Stærsta ógnin við Ísland gæti farið til Man. Utd fyrir metfé Sindri Sverrisson skrifar 3. apríl 2024 10:30 Ewa Pajor er einn besti markaskorari Evrópu eins og hún hefur sýnt með Wolfsburg og pólska landsliðinu. Getty/Grzegorz Wajda Það velkist enginn í vafa um það á hvaða leikmanni Póllands þarf að hafa mestar gætur, þegar stelpurnar okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta mæta Pólverjum á Kópavogsvelli á föstudaginn. Hún heitir Ewa Pajor og er nú orðuð við Manchester United. Pajor er 27 ára framherji og samherji Sveindísar Jane Jónsdóttur hjá þýska stórliðinu Wolfsburg. Hún hefur skorað 88 mörk í 117 deildarleikjum fyrir Wolfsburg, og 59 mörk í 77 landsleikjum fyrir Pólland. Hún varð markadrottning Meistaradeildar Evrópu á síðustu leiktíð og hefur meðal annars unnið fimm Þýskalandsmeistaratitla og átta bikarmeistaratitla með Wolfsburg. Það skyldi því engan undra að mikill áhugi sé á Pajor en samningur hennar við Wolfsburg gildir út næstu leiktíð. Það þýðir að vilji Wolfsburg fá sem mestan pening fyrir hana þyrfti liðið að selja hana í sumar, og það er líklegt samkvæmt staðarmiðlinum Aller-Zeitung. Fæst fyrir 75 milljónir króna Pajor er með klásúlu í samningi sínum við Wolfsburg sem gerir hana fala fyrir 500.000 evrur, eða um 75 milljónir króna, og þá upphæð mun enska félagið Manchester United vera að íhuga að greiða. Ewa Pajor og Sveindís Jane Jónsdóttir eru liðsfélagar hjá Wolfsburg.Getty/Cathrin Mueller Verði Pajor seld fyrir þessa upphæð yrði það metfé í sögu þýsku deildarinnar. Núgildandi met var sett fyrr á þessu ári þegar Bayern München samdi um kaup á Lenu Oberdorf fyrir 400.000 evrur frá Wolfsburg, en hún fer til Bayern í sumar. United er í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og á ekki lengur möguleika á Englandsmeistaratitlinum en liðið mætir Chelsea í undanúrslitum enska bikarsins eftir ellefu daga. United þarf að styrkja sóknarleik sinn eftir að hafa misst Alessia Russo frítt til Arsenal síðasta sumar. Leikur Íslands og Póllands, fyrsti leikur í undankeppni EM 2025, er klukkan 16:45 á föstudaginn, á Kópavogsvelli eins og fyrr segir. Landslið kvenna í fótbolta Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Í beinni: Víkingur - ÍA | Geta komist á toppinn Í beinni: Vestri - Stjarnan | Ísfirðingar geta komist á toppinn Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Sjá meira
Pajor er 27 ára framherji og samherji Sveindísar Jane Jónsdóttur hjá þýska stórliðinu Wolfsburg. Hún hefur skorað 88 mörk í 117 deildarleikjum fyrir Wolfsburg, og 59 mörk í 77 landsleikjum fyrir Pólland. Hún varð markadrottning Meistaradeildar Evrópu á síðustu leiktíð og hefur meðal annars unnið fimm Þýskalandsmeistaratitla og átta bikarmeistaratitla með Wolfsburg. Það skyldi því engan undra að mikill áhugi sé á Pajor en samningur hennar við Wolfsburg gildir út næstu leiktíð. Það þýðir að vilji Wolfsburg fá sem mestan pening fyrir hana þyrfti liðið að selja hana í sumar, og það er líklegt samkvæmt staðarmiðlinum Aller-Zeitung. Fæst fyrir 75 milljónir króna Pajor er með klásúlu í samningi sínum við Wolfsburg sem gerir hana fala fyrir 500.000 evrur, eða um 75 milljónir króna, og þá upphæð mun enska félagið Manchester United vera að íhuga að greiða. Ewa Pajor og Sveindís Jane Jónsdóttir eru liðsfélagar hjá Wolfsburg.Getty/Cathrin Mueller Verði Pajor seld fyrir þessa upphæð yrði það metfé í sögu þýsku deildarinnar. Núgildandi met var sett fyrr á þessu ári þegar Bayern München samdi um kaup á Lenu Oberdorf fyrir 400.000 evrur frá Wolfsburg, en hún fer til Bayern í sumar. United er í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og á ekki lengur möguleika á Englandsmeistaratitlinum en liðið mætir Chelsea í undanúrslitum enska bikarsins eftir ellefu daga. United þarf að styrkja sóknarleik sinn eftir að hafa misst Alessia Russo frítt til Arsenal síðasta sumar. Leikur Íslands og Póllands, fyrsti leikur í undankeppni EM 2025, er klukkan 16:45 á föstudaginn, á Kópavogsvelli eins og fyrr segir.
Landslið kvenna í fótbolta Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Í beinni: Víkingur - ÍA | Geta komist á toppinn Í beinni: Vestri - Stjarnan | Ísfirðingar geta komist á toppinn Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Sjá meira