Leverkusen einum sigri frá titlinum eftir hrun Bayern gegn Heidenheim Smári Jökull Jónsson skrifar 6. apríl 2024 15:33 Xabi Alonso er að gera frábæra hluti með lið Bayer Leverkusen. Vísir/Getty Bayer Leverkusen getur tryggt sér þýska meistaratitilinn með sigri í næstu umferð úrvalsdeildarinnar. Stórlið Bayern Munchen tapaði á vandræðalegan hátt gegn Heidenheim í dag. Bayer Leverkusen var fyrir leik dagsins með þrettán stiga forskot á stórlið Bayern Munchen á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar. Lærisveinar Xabi Alonso í Leverkusen hafa ekki enn tapað í deildinni í vetur og haft mikla yfirburði. Bayern Munchen mætti liði Heidenheim á útivelli en heimaliðið er eitt af minnstu félögunum í þýsku deildinni. Lengi vel leit út fyrir að Bayern ætlaði að sýna mátt sinn og megin því Harry Kane og Serge Gnabry komu gestunum í 2-0 í fyrri hálfleiknum. Harry Kane og félagar áttu hörmungar síðari hálfleik gegn smáliði Heidenheim í dag.Vísir/Getty Leikur meistaranna hrundi hins vegar í síðari hálfleik. Heimalið Heidenheim jafnaði með tveimur mörkum á 50. og 51. mínútu og þegar ellefu mínútur voru til leiksloka skoraði Tim Kleikdienst og kom Heidenheim í 3-2 forystu. Leikmenn Bayern reyndu hvað þeir gátu til að jafna metin en höfðu ekki erindi sem erfiði. Vandræðalegt tap Bayern Munchen staðreynd og ekki veganestið sem liðið vildi fyrir viðureignina gegn Arsenal í Meistaradeildinni í vikunni. Bayern have lost more than 5 games in a Bundesliga season for the first time since 2011/12. Bayern have also lost to a Bundesliga debutant side for the first time since 2000. pic.twitter.com/PGJPMZsZqp— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 6, 2024 Á sama tíma mætti Leverkusen liði Union Berlin á útivelli í höfuðborginni. Það stefndi allt í markalausan fyrri hálfleik en í uppbótartíma gerðust hlutirnir heldur betur. Fyrst fékk Robin Gosens leikmaður Union Berlin sitt annað gula spjald og þar með rautt og á áttundu mínútu uppbótartíma skoraði Florian Wirtz og kom Leverkusen í forystu. Í síðari hálfleik tókst hvorugu liðinu að bæta við marki. Leverkusen sigldi 1-0 sigri í höfn í ljósi þess að Bayern tapaði sínum leik er forysta Leverkusen nú sextán stig þegar sex umferðir eru eftir. Sigur í næstu umferð gegn Werder Bremen á heimavelli tryggir Leverkusen þýska meistaratitilinn. Robin Gosens fær að sjá rauða spjaldið.Vísir/Getty RB Leipzig lyfti sér upp í 4. sætið um stundarsakir að minnsta kosti með sigri á Freiburg. Dortmund getur þó náð 4. sætinu á nýjan leik síðar í dag en liðið mætir Stuttgart á heimavelli en Stuttgart situr í 3. sæti deildarinnar. Úrslit dagsins í þýsku úrvalsdeildinni: FC Köln - Bochum 2-1Freiburg - RB Leipzig - 1-4Heidenheim - Bayern Munchen 3-2Mainz - Darmstadt 4-0Union Berlin - Leverkusen 0-1 Þýski boltinn Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Fleiri fréttir Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Sjá meira
Bayer Leverkusen var fyrir leik dagsins með þrettán stiga forskot á stórlið Bayern Munchen á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar. Lærisveinar Xabi Alonso í Leverkusen hafa ekki enn tapað í deildinni í vetur og haft mikla yfirburði. Bayern Munchen mætti liði Heidenheim á útivelli en heimaliðið er eitt af minnstu félögunum í þýsku deildinni. Lengi vel leit út fyrir að Bayern ætlaði að sýna mátt sinn og megin því Harry Kane og Serge Gnabry komu gestunum í 2-0 í fyrri hálfleiknum. Harry Kane og félagar áttu hörmungar síðari hálfleik gegn smáliði Heidenheim í dag.Vísir/Getty Leikur meistaranna hrundi hins vegar í síðari hálfleik. Heimalið Heidenheim jafnaði með tveimur mörkum á 50. og 51. mínútu og þegar ellefu mínútur voru til leiksloka skoraði Tim Kleikdienst og kom Heidenheim í 3-2 forystu. Leikmenn Bayern reyndu hvað þeir gátu til að jafna metin en höfðu ekki erindi sem erfiði. Vandræðalegt tap Bayern Munchen staðreynd og ekki veganestið sem liðið vildi fyrir viðureignina gegn Arsenal í Meistaradeildinni í vikunni. Bayern have lost more than 5 games in a Bundesliga season for the first time since 2011/12. Bayern have also lost to a Bundesliga debutant side for the first time since 2000. pic.twitter.com/PGJPMZsZqp— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 6, 2024 Á sama tíma mætti Leverkusen liði Union Berlin á útivelli í höfuðborginni. Það stefndi allt í markalausan fyrri hálfleik en í uppbótartíma gerðust hlutirnir heldur betur. Fyrst fékk Robin Gosens leikmaður Union Berlin sitt annað gula spjald og þar með rautt og á áttundu mínútu uppbótartíma skoraði Florian Wirtz og kom Leverkusen í forystu. Í síðari hálfleik tókst hvorugu liðinu að bæta við marki. Leverkusen sigldi 1-0 sigri í höfn í ljósi þess að Bayern tapaði sínum leik er forysta Leverkusen nú sextán stig þegar sex umferðir eru eftir. Sigur í næstu umferð gegn Werder Bremen á heimavelli tryggir Leverkusen þýska meistaratitilinn. Robin Gosens fær að sjá rauða spjaldið.Vísir/Getty RB Leipzig lyfti sér upp í 4. sætið um stundarsakir að minnsta kosti með sigri á Freiburg. Dortmund getur þó náð 4. sætinu á nýjan leik síðar í dag en liðið mætir Stuttgart á heimavelli en Stuttgart situr í 3. sæti deildarinnar. Úrslit dagsins í þýsku úrvalsdeildinni: FC Köln - Bochum 2-1Freiburg - RB Leipzig - 1-4Heidenheim - Bayern Munchen 3-2Mainz - Darmstadt 4-0Union Berlin - Leverkusen 0-1
Þýski boltinn Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Fleiri fréttir Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Sjá meira