Myndaveisla: Endurnýjuð ríkisstjórn hefur verið mynduð Jón Þór Stefánsson skrifar 9. apríl 2024 22:06 Endurnýjuð ríkisstjórn hefur verið mynduð og ljósmynduð. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar var formlega mynduð í kvöld á ríkisráðsfundi á Bessastöðum. Þá endurstaðfesti Guðni Th. Jóhannesson lausnarbeiðni Katrínar Jakobsdóttur úr forsætisráðuneytinu. Sömu þrír flokkar sem mynda þessa ríkisstjórn. Það eru Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn, og Vinstrihreyfingin - grænt framboð. Bjarni Benediktsson fer úr utanríkisráðuneytinu í forsætisráðuneytið, Sigurður Ingi Jóhannsson úr innviðaráðuneytinu í fjármálaráðuneytið og Svandís Svavarsdóttir úr matvælaráðuneytinu í innviðaráðuneytið. Þórdís Kolbrún Reykfjörð fer aftur í utanríkisráðuneytið eftir hálft ár í fjármálaráðuneytinu. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir kemur svo inn í matvælaráðuneytið fyrir Svandísi. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Nýja ríkisstjórnin var kynnt á blaðamannafundi í dag, og síðan formlega mynduð á fundi með forseta í kvöld. Ástæðan fyrir því að fundurinn fór fram að kvöldi til var sú að Guðni hafði varið deginum á Seltjarnarnesi þar sem hann var í opinberri heimsókn. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm „Þetta er fallegt kvöld og mín ákvörðun er að setjast mjög vel til inni í mér. Ég er alsæl við að fara í dálitla óvissuferð. En ég get litið sátt um öxl,“ sagði Katrín Jakobsdóttir að ríkisráðsfundi loknum. Hún hefur verið forsætisráðherra frá árinu 2017, og þingmaður frá árinu 2007. Hún varð fyrst ráðherra árið 2009 þegar hún gegndi embætti menntamálaráðherra. Líkt og alþjóð veit er ástæðan fyrir endurnýjuðu ríkisstjórnarsamstarfi sú að Katrín hefur boðið sig fram til embættis forseta. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, nýr forsætisráðherra, sagði fyrir ríkisráðsfund í dag að það lægi vel á sér. Hann sagði stór mál blasa við þessari ríkisstjórn og mikilvægt væri fyrir hana að byrja vel. „Stærstu málin sem mér er mest umhugað um núna er að ná tökum á landamærunum. Nú er dómsmálaráðherra með hælisleitendafrumvarp. Um þau finnst mér á þessari stundu góð og breið samstaða, ekki bara í stjórninni heldur hefur þeim verið ágætlega tekið í þinginu. Það eru sömuleiðis lögreglulög sem þurfa að klárast í þinginu,“ sagði Bjarni, sem minntist jafnframt sérstaklega á orkumálin sem mikilvægan málaflokk. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm „Ég ætla ekkert að halda því fram að forsætisráðherrann geti leikið úrslitahlutverk í því. En ég mun leggja mig allan fram um að eiga gott samstarf, bæði við stjórnarflokkana, þingið í heild sinni, og alla þá sem eru í samskiptum við þingið og ríkisstjórnina. Ég er mjög bjartsýnn á að stjórnarflokkarnir séu sammála um þessi megin áherslumál. Svo verður þetta krefjandi – og ég segi við ráðherrana og ég segi við þingflokkinn minn: Ekki biðja um að þetta sé auðvelt,“ sagði nýr forsætisráðherra skömmu áður en hann tók formelga við embættinu. Bjarni tók sæti á Alþingi árið 2003. Hann settist fyrst í ráðherrastól árið 2013, þá sem fjármálaráðherra. Hann gengdi því embætti til ársins 2017 þegar hann varð forsætisráðherra í skammlífri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Hann tók síðan aftur við fjármálaráðuneytinu sama ár og sat í því þangað til í fyrra þegar hann sagði af sér og tók við utanríkisráðuneytinu. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Samkvæmislífið Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Fleiri fréttir Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Sjá meira
Sömu þrír flokkar sem mynda þessa ríkisstjórn. Það eru Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn, og Vinstrihreyfingin - grænt framboð. Bjarni Benediktsson fer úr utanríkisráðuneytinu í forsætisráðuneytið, Sigurður Ingi Jóhannsson úr innviðaráðuneytinu í fjármálaráðuneytið og Svandís Svavarsdóttir úr matvælaráðuneytinu í innviðaráðuneytið. Þórdís Kolbrún Reykfjörð fer aftur í utanríkisráðuneytið eftir hálft ár í fjármálaráðuneytinu. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir kemur svo inn í matvælaráðuneytið fyrir Svandísi. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Nýja ríkisstjórnin var kynnt á blaðamannafundi í dag, og síðan formlega mynduð á fundi með forseta í kvöld. Ástæðan fyrir því að fundurinn fór fram að kvöldi til var sú að Guðni hafði varið deginum á Seltjarnarnesi þar sem hann var í opinberri heimsókn. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm „Þetta er fallegt kvöld og mín ákvörðun er að setjast mjög vel til inni í mér. Ég er alsæl við að fara í dálitla óvissuferð. En ég get litið sátt um öxl,“ sagði Katrín Jakobsdóttir að ríkisráðsfundi loknum. Hún hefur verið forsætisráðherra frá árinu 2017, og þingmaður frá árinu 2007. Hún varð fyrst ráðherra árið 2009 þegar hún gegndi embætti menntamálaráðherra. Líkt og alþjóð veit er ástæðan fyrir endurnýjuðu ríkisstjórnarsamstarfi sú að Katrín hefur boðið sig fram til embættis forseta. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, nýr forsætisráðherra, sagði fyrir ríkisráðsfund í dag að það lægi vel á sér. Hann sagði stór mál blasa við þessari ríkisstjórn og mikilvægt væri fyrir hana að byrja vel. „Stærstu málin sem mér er mest umhugað um núna er að ná tökum á landamærunum. Nú er dómsmálaráðherra með hælisleitendafrumvarp. Um þau finnst mér á þessari stundu góð og breið samstaða, ekki bara í stjórninni heldur hefur þeim verið ágætlega tekið í þinginu. Það eru sömuleiðis lögreglulög sem þurfa að klárast í þinginu,“ sagði Bjarni, sem minntist jafnframt sérstaklega á orkumálin sem mikilvægan málaflokk. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm „Ég ætla ekkert að halda því fram að forsætisráðherrann geti leikið úrslitahlutverk í því. En ég mun leggja mig allan fram um að eiga gott samstarf, bæði við stjórnarflokkana, þingið í heild sinni, og alla þá sem eru í samskiptum við þingið og ríkisstjórnina. Ég er mjög bjartsýnn á að stjórnarflokkarnir séu sammála um þessi megin áherslumál. Svo verður þetta krefjandi – og ég segi við ráðherrana og ég segi við þingflokkinn minn: Ekki biðja um að þetta sé auðvelt,“ sagði nýr forsætisráðherra skömmu áður en hann tók formelga við embættinu. Bjarni tók sæti á Alþingi árið 2003. Hann settist fyrst í ráðherrastól árið 2013, þá sem fjármálaráðherra. Hann gengdi því embætti til ársins 2017 þegar hann varð forsætisráðherra í skammlífri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Hann tók síðan aftur við fjármálaráðuneytinu sama ár og sat í því þangað til í fyrra þegar hann sagði af sér og tók við utanríkisráðuneytinu. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Samkvæmislífið Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Fleiri fréttir Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir