„Einkafyrirtæki myndi ekki taka ákvarðanir sem gengu í berhögg við vilja eigenda“ Magnús Jochum Pálsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 30. mars 2024 20:24 Dóra Tynes telur langt í að kaup Landsbankans á TM muni ganga í gegn vegna rannsóknar EFTA á kaupunum. Stöð 2 Sérfræðingur í Evrópurétti telur að eftirlitsstofnun EFTA muni taka til skoðunar fyrirhuguð kaup Landsbankans á Tryggingamiðstöðinni. Slík skoðun gæti tekið langan tíma, en kaupin mættu ekki fara fram meðan á henni stæði. Lögmaðurinn Dóra Sif Tynes birti í gær grein á Innherja, þar sem hún fór yfir þau sjónarmið Evrópuréttar sem gæta þyrfti að við fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM af Kviku fyrir 28,6 milljarða. Reglur EEs-samningsins bönnuðu almennt ríkisaðstoð, það er að segja, hvers konar ákvarðanir ríkisins, stofnana þess eða fyrirtækja í þess eigu, sem myndu skekkja samkeppni á markaði. „Það felst í því að leggja mat á til dæmis ef að ríkið er að kaupa eignir. Er það að haga sér eins og góður og gegn markaðsaðili. Eru allar forsendur viðskiptanna sambærilegar því sem einkafjárfestir myndi gera,“ segir Dóra. Merkilegt að bankinn fari gegn vilja eigandans Fjármálaráðherra hefur lýst andstöðu við kaupin, sem bankinn virðist þó ætla að halda fast við. Dóra telur það merkilegan flöt í málinu. „Og ég held að við getum alveg fullyrt að einkafyrirtæki myndi ekki taka ákvarðanir sem gengu í berhögg við vilja eigenda þess,“ segir hún. Umfangsmikið og flókið mál „Ég myndi ætla að hér séum við með dálítið flókið verkefni af því þarf að fara yfir allar áætlanir bankans, það þarf að fara yfir forsendur tilboðsins og meta hvort það samrýmist reglu um góðan og gegnan einkafjárfesti. Og það myndi ég ætla að gæti tekið nokkurn tíma,“ segir Dóra. Þar sé litið til fjármögnunar, verðs, samsetningu tilboðs og fleiri þátta. Samkeppnisaðilar, eða aðrir sem telji sig eiga lögvarða hagsmuni ímálinu, geti kvartað til ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, sem beri að hefja rannsókn. „Og á meðan er óheimilt að hrinda gjörningnum í framkvæmd,“ segir hún. Þannig að það er kannski ekkert víst að við getum farið að kaupa tryggingar frá ríkinu alveg ánæstunni? „Nei, ég ætla að leyfa mér að spá því að það verði einhver bið á því,“ sagði hún að lokum. Landsbankinn Kaup Landsbankans á TM Kaup og sala fyrirtækja EFTA Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Sjá meira
Lögmaðurinn Dóra Sif Tynes birti í gær grein á Innherja, þar sem hún fór yfir þau sjónarmið Evrópuréttar sem gæta þyrfti að við fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM af Kviku fyrir 28,6 milljarða. Reglur EEs-samningsins bönnuðu almennt ríkisaðstoð, það er að segja, hvers konar ákvarðanir ríkisins, stofnana þess eða fyrirtækja í þess eigu, sem myndu skekkja samkeppni á markaði. „Það felst í því að leggja mat á til dæmis ef að ríkið er að kaupa eignir. Er það að haga sér eins og góður og gegn markaðsaðili. Eru allar forsendur viðskiptanna sambærilegar því sem einkafjárfestir myndi gera,“ segir Dóra. Merkilegt að bankinn fari gegn vilja eigandans Fjármálaráðherra hefur lýst andstöðu við kaupin, sem bankinn virðist þó ætla að halda fast við. Dóra telur það merkilegan flöt í málinu. „Og ég held að við getum alveg fullyrt að einkafyrirtæki myndi ekki taka ákvarðanir sem gengu í berhögg við vilja eigenda þess,“ segir hún. Umfangsmikið og flókið mál „Ég myndi ætla að hér séum við með dálítið flókið verkefni af því þarf að fara yfir allar áætlanir bankans, það þarf að fara yfir forsendur tilboðsins og meta hvort það samrýmist reglu um góðan og gegnan einkafjárfesti. Og það myndi ég ætla að gæti tekið nokkurn tíma,“ segir Dóra. Þar sé litið til fjármögnunar, verðs, samsetningu tilboðs og fleiri þátta. Samkeppnisaðilar, eða aðrir sem telji sig eiga lögvarða hagsmuni ímálinu, geti kvartað til ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, sem beri að hefja rannsókn. „Og á meðan er óheimilt að hrinda gjörningnum í framkvæmd,“ segir hún. Þannig að það er kannski ekkert víst að við getum farið að kaupa tryggingar frá ríkinu alveg ánæstunni? „Nei, ég ætla að leyfa mér að spá því að það verði einhver bið á því,“ sagði hún að lokum.
Landsbankinn Kaup Landsbankans á TM Kaup og sala fyrirtækja EFTA Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Sjá meira