Hraunbreiðan orðin rúmir sex ferkílómetrar Lovísa Arnardóttir skrifar 9. apríl 2024 15:46 Mynd sem sérfræðingur Náttúrufræðistofnunar tók í eftirlitsflugi í gær. Flatarmál hraunbreiðunnar er orðið 6,14 km2 og rúmmál 31,3 milljón m3. Mynd/Birgir V. Óskarsson/Náttúrufræðistofnun) Þrátt fyrir að dregið hafi úr krafti eldgossins eru ekki merki um að heildar kvikuflæði frá dýpi sé að minnka. Það er samanlagt magn sem safnast saman undir Svartsengi auk þeirra kviku sem flæðir upp á yfirborð í eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni. Þetta kemur fram í nýrri frétt á vef Veðurstofunnar. Þar kemur líka fram að landris haldi áfram í Svartsengi og að hraði þess hafi aukist undanfarna viku á sama tíma og dregið hefur úr krafti eldgossins Þá segir að erfitt sé að spá fyrir um endalok eldgossins. Það geti haldið áfram í lengri tíma með stöðugu flæði eða stöðvast á næstunni. „Þar sem kvika safnast áfram undir Svartsengi og þrýstingur þar eykst er líka möguleiki á að kraftur eldgossins aukist aftur, líkt og gerðist í Fagradalsfjalli 2021. Ef eldgosið stöðvast á næstunni er líklegast að kvikusöfnun haldi áfram undir Svartsengi og svipuð atburðarás, eins og sést hefur síðustu mánuði, muni endurtaka sig,“ segir í frétt Veðurstofunnar. Þá segir að skjálftavirkni við kvikugang við Grindavík sé áfram mjög lítil en sé helst á milli Sýlingarfells og Stóra-Skógfells en einnig aðeins í vestanverðri Grindavík. Við Fagradalsfjall sé viðvarandi smáskjálftavirkni á um sex til sjö kílómetra dýpi. Hættumatskort sem var uppfært í dag. Mynd/Veðurstofan Í frétt Veðurstofunnar segir að hættumat hafi verið uppfært og gildi til 16. apríl, að öllu óbreyttu. Engar breytingar voru gerðar á hættumatinu og er enn talin hætta af völdum gasmengunar metin mikil á öllum svæðum nema Sundhnúksgígaröðinni (svæði 3) þar sem hún er metin mjög mikil. Hætta á svæði 4 (Grindavík) og svæði 6 eru áfram metin mikil vegna jarðfalls ofan í sprungu, sprunguhreyfinga, hraunflæðis og gasmengunar. Gasmengun til vesturs og norðvesturs Á morgun er austan og suðaustanátt og berst þá gasmengunin til vesturs og norðvesturs frá gosstöðvunum. Fólk er hvatt til að fylgjast vel með loftgæðum í kringum eldgosið í byggð á Reykjanesskaga. Dregið hefur jafnt og þétt úr krafi eldgossins síðustu daga. Það sýna niðurstöður mælinga sérfræðinga Náttúrufræðistofnunar og Landmælinga Íslands sem fóru í mælingaflug yfir hraunbreiðuna í gær. Þetta kemur fram í nýrri frétt á vef Veðurstofunnar. Þar segir að meðalhraunflæði frá gígunum á milli 3. og 8. apríl sé metið 3,6 ± 0,7 m3/s. Byggt á gögnum sem Verkfræðistofan Efla safnaði þann 3. apríl í drónaflugi var meðalhraunflæðið metið 6,6 ± 0,3 m3/s frá 27. mars til 3. apríl. Flatarmál hraunbreiðunnar er orðið 6,14 km2 og rúmmál 31,3 milljón m3. Á kortinu má sjá útbreiðslu og þykkt þess hrauns myndast hefur í eldgosinu sem nú stendur yfir. Fjólubláar þekjur sýna hraun sem hafa runnið á svæðinu frá desember 2023.Mynd/Veðurstofan Undanfarna daga hefur hraun runnið að mestu til suðurs frá gígnum en tímabundið rann það skammt til norðurs á sunnudagskvöld í kjölfar þess að gígbarmurinn brast. Hraunið hefur þykknað mest nærri gígnum og skammt sunnan þeirra þar sem mest virkni er í hraunbreiðunni. Engin greinileg merki eru um framrás hrauns við varnargarða norðan Grindavíkur, Suðurstrandarveg eða Melhólsnámu. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Veður Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri frétt á vef Veðurstofunnar. Þar kemur líka fram að landris haldi áfram í Svartsengi og að hraði þess hafi aukist undanfarna viku á sama tíma og dregið hefur úr krafti eldgossins Þá segir að erfitt sé að spá fyrir um endalok eldgossins. Það geti haldið áfram í lengri tíma með stöðugu flæði eða stöðvast á næstunni. „Þar sem kvika safnast áfram undir Svartsengi og þrýstingur þar eykst er líka möguleiki á að kraftur eldgossins aukist aftur, líkt og gerðist í Fagradalsfjalli 2021. Ef eldgosið stöðvast á næstunni er líklegast að kvikusöfnun haldi áfram undir Svartsengi og svipuð atburðarás, eins og sést hefur síðustu mánuði, muni endurtaka sig,“ segir í frétt Veðurstofunnar. Þá segir að skjálftavirkni við kvikugang við Grindavík sé áfram mjög lítil en sé helst á milli Sýlingarfells og Stóra-Skógfells en einnig aðeins í vestanverðri Grindavík. Við Fagradalsfjall sé viðvarandi smáskjálftavirkni á um sex til sjö kílómetra dýpi. Hættumatskort sem var uppfært í dag. Mynd/Veðurstofan Í frétt Veðurstofunnar segir að hættumat hafi verið uppfært og gildi til 16. apríl, að öllu óbreyttu. Engar breytingar voru gerðar á hættumatinu og er enn talin hætta af völdum gasmengunar metin mikil á öllum svæðum nema Sundhnúksgígaröðinni (svæði 3) þar sem hún er metin mjög mikil. Hætta á svæði 4 (Grindavík) og svæði 6 eru áfram metin mikil vegna jarðfalls ofan í sprungu, sprunguhreyfinga, hraunflæðis og gasmengunar. Gasmengun til vesturs og norðvesturs Á morgun er austan og suðaustanátt og berst þá gasmengunin til vesturs og norðvesturs frá gosstöðvunum. Fólk er hvatt til að fylgjast vel með loftgæðum í kringum eldgosið í byggð á Reykjanesskaga. Dregið hefur jafnt og þétt úr krafi eldgossins síðustu daga. Það sýna niðurstöður mælinga sérfræðinga Náttúrufræðistofnunar og Landmælinga Íslands sem fóru í mælingaflug yfir hraunbreiðuna í gær. Þetta kemur fram í nýrri frétt á vef Veðurstofunnar. Þar segir að meðalhraunflæði frá gígunum á milli 3. og 8. apríl sé metið 3,6 ± 0,7 m3/s. Byggt á gögnum sem Verkfræðistofan Efla safnaði þann 3. apríl í drónaflugi var meðalhraunflæðið metið 6,6 ± 0,3 m3/s frá 27. mars til 3. apríl. Flatarmál hraunbreiðunnar er orðið 6,14 km2 og rúmmál 31,3 milljón m3. Á kortinu má sjá útbreiðslu og þykkt þess hrauns myndast hefur í eldgosinu sem nú stendur yfir. Fjólubláar þekjur sýna hraun sem hafa runnið á svæðinu frá desember 2023.Mynd/Veðurstofan Undanfarna daga hefur hraun runnið að mestu til suðurs frá gígnum en tímabundið rann það skammt til norðurs á sunnudagskvöld í kjölfar þess að gígbarmurinn brast. Hraunið hefur þykknað mest nærri gígnum og skammt sunnan þeirra þar sem mest virkni er í hraunbreiðunni. Engin greinileg merki eru um framrás hrauns við varnargarða norðan Grindavíkur, Suðurstrandarveg eða Melhólsnámu.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Veður Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Sjá meira