Leverkusen einum sigri frá titlinum eftir hrun Bayern gegn Heidenheim Smári Jökull Jónsson skrifar 6. apríl 2024 15:33 Xabi Alonso er að gera frábæra hluti með lið Bayer Leverkusen. Vísir/Getty Bayer Leverkusen getur tryggt sér þýska meistaratitilinn með sigri í næstu umferð úrvalsdeildarinnar. Stórlið Bayern Munchen tapaði á vandræðalegan hátt gegn Heidenheim í dag. Bayer Leverkusen var fyrir leik dagsins með þrettán stiga forskot á stórlið Bayern Munchen á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar. Lærisveinar Xabi Alonso í Leverkusen hafa ekki enn tapað í deildinni í vetur og haft mikla yfirburði. Bayern Munchen mætti liði Heidenheim á útivelli en heimaliðið er eitt af minnstu félögunum í þýsku deildinni. Lengi vel leit út fyrir að Bayern ætlaði að sýna mátt sinn og megin því Harry Kane og Serge Gnabry komu gestunum í 2-0 í fyrri hálfleiknum. Harry Kane og félagar áttu hörmungar síðari hálfleik gegn smáliði Heidenheim í dag.Vísir/Getty Leikur meistaranna hrundi hins vegar í síðari hálfleik. Heimalið Heidenheim jafnaði með tveimur mörkum á 50. og 51. mínútu og þegar ellefu mínútur voru til leiksloka skoraði Tim Kleikdienst og kom Heidenheim í 3-2 forystu. Leikmenn Bayern reyndu hvað þeir gátu til að jafna metin en höfðu ekki erindi sem erfiði. Vandræðalegt tap Bayern Munchen staðreynd og ekki veganestið sem liðið vildi fyrir viðureignina gegn Arsenal í Meistaradeildinni í vikunni. Bayern have lost more than 5 games in a Bundesliga season for the first time since 2011/12. Bayern have also lost to a Bundesliga debutant side for the first time since 2000. pic.twitter.com/PGJPMZsZqp— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 6, 2024 Á sama tíma mætti Leverkusen liði Union Berlin á útivelli í höfuðborginni. Það stefndi allt í markalausan fyrri hálfleik en í uppbótartíma gerðust hlutirnir heldur betur. Fyrst fékk Robin Gosens leikmaður Union Berlin sitt annað gula spjald og þar með rautt og á áttundu mínútu uppbótartíma skoraði Florian Wirtz og kom Leverkusen í forystu. Í síðari hálfleik tókst hvorugu liðinu að bæta við marki. Leverkusen sigldi 1-0 sigri í höfn í ljósi þess að Bayern tapaði sínum leik er forysta Leverkusen nú sextán stig þegar sex umferðir eru eftir. Sigur í næstu umferð gegn Werder Bremen á heimavelli tryggir Leverkusen þýska meistaratitilinn. Robin Gosens fær að sjá rauða spjaldið.Vísir/Getty RB Leipzig lyfti sér upp í 4. sætið um stundarsakir að minnsta kosti með sigri á Freiburg. Dortmund getur þó náð 4. sætinu á nýjan leik síðar í dag en liðið mætir Stuttgart á heimavelli en Stuttgart situr í 3. sæti deildarinnar. Úrslit dagsins í þýsku úrvalsdeildinni: FC Köln - Bochum 2-1Freiburg - RB Leipzig - 1-4Heidenheim - Bayern Munchen 3-2Mainz - Darmstadt 4-0Union Berlin - Leverkusen 0-1 Þýski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Sjá meira
Bayer Leverkusen var fyrir leik dagsins með þrettán stiga forskot á stórlið Bayern Munchen á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar. Lærisveinar Xabi Alonso í Leverkusen hafa ekki enn tapað í deildinni í vetur og haft mikla yfirburði. Bayern Munchen mætti liði Heidenheim á útivelli en heimaliðið er eitt af minnstu félögunum í þýsku deildinni. Lengi vel leit út fyrir að Bayern ætlaði að sýna mátt sinn og megin því Harry Kane og Serge Gnabry komu gestunum í 2-0 í fyrri hálfleiknum. Harry Kane og félagar áttu hörmungar síðari hálfleik gegn smáliði Heidenheim í dag.Vísir/Getty Leikur meistaranna hrundi hins vegar í síðari hálfleik. Heimalið Heidenheim jafnaði með tveimur mörkum á 50. og 51. mínútu og þegar ellefu mínútur voru til leiksloka skoraði Tim Kleikdienst og kom Heidenheim í 3-2 forystu. Leikmenn Bayern reyndu hvað þeir gátu til að jafna metin en höfðu ekki erindi sem erfiði. Vandræðalegt tap Bayern Munchen staðreynd og ekki veganestið sem liðið vildi fyrir viðureignina gegn Arsenal í Meistaradeildinni í vikunni. Bayern have lost more than 5 games in a Bundesliga season for the first time since 2011/12. Bayern have also lost to a Bundesliga debutant side for the first time since 2000. pic.twitter.com/PGJPMZsZqp— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 6, 2024 Á sama tíma mætti Leverkusen liði Union Berlin á útivelli í höfuðborginni. Það stefndi allt í markalausan fyrri hálfleik en í uppbótartíma gerðust hlutirnir heldur betur. Fyrst fékk Robin Gosens leikmaður Union Berlin sitt annað gula spjald og þar með rautt og á áttundu mínútu uppbótartíma skoraði Florian Wirtz og kom Leverkusen í forystu. Í síðari hálfleik tókst hvorugu liðinu að bæta við marki. Leverkusen sigldi 1-0 sigri í höfn í ljósi þess að Bayern tapaði sínum leik er forysta Leverkusen nú sextán stig þegar sex umferðir eru eftir. Sigur í næstu umferð gegn Werder Bremen á heimavelli tryggir Leverkusen þýska meistaratitilinn. Robin Gosens fær að sjá rauða spjaldið.Vísir/Getty RB Leipzig lyfti sér upp í 4. sætið um stundarsakir að minnsta kosti með sigri á Freiburg. Dortmund getur þó náð 4. sætinu á nýjan leik síðar í dag en liðið mætir Stuttgart á heimavelli en Stuttgart situr í 3. sæti deildarinnar. Úrslit dagsins í þýsku úrvalsdeildinni: FC Köln - Bochum 2-1Freiburg - RB Leipzig - 1-4Heidenheim - Bayern Munchen 3-2Mainz - Darmstadt 4-0Union Berlin - Leverkusen 0-1
Þýski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu