Fótbolti

Sverrir og fé­lagar aftur á toppinn eftir sigur í Íslendingaslag

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Sverrir Ingi Ingason stóð vaktina í hjarta varnarinnar hjá Midtjylland.
Sverrir Ingi Ingason stóð vaktina í hjarta varnarinnar hjá Midtjylland. Lars Ronbog / FrontZoneSport via Getty Images

Sverrir Ingi Ingason stóð vaktina í vörn Midtjylland er liðið vann 1-0 útisigur gegn Mikael Neville Andersen og félögum hans í AGF í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Það var Sílemaðurinn Dario Osorio sem skoraði eina mark leiksins er hann kom Midtjylland í forystu með marki úr vítaspyrnu eftir rétt rúmlega tuttugu mínútna leik.

Sverrir og Mikael voru báðir í byrjunarliðum sinna liða og léku báði allan leikinn.

Með sigrinum komst Midtjylland aftur á topp dönsku deildarinnar, en liðið er nú með 51 stig eftir 24 leiki, einu stigi meira en Brøndby sem situr í öðru sæti og hefur leikið einum leik minna. AGF situr hins vegar í fimmta sæti með 37 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×