Cameron fundar með Trump í Flórída Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. apríl 2024 07:23 Cameron mun funda með Trump í Flórída áður en hann heldur til Washington. epa David Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands og núverandi utanríkisráðherra, mun funda með Donald Trump, fyrrverandi forseta og núverandi forsetaframbjóðanda, í opinberri heimsókn sinni til Bandaríkjanna. Guardian segir Cameron munu hitta Trump í Flórída áður en hann heldur til Washington D.C., þar sem hann mun meðal annars ræða við Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, þjóðaröryggisráðgjafann Jake Sullivan og Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana í öldungadeildinni. Talsmaður breska utanríkisráðuneytisins sagði í yfirlýsingu í gær að það væri alvanalegt að ráðherrar ættu fundi með frambjóðendum stjórnarandstöðunnar en um er að ræða fyrsta fund háttsetts embættismanns Bretlands með Trump frá því að hann yfirgaf Hvíta húsið. Cameron er sagður munu freista þess á fundum sínum með Trump og ráðamönnum vestanhafs að láta ekki af stuðningi sínum við Úkraínu en fjárveitingu vegna stríðsins við Rússa er haldið í gíslingu á þinginu. Ráðherrann er einnig sagður munu ræða framtíð Atlantshafsbandalagsins en Trump hefur lýst efasemdum sínum bæði gagnvart áframhaldandi fjárstuðningi við Úkraínu og viðbrögð Bandaríkjanna við mögulegri árás á annað aðildarríki Nató. Þá er hann sagður munu leggja áherslu á að sigur á Rússum sé nauðsynlegur til að tryggja öryggi Evrópu og Bandaríkjanna. Afskipti Cameron hafa fengið misgóðar viðtökur en fyrr á þessu ári hvatti hann bandaríska þingið til að gera ekki sömu mistök og í seinni heimstyrjöldinni og sýna veikleika eins og menn gerðu gagnvart Hitler. Marjorie Taylor Greene, þingmaður og ötull stuðningsmaður Trump, brást við með því að bjóða Cameron að „kissa á sér rassinn“ og verja tíma sínum í að hafa áhyggjur af stöðu mála í eigin landi. Bretland Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 NATO Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Sjá meira
Guardian segir Cameron munu hitta Trump í Flórída áður en hann heldur til Washington D.C., þar sem hann mun meðal annars ræða við Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, þjóðaröryggisráðgjafann Jake Sullivan og Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana í öldungadeildinni. Talsmaður breska utanríkisráðuneytisins sagði í yfirlýsingu í gær að það væri alvanalegt að ráðherrar ættu fundi með frambjóðendum stjórnarandstöðunnar en um er að ræða fyrsta fund háttsetts embættismanns Bretlands með Trump frá því að hann yfirgaf Hvíta húsið. Cameron er sagður munu freista þess á fundum sínum með Trump og ráðamönnum vestanhafs að láta ekki af stuðningi sínum við Úkraínu en fjárveitingu vegna stríðsins við Rússa er haldið í gíslingu á þinginu. Ráðherrann er einnig sagður munu ræða framtíð Atlantshafsbandalagsins en Trump hefur lýst efasemdum sínum bæði gagnvart áframhaldandi fjárstuðningi við Úkraínu og viðbrögð Bandaríkjanna við mögulegri árás á annað aðildarríki Nató. Þá er hann sagður munu leggja áherslu á að sigur á Rússum sé nauðsynlegur til að tryggja öryggi Evrópu og Bandaríkjanna. Afskipti Cameron hafa fengið misgóðar viðtökur en fyrr á þessu ári hvatti hann bandaríska þingið til að gera ekki sömu mistök og í seinni heimstyrjöldinni og sýna veikleika eins og menn gerðu gagnvart Hitler. Marjorie Taylor Greene, þingmaður og ötull stuðningsmaður Trump, brást við með því að bjóða Cameron að „kissa á sér rassinn“ og verja tíma sínum í að hafa áhyggjur af stöðu mála í eigin landi.
Bretland Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 NATO Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent