Fótbolti

Hvað finnst leik­mönnum um nýju treyju Ís­lands? | „Hún er aldrei það ljót“

Aron Guðmundsson skrifar
Eins og svo oft áður eru skiptar skoðanir á nýju landsliðstreyju íslensku landsliðana í fótbolta. Það væri nú bara skrýtið ef fólk hefði ekki misjafnar skoðanir á treyjunni.
Eins og svo oft áður eru skiptar skoðanir á nýju landsliðstreyju íslensku landsliðana í fótbolta. Það væri nú bara skrýtið ef fólk hefði ekki misjafnar skoðanir á treyjunni. Vísir

Á dögunum var opin­beruð ný lands­liðs­treyja ís­lensku lands­liðanna okkar í fót­bolta. Stelpurnar okkar í ís­lenska kvenna­lands­liðinu frum­sýndu aðal­treyjuna í leik gegn Pól­landi í undan­keppni EM 2025 á Kópa­vogs­velli. Hvað finnst leik­mönnum liðsins um nýju treyjuna?

Aron Guð­munds­son skrifar frá Aachen

Til þess að fá svör við því ræddi Vísir við lands­liðs­fyrir­liðann Gló­dísi Perlu Viggós­dóttur, varnar­tröllið Guð­rún Arnar­dóttur og miðju­manninn klára Hildi Antons­dóttur. Vildum við fá álit þeirra á nýju treyjunni sem og hvort það skipti yfir höfuð að leika í treyju sem manni finnst flott. Svör lands­liðs­kvennanna saman­tekin má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Hvað finnst leikmönnum um nýju landsliðstreyjuna?

Ís­lenska lands­liðið leikur í kvöld gegn því þýska á Tivoli leik­vanginum í Aachen. Það verður þrautinni þyngri að ná úr­slitum gegn ógnar­sterku liði Þjóð­verja en stelpurnar okkar eru hvergi bangnar og ætla sér að leggja allt í sölurnar til að ná settu marki.

Ljóst er að sigur­vegarinn í leik liðanna í kvöld mun fara inn í næsta lands­leikja­hlé á toppi fjórða riðils í A-deild undan­keppninnar. Þá nægir Ís­landi jafn­tefli til þess að halda í topp­sætið sem það situr nú í.

Leikur Ís­lands og Þýska­lands hefst klukkan tíu mínútur yfir fjögur og verður honum lýst í beinni texta­lýsingu hér á Vísi. Þá færum við ykkur brakandi fersk við­brögð frá lands­liðs­þjálfaranum sem og leik­mönnum Ís­lands fljót­lega að leik loknum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×