Bæjarstjóri Akureyrar telur þörf á göngum Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. apríl 2024 23:28 Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, segir þörf á göngum víða um land. Ástihildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, segir þurfa að huga alvarlega að jarðgöngum milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar og á fleiri stöðum á landinu. Ásthildur skrifaði um lokun Öxnadalsheiði og nauðsyn jarðganga af því tilefni í Facebook-færslu í dag. Ófært hefur verið vegna veðurs víða um land. Þjóðvegurinn hefur verið lokaður tvo daga í röð um Öxnadalsheiði og var hann lokaður í fjóra daga um Fjarðarheiði áður en hún opnaði í kvöld. Vestur á fjörðum var lokað um Þröskulda og Dynjandisheiði í dag. Steingrímsfjarðarheiði var lokuð í morgun og opnaði eftir mokstur en þar er þungfært og Skafrenningur. Á Norðurlandi er vegurinn um Víkurskarð og Dalsmynni ófær og vegna veðurs er líklega orðið ófært um Þverárfjall. Fjölmargir hafa brugðist við færslunni og virðast flestir sem skrifa ummæli við færslunni henni sammála. Gleymst að skattleggja ferðamennskuna Rithöfundurinn Hallgrímur Helgason skrifar ummæli við færslu Ásthildar og tekur undir orð hennar og hnýtir um leið í aðgerðarleysi stjórnvalda undanfarinn áratug. „Nú fer senn að ljúka áratug fjársveltis til innviða, áratug skattleysis og ofgróða sumra. Ísland er enn hannað fyrir 250,000 manns en mannfjöldinn hér stundum hálf milljón. Það gleymdist að skattleggja ferðamennskuna almennilega og stórútgerðin hefur ekki greitt sitt fyrir gjafakvótann. Hrikalegt dæmi er síðan Vestfjarðavegur sem er sundurétinn af laxeldisflutningum fyrirtækja sem fengu firðina frítt og heimta nú vegina frítt. Já, það er aldeilis tími kominn á nýja hugsun, tími til að byggja upp nýtt Ísland, munið að kjósa ekki óbreytt ástand í næstu kosningum!“ skrifar Hallgrímur. Aðrir sem skrifa ummæli við færsluna nefna Snæfellsveg og að hann sé skammt frá því að vera ónýtur. Fannar nokkur Hjálmarsson telur Vegagerðina ekki fá nægilega fjármuni til að viðhalda malbikuðum vegum, Snæfellsnesvegur sé korter frá því að vera eins og Vestfjarðarvegur um Bjarkarlund. „Ég myndi segja að hann væri þrjár mínútur í að fara í óstand,“ svarar Ásthildur. Þess ber að geta að faðir Ásthildar, Sturla Böðvarsson, var samgönguráðherra frá 1999 til 2007 og voru bæði Almannaskarðsgöng og Fáskrúðsfjarðagöng byggð í hans ráðherratíð. Akureyri Skagafjörður Múlaþing Samgöngur Vegagerð Hörgársveit Jarðgöng á Íslandi Umferð Færð á vegum Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sjá meira
Ásthildur skrifaði um lokun Öxnadalsheiði og nauðsyn jarðganga af því tilefni í Facebook-færslu í dag. Ófært hefur verið vegna veðurs víða um land. Þjóðvegurinn hefur verið lokaður tvo daga í röð um Öxnadalsheiði og var hann lokaður í fjóra daga um Fjarðarheiði áður en hún opnaði í kvöld. Vestur á fjörðum var lokað um Þröskulda og Dynjandisheiði í dag. Steingrímsfjarðarheiði var lokuð í morgun og opnaði eftir mokstur en þar er þungfært og Skafrenningur. Á Norðurlandi er vegurinn um Víkurskarð og Dalsmynni ófær og vegna veðurs er líklega orðið ófært um Þverárfjall. Fjölmargir hafa brugðist við færslunni og virðast flestir sem skrifa ummæli við færslunni henni sammála. Gleymst að skattleggja ferðamennskuna Rithöfundurinn Hallgrímur Helgason skrifar ummæli við færslu Ásthildar og tekur undir orð hennar og hnýtir um leið í aðgerðarleysi stjórnvalda undanfarinn áratug. „Nú fer senn að ljúka áratug fjársveltis til innviða, áratug skattleysis og ofgróða sumra. Ísland er enn hannað fyrir 250,000 manns en mannfjöldinn hér stundum hálf milljón. Það gleymdist að skattleggja ferðamennskuna almennilega og stórútgerðin hefur ekki greitt sitt fyrir gjafakvótann. Hrikalegt dæmi er síðan Vestfjarðavegur sem er sundurétinn af laxeldisflutningum fyrirtækja sem fengu firðina frítt og heimta nú vegina frítt. Já, það er aldeilis tími kominn á nýja hugsun, tími til að byggja upp nýtt Ísland, munið að kjósa ekki óbreytt ástand í næstu kosningum!“ skrifar Hallgrímur. Aðrir sem skrifa ummæli við færsluna nefna Snæfellsveg og að hann sé skammt frá því að vera ónýtur. Fannar nokkur Hjálmarsson telur Vegagerðina ekki fá nægilega fjármuni til að viðhalda malbikuðum vegum, Snæfellsnesvegur sé korter frá því að vera eins og Vestfjarðarvegur um Bjarkarlund. „Ég myndi segja að hann væri þrjár mínútur í að fara í óstand,“ svarar Ásthildur. Þess ber að geta að faðir Ásthildar, Sturla Böðvarsson, var samgönguráðherra frá 1999 til 2007 og voru bæði Almannaskarðsgöng og Fáskrúðsfjarðagöng byggð í hans ráðherratíð.
Akureyri Skagafjörður Múlaþing Samgöngur Vegagerð Hörgársveit Jarðgöng á Íslandi Umferð Færð á vegum Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sjá meira