð veit er ástæðan fyrir endurnýjuðu ríkisstjórnarsamstarfi sú að Katrín hefur boðið sig fram til embættis forseta. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, nýr forsætisráðherra, sagði fyrir ríkisráðsfund í dag að það lægi vel á sér. Hann sagði stór mál blasa við þessari ríkisstjórn og mikilvægt væri fyrir hana að byrja vel. „Stærstu málin sem mér er mest umhugað um núna er að ná tökum á landamærunum. Nú er dómsmálaráðherra með hælisleitendafrumvarp. Um þau finnst mér á þessari stundu góð og breið samstaða, ekki bara í stjórninni heldur hefur þeim verið ágætlega tekið í þinginu. Það eru sömuleiðis lögreglulög sem þurfa að klárast í þinginu,“ sagði Bjarni, sem minntist jafnframt sérstaklega á orkumálin sem mikilvægan málaflokk. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm „Ég ætla ekkert að halda því fram að forsætisráðherrann geti leikið úrslitahlutverk í því. En ég mun leggja mig allan fram um að eiga gott samstarf, bæði við stjórnarflokkana, þingið í heild sinni, og alla þá sem eru í samskiptum við þingið og ríkisstjórnina. Ég er mjög bjartsýnn á að stjórnarflokkarnir séu sammála um þessi megin áherslumál. Svo verður þetta krefjandi – og ég segi við ráðherrana og ég segi við þingflokkinn minn: Ekki biðja um að þetta sé auðvelt,“ sagði nýr forsætisráðherra skömmu áður en hann tók formelga við embættinu. Bjarni tók sæti á Alþingi árið 2003. Hann settist fyrst í ráðherrastól árið 2013, þá sem fjármálaráðherra. Hann gengdi því embætti til ársins 2017 þegar hann varð forsætisráðherra í skammlífri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Hann tók síðan aftur við fjármálaráðuneytinu sama ár og sat í því þangað til í fyrra þegar hann sagði af sér og tók við utanríkisráðuneytinu. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Samkvæmislífið Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Sjá meira