Fótbolti

Dramatískur og dýr­mætur sigur í toppslagnum hjá Kristínu Dís

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kristín Dís Árnadóttir og félagar bættu stöðu sína á toppnum.
Kristín Dís Árnadóttir og félagar bættu stöðu sína á toppnum. @brondbywomen

Kristín Dís Árnadóttir og félagar hennar í Bröndby unnu gríðarlega mikilvægan sigur í dag í toppslag dönsku deildarinnar.

Bröndby vann þá 3-2 útisigur á Nordsjælland í uppgjör tveggja efstu liðanna í efri hluta úrslitakeppninnar.

Sigurmark Brönby kom í uppbótatíma leiksins eftir að heimastúlkur höfðu jafnaði metin á 90. mínútu.

Bröndby komst bæði í 1-0 og 2-1 en Nordsjælland tókst að jafna í bæði skiptin. Hetja Bröndby var framherjinn Dajan Hashemi sem skoraði sigurmarkið en hún hafði komið inn á sem varamaður á 65. mínútu leiksins.

Þessi þrjú stig þýða að Bröndby er nú með fjögurra stiga forskot á Nordsjælland og Koge á toppi dönsku deildarinnar.

Kristín Dís spilaði allan leikinn í vörn Bröndby en Hafrún Rakel Halldórsdóttir gat ekki spilað vegna meiðsla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×