Enski boltinn

Fá­tæk­leg frammi­staða Liverpool í stóru leikjunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mohammed Salah og félagar í Liverpool töpuðu dýrmætum stigum á Old Trafford í gær.
Mohammed Salah og félagar í Liverpool töpuðu dýrmætum stigum á Old Trafford í gær. Getty/Michael Regan

Liverpool mistókst um helgina að fagna sigri í leik á móti einum af stóru klúbbunum í ensku úrvalsdeildinni. Það er langt frá því í fyrsta skiptið sem það gerist á þessu tímabili.

Uppskera vetrarins hjá lærisveinum Jürgen Klopp í leikjum á móti stóru klúbbunum sex er ansi fátækleg fyrir lið sem er í titilbaráttu.

Hér erum við að tala um félög eins og Manchester City, Arsenal, Manchester United, Chelsea og Tottenham sem skipa þennan hóp ásamt Liverpool.

Liverpool liðið hefur spilað níu leiki á móti þessum félögum og aðeins unnið einn þeirra.

Sá sigur kom á móti Chelsea á heimavelli en Lundúnaliðið hefur verið í tómu tjóni stóran hluta tímabilsins.

Uppskeran í hinum átta leikjum Liverpool á móti stóru sex eru aðeins sex stig í átta leikjum eða undir stig að meðaltali í leik.

Liverpool hefur reyndar aðeins tapað tveimur leikjum en jafnteflin eru orðin sex talsins.

Liverpool á eftir aðeins einn svona leik á leiktíðinni en sá er á móti Tottenham á Anfield undir lok mótsins.

Liverpool er með jafnmörg stig og Arsenal og einu stigi meira en Englandsmeistarar Manchester City þrátt fyrir að hafa misst af 18 af 27 stigum í leikjum sínum á móti topp sex.

Það er hins vegar hætt við því að þessir leikir munu skilja á milli Liverpool og Englandmeistaratitilsins þegar mótið verður gert upp í vor.

Hér fyrir neðan má sjá úrslitin úr þessum leikjum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×