Þórdís veifar hvíta fánanum til Eyja Jakob Bjarnar skrifar 5. apríl 2024 15:10 Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir hraðar sér á ríkisstjórnarfund þar sem Katrín tilkynnti viðstöddum að hún væri hætt, farin. Þórdís hefur óskað eftir því að málsmeðferð vegna þjóðlendna á svæði 12 verði endurskoðuð. vísir/vilhelm Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir efnahags- og fjármálaráðherra hefur óskað eftir því að málmeðferð vegna þjóðlendna á svæði 12, en það varðar eyjar og sker, verði frestað svo unnt sé að endurskoða kröfur ríkisins. Að sögn er þetta svo ríkið geti haft til hliðsjónar betri gögn en ljóst er að Þórdís vill frið við íbúa Vestmannaeyja og veifar því hvíta fánanum. Viljið þið gera svo vel að endurskoða þetta „Ég vænti þess að óbyggðanefnd taki vel í mína ósk enda hefur nefndin bent á að það er á forræði ráðherra að taka kröfurnar til endurskoðunar á hvaða stigi máls sem er,“ segir Þórdís í tilkynningu sem birt hefur verið á vef stjórnarráðsins. „Þótt ríkið dragi með þessu kröfugerðina ekki formlega til baka, sem gæti kallað á lagabreytingu, þá er aðalatriðið hér að við erum að stíga öruggt skref í því að kröfurnar byggist á meðalhófi og almennilegum gögnum,“ er haft eftir ráðherra. Eins og fram hefur komið ráku íbúar í Vestmannaeyjum upp ramakvein en ríkið gerði, eftir yfirferð óbyggðanefndar, kröfur í stóran hluta af Heimaey, meðal annars. sjálfan Heimaklett, og allar úteyjar og sker sem sameiginlega mynda það sem heitir Vestmannaeyjar. Bæjarstjórn Vestmannaeyja sendi Þórdísi þá opið bréf 2. febrúar, þann sama dag og óbyggðanefnd hafði lokið störfum sínum, þar sem segir meðal annars: „Það hefur aldrei komið upp sá ágreiningur, álitamál eða vafamál um eignarhald á landi í Vestmannaeyjum að það kalli á inngrip ríkisins af þessu tagi. Um þessi mál ríkir fullkomin og vandræðalaus sátt og samlyndi allra aðila og furðulegt að ríkisvaldið sé nú með ærnum tilkostnaði að efna til ófriðar þar sem enginn ágreiningur er fyrir. Fjármunum og kröftum ríkisins er væntanlega betur varið þessa dagana í annað en tilraunir til að sölsa undir sig land í Vestmannaeyjum.“ Og svo var spurt: „Hver er eiginlega tilgangurinn með þessu?“ Þórdís vill fá fram niðurstöðu sem friður getur ríkt um Þórdís sendi þá óbyggðanefnd bréf þar sem óskað var eftir því að nefndin endurskoðaði fyrri afstöðu sína til þess að nýta ákvæði í þjóðlendulögum um að gefa þeim sem kalla til eignarréttinda á svæðinu kost á að lýsa kröfum sínum áður en fjármála- og efnahagsráðherra lýsti kröfum fyrir hönd ríkisins. Með bréfi í sama mánuði hafnaði nefndin beiðni ráðherra. „Fyrri kröfugerð ríkisins vegna svæðisins hefur verið til nokkurrar umræðu undanfarið og nýlega hafa komið fram kortaupplýsingar og önnur gögn sem gefa tilefni til gagngerrar endurskoðunar á henni. Gert er ráð fyrir að við endurskoðun sé unnt að draga stórlega úr fyrri kröfum ríkisins á svæðinu og jafnframt að endurskoðaðar kröfur verði í betra samræmi við meðalhóf og gögn. Til þess þarf lengri tíma til að vinna málið,“ segir nú í tilkynningu frá ráðuneytinu. Þórdís hefur þannig lagt fram kröfu til óbyggðanefndar um að frekari málsmeðferð vegna svæðisins verði frestað þar til betri afmörkun þess liggur fyrir. Vestmannaeyjar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Jarða- og lóðamál Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Að sögn er þetta svo ríkið geti haft til hliðsjónar betri gögn en ljóst er að Þórdís vill frið við íbúa Vestmannaeyja og veifar því hvíta fánanum. Viljið þið gera svo vel að endurskoða þetta „Ég vænti þess að óbyggðanefnd taki vel í mína ósk enda hefur nefndin bent á að það er á forræði ráðherra að taka kröfurnar til endurskoðunar á hvaða stigi máls sem er,“ segir Þórdís í tilkynningu sem birt hefur verið á vef stjórnarráðsins. „Þótt ríkið dragi með þessu kröfugerðina ekki formlega til baka, sem gæti kallað á lagabreytingu, þá er aðalatriðið hér að við erum að stíga öruggt skref í því að kröfurnar byggist á meðalhófi og almennilegum gögnum,“ er haft eftir ráðherra. Eins og fram hefur komið ráku íbúar í Vestmannaeyjum upp ramakvein en ríkið gerði, eftir yfirferð óbyggðanefndar, kröfur í stóran hluta af Heimaey, meðal annars. sjálfan Heimaklett, og allar úteyjar og sker sem sameiginlega mynda það sem heitir Vestmannaeyjar. Bæjarstjórn Vestmannaeyja sendi Þórdísi þá opið bréf 2. febrúar, þann sama dag og óbyggðanefnd hafði lokið störfum sínum, þar sem segir meðal annars: „Það hefur aldrei komið upp sá ágreiningur, álitamál eða vafamál um eignarhald á landi í Vestmannaeyjum að það kalli á inngrip ríkisins af þessu tagi. Um þessi mál ríkir fullkomin og vandræðalaus sátt og samlyndi allra aðila og furðulegt að ríkisvaldið sé nú með ærnum tilkostnaði að efna til ófriðar þar sem enginn ágreiningur er fyrir. Fjármunum og kröftum ríkisins er væntanlega betur varið þessa dagana í annað en tilraunir til að sölsa undir sig land í Vestmannaeyjum.“ Og svo var spurt: „Hver er eiginlega tilgangurinn með þessu?“ Þórdís vill fá fram niðurstöðu sem friður getur ríkt um Þórdís sendi þá óbyggðanefnd bréf þar sem óskað var eftir því að nefndin endurskoðaði fyrri afstöðu sína til þess að nýta ákvæði í þjóðlendulögum um að gefa þeim sem kalla til eignarréttinda á svæðinu kost á að lýsa kröfum sínum áður en fjármála- og efnahagsráðherra lýsti kröfum fyrir hönd ríkisins. Með bréfi í sama mánuði hafnaði nefndin beiðni ráðherra. „Fyrri kröfugerð ríkisins vegna svæðisins hefur verið til nokkurrar umræðu undanfarið og nýlega hafa komið fram kortaupplýsingar og önnur gögn sem gefa tilefni til gagngerrar endurskoðunar á henni. Gert er ráð fyrir að við endurskoðun sé unnt að draga stórlega úr fyrri kröfum ríkisins á svæðinu og jafnframt að endurskoðaðar kröfur verði í betra samræmi við meðalhóf og gögn. Til þess þarf lengri tíma til að vinna málið,“ segir nú í tilkynningu frá ráðuneytinu. Þórdís hefur þannig lagt fram kröfu til óbyggðanefndar um að frekari málsmeðferð vegna svæðisins verði frestað þar til betri afmörkun þess liggur fyrir.
Vestmannaeyjar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Jarða- og lóðamál Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira