Fótbolti

Juventus í góðri stöðu fyrir seinni leikinn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Á skotskónum í kvöld.
Á skotskónum í kvöld. EPA-EFE/ALESSANDRO DI MARCO

Juventus lagði Lazio 2-0 í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Coppa Italia eða ítölsku bikarkeppninnar í knattspyrnu.

Staðan var markalaus í hálfleik en tvö mörk með skömmu millibili í síðari hálfleik gerðu út um leikinn. Það fyrra skoraði Federico Chiesa eftir undirbúning Andrea Cambiaso á 54. mínútu.

Aðeins sex mínútum síðar hafði Dušan Vlahović tvöfaldað forystuna með marki eftir sendingu Weston McKennie.

Staðan orðin 2-0 og reyndust það lokatölur á Allianz-vellinum í Torínó. Juventus því í góðri stöðu fyrir síðari leik liðanna.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×