Íbúar í Rangárþingi ytra fá að tjá sig um vindmyllugarð Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. apríl 2024 13:30 Jón Guðmundur Valgeirsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra, segir verkefnið með vindmyllugarðinn við Vaðöldu spennandi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúum í Rangárþing ytra mun gefast kostur á að taka þátt í viðhorfskönnun á næstunni þar sem þeir geta sagt álit sitt á Búrfellslundi, sem Landsvirkjun hyggst reisa með allt að þrjátíu vindmyllum austan við Sultartangastöð en staðsetning garðsins er í sveitarfélaginu við Vaðöldu. Vindorkuverið mun rísa vestan Þjórsár, sem er í Rangárþingi ytra en hins vegar verða tvö tengivirki í nágrenni fyrirhugaðs framkvæmdasvæðis, við Sultartanga og Búrfell, í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Jón Guðmundur Valgeirsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra vill að vindorkulundur Landsvirkjunar, Búrfellslundur eins og hann hefur alltaf verið kallaður verði kallaður Vaðölduver, kennd við Vaðöldu sem er á svæðinu. Síðustu tvo áratugi hefur Landsvirkjun rannsakað veðurfar og stundað vindmælingar á svæðin en niðurstöður þeirra rannsókna sýna mjög skýrt að afar hagstætt er að reisa vindmyllugarð á svæðinu með um 30 vindmyllum, sem eiga að gefa um 120 megavött. Jón segir að orkumálin séu mjög spennandi málaflokkur og ekki síst fyrirhugaður vindmyllugarður í Vaðöldu. „Það er verið að reyna að búa til eitthvað umhverfi, sem að kannski bæði sveitarfélögin og nærsamfélagið og virkjunaraðilarnir og ríkið líka eru að reyna að finna út einhverja formúlu hvernig á að skipta kökunni samviskulega því að okkur finnst nærsamfélagið svolítið, hvað á ég að segja, orðið út undan í þessu öllu saman. Bæði hvernig þessu er stillt upp og ekki síst nýtingu á orkunni og hvar hún lendir,” segir Jón. Búrfellslundur eða Vaðölduver eins og Jón vill kalla það verður vindorkuver með um 30 vindmyllu, sem eiga að gefa um 120 megavött verði virkjunin að veruleika.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er Jón og hans fólk í sveitarstjórn Rangárþings ytra og íbúar sveitarfélagsins almennt hlynnt vindorkuveri Landsvirkjunar, sem hér um ræðir eða hvað? „Tilfinningin er að svo sé, það hefur allavega ekki verið mikið rætt um annað hér að þetta sé spennandi verkefni. Við erum reyndar að fara í viðhorfskönnun núna á næstu misserum þar sem við ætlum að kanna hug íbúa til þessa verkefnis, bæði á verkefninu sjálfu og nýtingu orkunnar, þannig að við ætlum að gera svona viðhorfskönnun hjá íbúum hvernig mönnum litist á þetta allt saman,” segir Jón sveitarstjóri Rangárþings ytra. Rangárþing ytra Vindorka Landsvirkjun Orkumál Vindorkuver í Búrfellslundi Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Sjá meira
Vindorkuverið mun rísa vestan Þjórsár, sem er í Rangárþingi ytra en hins vegar verða tvö tengivirki í nágrenni fyrirhugaðs framkvæmdasvæðis, við Sultartanga og Búrfell, í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Jón Guðmundur Valgeirsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra vill að vindorkulundur Landsvirkjunar, Búrfellslundur eins og hann hefur alltaf verið kallaður verði kallaður Vaðölduver, kennd við Vaðöldu sem er á svæðinu. Síðustu tvo áratugi hefur Landsvirkjun rannsakað veðurfar og stundað vindmælingar á svæðin en niðurstöður þeirra rannsókna sýna mjög skýrt að afar hagstætt er að reisa vindmyllugarð á svæðinu með um 30 vindmyllum, sem eiga að gefa um 120 megavött. Jón segir að orkumálin séu mjög spennandi málaflokkur og ekki síst fyrirhugaður vindmyllugarður í Vaðöldu. „Það er verið að reyna að búa til eitthvað umhverfi, sem að kannski bæði sveitarfélögin og nærsamfélagið og virkjunaraðilarnir og ríkið líka eru að reyna að finna út einhverja formúlu hvernig á að skipta kökunni samviskulega því að okkur finnst nærsamfélagið svolítið, hvað á ég að segja, orðið út undan í þessu öllu saman. Bæði hvernig þessu er stillt upp og ekki síst nýtingu á orkunni og hvar hún lendir,” segir Jón. Búrfellslundur eða Vaðölduver eins og Jón vill kalla það verður vindorkuver með um 30 vindmyllu, sem eiga að gefa um 120 megavött verði virkjunin að veruleika.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er Jón og hans fólk í sveitarstjórn Rangárþings ytra og íbúar sveitarfélagsins almennt hlynnt vindorkuveri Landsvirkjunar, sem hér um ræðir eða hvað? „Tilfinningin er að svo sé, það hefur allavega ekki verið mikið rætt um annað hér að þetta sé spennandi verkefni. Við erum reyndar að fara í viðhorfskönnun núna á næstu misserum þar sem við ætlum að kanna hug íbúa til þessa verkefnis, bæði á verkefninu sjálfu og nýtingu orkunnar, þannig að við ætlum að gera svona viðhorfskönnun hjá íbúum hvernig mönnum litist á þetta allt saman,” segir Jón sveitarstjóri Rangárþings ytra.
Rangárþing ytra Vindorka Landsvirkjun Orkumál Vindorkuver í Búrfellslundi Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Sjá meira