Fótbolti

Hákon og Lil­le lyftu sér upp í Meistara­deildar­sæti

Aron Guðmundsson skrifar
Hákon Arnar Haraldsson og félagar í Lille vonast eftir sæti í Meistaradeildinni á næsta ári.
Hákon Arnar Haraldsson og félagar í Lille vonast eftir sæti í Meistaradeildinni á næsta ári. Getty/Catherine Steenkeste

Íslenski landsliðsmaðurinn í fótbolta, Hákon Arnar Haraldsson, var í byrjunarliði Lille og lék nær allan leikinn er liðið vann mikilvægan 3-1 sigur á Marseille í frönsku úrvalsdeildinni í kvöld. 

Með sigrinum lyftir Lille sér upp í 3.sæti deildarinnar sem jafnframt er eitt af þremur Meistaradeildarsætum hennar. Þar er Lille með 49 stig eftir 28 leiki, einu stigi á eftir Brest í 2.sæti og með einu stigi meira en AS Monaco sem vermir fjórða sætið. Bæði þessi lið eiga þó eftir að leika sína leiki í 28. umferðinni. 

Það voru þeir Jonathan David, Remy Cabella og Svíinn Gabriel Gudmundsson sem skoruðu mörk Lille í leiknum. 

Ismaily, varnarmaður Lille, varð svo fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 81. mínútu en það kom ekki að sök. Marseille situr í 7. sæti deildarinnar með 39 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×