Fótbolti

Al­ís­lenskt mark en Ís­lendinga­liðið fékk samt stóran skell

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Andri Lucas Guðjohnsen skoraði sitt níunda deildarmark fyrir Lyngby en markið dugði þó skammt.
Andri Lucas Guðjohnsen skoraði sitt níunda deildarmark fyrir Lyngby en markið dugði þó skammt. Getty Lars Ronbog

Íslendingaliðið Lyngby fékk í dag stóran skell á útivelli á móti Randers í neðri hluta dönsku úrslitakeppninnar í fótbolta.

Randers vann leikinn á endanum með fjögurra marka mun, 6-2, en liðin voru jöfn að stigum fyrir hann. Randers komst upp fyrir OB og í efsta sætið í neðri hlutanum með þessum stórsigri.

Þrír Íslendingar voru í byrjunarliði Lyngby í leiknum og tveir þeirra bjuggu til mark í fyrri hálfleiknum.

Andri Lucas Guðjohnsen skoraði í uppbótatíma fyrri hálfleiks eftir stoðsendingu frá Kolbeini Birgi Finnssyni.

Þá var staðan hins vegar orðin 3-0 fyrir heimamenn sem komust síðan í 5-1 með tveimur mörkum í upphafi seinni hálfleiks.

Hinn 21 árs gamli Mohammed Fuseini skoraði þrennu fyrir Randers þar mörk með þriggja mínútna millibili í byrjun seinni hálfleiks.

Kolbeinn Birgir Finnsson og Sævar Ati Magnússon voru báðir teknir af velli á 58. mínútu í stöðunni 1-6. Andri Lucas fór af velli á 79. mínútu.

Lyngby minnkaði muninn í uppbótatíma með marki Magnus Jensen.

Andri Lucas var að skora í öðrum leiknum í röð og er alls kominn með níu deildarmörk í nítján leikjum á tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×