Enski boltinn

Svip­legt frá­fall eigin­konunnar breytti öllu

Aron Guðmundsson skrifar
Rio Ferdinand á að baki farsælan feril sem knattspyrnumaður. En sama ár og skórnir fóru upp á hillu varð hann fyrir áfalli er eiginkona hans lét lífið.
Rio Ferdinand á að baki farsælan feril sem knattspyrnumaður. En sama ár og skórnir fóru upp á hillu varð hann fyrir áfalli er eiginkona hans lét lífið. Vísir/Getty

Svip­legt and­lát eigin­konu fyrr­verandi at­vinnu- og lands­liðs­mannsins í knatt­spyrnu, Rio Ferdinand, varð til þess að hann þurfti að í­huga fram­tíð sína upp á nýtt. Hliðra draumi sínum til þess að vera til staðar, alltaf, fyrir börn þeirra hjóna.

Sama ár og Ferdinand, sem gerði garðinn frægan sem leik­maður Manchester United og enska lands­liðsins á sínum ferli, setti skóna á hilluna átti sá sorg­legi at­burður sér stað að eigin­kona hans lét lífið eftir bar­áttu við brjósta­krabba­mein að­eins 34 ára gömul.

Rio ætlaði sér alltaf að fara út í þjálfun eftir að leik­manna­ferlinum lauk en þessi sorg­legi at­burður varð til þess að Rio þurfti að láta aðra hluti ganga fyrir.

„Ég var að vinna í að klára þjálfara­gráðurnar, vildi verða þjálfari og knatt­spyrnu­stjóri. Hundrað prósent,“ sagði Rio í hlað­varps­þættinum Stick To Football sem er á vegum Sky Sports. „Wa­yne Roon­ey, Michael Carrick og John O´Shea. Þeir hafa allir tekið að sér þjálfara­stöðu og ég var upp­haf­lega á sömu braut og þeir. En skiljan­lega, þá átti at­burða­rás í mínu einka­lífi eftir að hafa á­hrif. Ef þú ætlar þér að verða knatt­spyrnu­stjóri þá er það starf sem þú ert að sinna allan sólar­hringinn.“

Og byggir Ferdinand þá skoðun sína af reynslu sinni sem leik­maður á sínum tíma og kynni sín af knatt­spyrnu­stjórum þá. Sem og reynslu hans þessa dagana á að sjá fyrr­verandi lands­liðs­fé­laga sína á borð við Ste­ven Gerrard og Frank Lampard sem hafa orðið knatt­spyrnu­stjórar.

„Börnin okkar þrjú þörfnuðust mín hundrað prósent í því að verða þeim til staðar. Ég er kannski í vinnu núna sem sér­fræðingur í sjón­varpi en það er alltaf hægt að ná í mig. Ég get mætt á for­eldra­fundi og alls kyns við­burði með þeim á meðan að slíkt væri kannski ekki hægt væri ég knatt­spyrnu­stjóri. Ég þurfti að taka skjóta á­kvörðun og þurfti í raun ekki að hugsa mikið um það hvað ég þyrfti að gera.“

Ferdinand hefur nú fundið ástina á nýjan leik í örmum Kate Wrig­ht sem nú ber eftir­nafnið Ferdinand eftir að hún og Rio gengu í hnapp­helduna árið 2019. Auk barnanna þriggja frá fyrra hjóna­bandi Rio eiga þau saman einn strák og eina stúlku.

Þáttinn The Overlap, þar sem að Rio Ferdinand var gestur nýlega, má sjá hér fyrir neðan: 
Fleiri fréttir

Sjá meira


×