Fótbolti

Allt jafnt í falls­lag Ís­lendinga­liðanna

Smári Jökull Jónsson skrifar
Freyr Alexandersson gæti tekist hið ómögulega. Aftur.
Freyr Alexandersson gæti tekist hið ómögulega. Aftur. Isosport/Getty Images

Það var sannkallaður Íslendingaslagur þegar Eupen tók á móti Kortrijk í umspili um fall niður um deild í belgísku úrvalsdeildinni.

Guðlaugur Victor Pálsson var í byrjunarliði Eupen sem var á heimavelli gegn lærisveinum Freys Alexanderssonar. Liðin eru í fjögurra liða umspili um hvaða lið falla en tvö af liðunum fjórum fara niður um deild.

Alfreð Finnbogason var ekki í leikmannahópi Eupen sem lenti undir á 50. mínútu þegar Isaak Davies kom Kortrijk í forystuna. Á 80. mínútu tókst heimamönnum hins vegar að jafna og tryggja sér mikilvægt stig.

Guðlaugur Victor lék allan leikinn fyrir heimamenn sem eru með 25 stig í þriðja neðsta sæti en Kortrijk er sæti neðar með jafnmörg stig. RWDM er neðst einu stigi fyrir neðan en tvö neðstu liðin falla beint og þriðja neðsta liðið fer í annað umspil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×