Sveindís sett á bekkinn en Wolfsburg brunaði í bikarúrslitin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. mars 2024 13:49 Tommy Stroot, þjálfari Wolfsburg, setti Sveindís Jane Jónsdóttur á bekkinn. Getty/Swen Pförtner Wolfsburg átti ekki í miklum vandræðum með að tryggja sér sæti í bikarúrslitaleiknum í þýska kvennaboltanum í dag. Wolfsburg vann Essen 9-0 í undanúrslitaleik liðanna eftir að hafa verið 3-0 yfir í hálfleik. Íslenska landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir var sett á bekkinn eftir stórtapið á móti Bayern München í toppslagnum í deildinni á dögunum. Það er líklegt að okkar kona hafi verið hvíld í þessum leik eftir álag að undanförnu. Sú ákvörðun þjálfarans lítur samt vel út eftir leik því liðið vann sannfærandi sigur og sú sem kom inn fyrir Keflvíkinginn, Vivien Endemann, skoraði þrjú mörk og gaf eina stoðsendingu. Jule Brand skoraði fyrsta markið á 14. mínútu og aðeins tveimur mínútum síðar hafði Ewa Pajor bætt við öðru marki. Vivien Endemann, sem kom inn í liðið fyrir Sveindísi, átti stoðsendinguna á Pajor og skoraði síðan þriðja markið sjálf á 37. mínútu. Endemann var ekki hætt því hún skoraði sitt annað mark og fjórða mark Wolfsburg eftir aðeins sex mínútna leik í seinni hálfleik. Wolfsburg bætti síðan við fimm mörkum eftir að úrslitin voru ráðin. Dominique Janssen skoraði fimmta markið og sjötta markið var sjálfsmark. Endemann innsiglaði þrennu sína á 82. mínútu og áttunda markið skoraði Riola Xhemaili. Níunda makrið skoraði síðan Svenja Huth á 89. mínútu. Wolfsburg mætir annað hvort Bayern München eða Eintracht Frankfurt í bikarúrslitaleiknum en þau spila sinn undanúrslitaleik á morgun. Þýski boltinn Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Sjá meira
Wolfsburg vann Essen 9-0 í undanúrslitaleik liðanna eftir að hafa verið 3-0 yfir í hálfleik. Íslenska landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir var sett á bekkinn eftir stórtapið á móti Bayern München í toppslagnum í deildinni á dögunum. Það er líklegt að okkar kona hafi verið hvíld í þessum leik eftir álag að undanförnu. Sú ákvörðun þjálfarans lítur samt vel út eftir leik því liðið vann sannfærandi sigur og sú sem kom inn fyrir Keflvíkinginn, Vivien Endemann, skoraði þrjú mörk og gaf eina stoðsendingu. Jule Brand skoraði fyrsta markið á 14. mínútu og aðeins tveimur mínútum síðar hafði Ewa Pajor bætt við öðru marki. Vivien Endemann, sem kom inn í liðið fyrir Sveindísi, átti stoðsendinguna á Pajor og skoraði síðan þriðja markið sjálf á 37. mínútu. Endemann var ekki hætt því hún skoraði sitt annað mark og fjórða mark Wolfsburg eftir aðeins sex mínútna leik í seinni hálfleik. Wolfsburg bætti síðan við fimm mörkum eftir að úrslitin voru ráðin. Dominique Janssen skoraði fimmta markið og sjötta markið var sjálfsmark. Endemann innsiglaði þrennu sína á 82. mínútu og áttunda markið skoraði Riola Xhemaili. Níunda makrið skoraði síðan Svenja Huth á 89. mínútu. Wolfsburg mætir annað hvort Bayern München eða Eintracht Frankfurt í bikarúrslitaleiknum en þau spila sinn undanúrslitaleik á morgun.
Þýski boltinn Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Sjá meira