„Annað hvort að rífa upp tröppurnar eða leyfa þessu að vera“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. mars 2024 20:01 Bogi segir að skemmdirnar séu dýrar viðgerðar. Vísir/Steingrímur Dúi Pípari sem skoðað hefur skemmdir á húsum í Reykjanesbæ eftir eldgosið í febrúar segir það verða eigendum dýrt að laga fasteignir sínar. Hann telur ábyrgðina liggja hjá þeim sem byggi húsin. Heitt vatn fór af Reykjanesbæ 8. febrúar, þar sem hraunið rauf bæði Grindavíkurveg og hitaveitulögn. Vatnið var komið aftur á öll hús í bænum fjórum dögum síðar. Skemmdirnar sem hér eru til umfjöllunar urðu á snjóbræðslulögnum í sameignartröppum fjölbýlishúsa. Íbúi í húsinu segir að tekið hafi að bera á skemmdunum um mánaðamótin. Pípulagningarmeistari sem hefur skoðað aðstæður segir ekki auðvelt að laga skemmdirnar. „Þú lagar ekki snjóbræðslu nema með því að brjóta upp tröppurnar,“ segir Bogi Sigurbjörn Kristjánsson pípulagningarmeistari. Þannig að íbúar koma til með að þurfa að fara í ansi stórtækar aðgerðir til að kippa þessu í liðinn? „Já, því miður.“ Notast við opin kerfi frekar en lokuð Ástæða skemmdanna er að sögn Boga sú að bræðslurnar séu á opnum kerfum í stað lokaðra kerfa með frostlegi. „Þar af leiðandi, þegar heita vatnið fer af, þá fer affallið af húsinu beint út í stéttina. En það náttúrulega stoppar, og þá frýs þetta í tröppunum.“ Skemmdir, eins og þær sem sjá má á í spilaranum hér að ofan, megi finna nokkuð víða í bænum, eða í minnst tíu fjölbýlishúsum. „Og eiginlega sorglegt frá því að segja. Mér finnst þetta snúa svolítið að þeim sem eru að byggja.“ Þó sé ekki óheimilt að hafa opin kerfi í mannvirkjum sem þessum. „Það er vissulega ekki í byggingarreglugerð, en þetta er svona common sense hjá pípurum,“ segir Bogi. Forstjóri Náttúruhamfaratryggingar hefur sagt að tryggingin myndi ekki ná til tjóns sem yrði vegna skemmda á vatnslögnum í tengslum við eldgos, þar sem ekki væri um beint tjón að ræða. Bogi segir kostnað við að laga tjónið geta hlaupið á nokkrum milljónum, og lítið hægt að gera til að komast undan honum. „Það er annað hvort að rífa upp tröppurnar, eða bara leyfa þessu að vera.“ Reykjanesbær Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tryggingar Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Sjá meira
Heitt vatn fór af Reykjanesbæ 8. febrúar, þar sem hraunið rauf bæði Grindavíkurveg og hitaveitulögn. Vatnið var komið aftur á öll hús í bænum fjórum dögum síðar. Skemmdirnar sem hér eru til umfjöllunar urðu á snjóbræðslulögnum í sameignartröppum fjölbýlishúsa. Íbúi í húsinu segir að tekið hafi að bera á skemmdunum um mánaðamótin. Pípulagningarmeistari sem hefur skoðað aðstæður segir ekki auðvelt að laga skemmdirnar. „Þú lagar ekki snjóbræðslu nema með því að brjóta upp tröppurnar,“ segir Bogi Sigurbjörn Kristjánsson pípulagningarmeistari. Þannig að íbúar koma til með að þurfa að fara í ansi stórtækar aðgerðir til að kippa þessu í liðinn? „Já, því miður.“ Notast við opin kerfi frekar en lokuð Ástæða skemmdanna er að sögn Boga sú að bræðslurnar séu á opnum kerfum í stað lokaðra kerfa með frostlegi. „Þar af leiðandi, þegar heita vatnið fer af, þá fer affallið af húsinu beint út í stéttina. En það náttúrulega stoppar, og þá frýs þetta í tröppunum.“ Skemmdir, eins og þær sem sjá má á í spilaranum hér að ofan, megi finna nokkuð víða í bænum, eða í minnst tíu fjölbýlishúsum. „Og eiginlega sorglegt frá því að segja. Mér finnst þetta snúa svolítið að þeim sem eru að byggja.“ Þó sé ekki óheimilt að hafa opin kerfi í mannvirkjum sem þessum. „Það er vissulega ekki í byggingarreglugerð, en þetta er svona common sense hjá pípurum,“ segir Bogi. Forstjóri Náttúruhamfaratryggingar hefur sagt að tryggingin myndi ekki ná til tjóns sem yrði vegna skemmda á vatnslögnum í tengslum við eldgos, þar sem ekki væri um beint tjón að ræða. Bogi segir kostnað við að laga tjónið geta hlaupið á nokkrum milljónum, og lítið hægt að gera til að komast undan honum. „Það er annað hvort að rífa upp tröppurnar, eða bara leyfa þessu að vera.“
Reykjanesbær Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tryggingar Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Sjá meira