Fótbolti

Dramatík þegar Inter jók for­ystu sina enn frekar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Tryggði sigurinn og það styttist í að Inter lyfti titlinum.
Tryggði sigurinn og það styttist í að Inter lyfti titlinum. Emmanuele Ciancaglini/Getty Images

Inter er komið með 15 stiga forystu á toppi Serie A, ítölsku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu, eftir dramatískan 2-1 sigur á Udinese í eina leik kvöldsins.

Inter var fyrir leik kvöldsins með 11 stiga forystu á nágranna sína í AC Milan. Juventus var framan af tímabili eina mótspyrnan sem Inter fékk á toppi deildarinnar en gamla frúin hefur algjörlega misst flugið og situr nú í 3. sæti.

Lazar Samardžić kom Udinese yfir í fyrri hálfleik með skoti eða sendingu sem Yann Sommer markvörður og varnarmenn Inter létu einfaldlega rúlla í gegnum teiginn og í netið. Gestirnir frá Mílanó sýndu hins vegar af hverju þeir eru besta lið Ítalíu í síðari hálfleik. 

Þeir jöfnuðu metin eftir aðeins þrjár mínútur í síðari hálfleik, eða svo héldu þeir. Markið var dæmt af vegna rangstöðu en það kom ekki að sök. Hakan Çalhanoğlu jafnaði metin úr vítaspyrnu á 55. mínútu og þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma tryggði Davide Frattesi sigur gestanna.

Lokatölur 1-2 og Inter komið með 14 stiga forystu þegar aðeins sjö umferðir eru eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×