Deildarmyrkvi á sólu á morgun Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 7. apríl 2024 09:34 Deildarmyrkvi á sólu mun sjást frá landinu öllu seinni partinn á morgun. EPA/Rodrigo Sura Á morgun, mánudaginn 8. apríl, mun sjást deildarmyrkvi á sólu frá öllu landinu, ef veður leyfir. Frá Reykjavík sést allur myrkvinn. Tunglið kemur til með að hylja um og yfir fjörutíu prósent sólarinnar frá Íslandi séð en í Mexíkó, Bandaríkjunum og Kanada verður almyrkvi. Á Stjörnufræðivefnum kemur fram að sólmyrkvinn hefjist klukkan tíu mínútur í sjö að kvöldi til þegar sól er lágt á lofti í vestri. Hann nær svo hámarki um tuttugu mínútur í átta en er þá aðeins tæpum sex gráðum yfir sjóndeildarhring. Háar byggingar eða tré gæti skyggt á. Hér sést ferill alskuggans í Norður-Ameríku.Sky and Telescope Eins og fram kom sést almyrkvi í Mexíkó, Bandaríkjunum og Kanada sem hefst við sólarupprás í suðurhluta Kyrrahafsins klukkan tuttugu mínútur í fimm að íslenskum tíma. Hann nemur fyrst land á meginlandi Ameríku í Mexíkó um sex leytið og er mestur og lengstur til sautján mínútur yfir sex að kvöldi. Hann stendur yfir í fjórar mínútur og 28 sekúndur. Neyðarástand vegna aðsóknar í Bandaríkjunum „Á almyrkvaslóðinni búa yfir fjörutíu milljónir manna og búist er við að margar milljónir í viðbót muni ferðast inn í slóðina sem er 185 km breið. Víða í Texas, þar sem veðurútlitið er best, er búist við slíkum fjölda ferðafólks og umferðaröngþveiti að lýst hefur verið yfir neyðarástandi vegna þess,“ kemur fram á Stjörnufræðivefnum. Neyðarástandið sem minnst er á er það að borgir í Texas eru að gera ráð fyrir mörghundruð þúsund manna stjörnufræðingahjörð á morgun. Hótel og gistihús eru nánast alls staðar uppbókuð á ferli alskuggans. Búist er við umferðarteppum, eldsneytisskorti og örtröð á veitingahúsum, sjúkrahúsum og matvöruverslunum fylkisins. Almyrkvi í Reykjavík 2026 Við Íslendingar verðum hins vegar ekki lengi útundan. Þann 12. ágúst 2026 verður almyrkvi sjáanlegur frá vestasta hluta Íslands, Reykjavík meðtaldri. Það verður jafnframt fyrsti almyrkvinn sem sést frá Reykjavík síðan 17. júní árið 1433. „Undirbúningur er þegar hafinn og verða opnaðir sérstakir vefir, eclipse2026.is og solmyrkvi2026.is þar sem finna má allar helstu upplýsingar um almyrkvann, kort, veður og fleira.“ Geimurinn Sólin Tunglið Almyrkvi 12. ágúst 2026 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira
Á Stjörnufræðivefnum kemur fram að sólmyrkvinn hefjist klukkan tíu mínútur í sjö að kvöldi til þegar sól er lágt á lofti í vestri. Hann nær svo hámarki um tuttugu mínútur í átta en er þá aðeins tæpum sex gráðum yfir sjóndeildarhring. Háar byggingar eða tré gæti skyggt á. Hér sést ferill alskuggans í Norður-Ameríku.Sky and Telescope Eins og fram kom sést almyrkvi í Mexíkó, Bandaríkjunum og Kanada sem hefst við sólarupprás í suðurhluta Kyrrahafsins klukkan tuttugu mínútur í fimm að íslenskum tíma. Hann nemur fyrst land á meginlandi Ameríku í Mexíkó um sex leytið og er mestur og lengstur til sautján mínútur yfir sex að kvöldi. Hann stendur yfir í fjórar mínútur og 28 sekúndur. Neyðarástand vegna aðsóknar í Bandaríkjunum „Á almyrkvaslóðinni búa yfir fjörutíu milljónir manna og búist er við að margar milljónir í viðbót muni ferðast inn í slóðina sem er 185 km breið. Víða í Texas, þar sem veðurútlitið er best, er búist við slíkum fjölda ferðafólks og umferðaröngþveiti að lýst hefur verið yfir neyðarástandi vegna þess,“ kemur fram á Stjörnufræðivefnum. Neyðarástandið sem minnst er á er það að borgir í Texas eru að gera ráð fyrir mörghundruð þúsund manna stjörnufræðingahjörð á morgun. Hótel og gistihús eru nánast alls staðar uppbókuð á ferli alskuggans. Búist er við umferðarteppum, eldsneytisskorti og örtröð á veitingahúsum, sjúkrahúsum og matvöruverslunum fylkisins. Almyrkvi í Reykjavík 2026 Við Íslendingar verðum hins vegar ekki lengi útundan. Þann 12. ágúst 2026 verður almyrkvi sjáanlegur frá vestasta hluta Íslands, Reykjavík meðtaldri. Það verður jafnframt fyrsti almyrkvinn sem sést frá Reykjavík síðan 17. júní árið 1433. „Undirbúningur er þegar hafinn og verða opnaðir sérstakir vefir, eclipse2026.is og solmyrkvi2026.is þar sem finna má allar helstu upplýsingar um almyrkvann, kort, veður og fleira.“
Geimurinn Sólin Tunglið Almyrkvi 12. ágúst 2026 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira