„Við vælum ekki þegar við fáum nýjan snjó“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. mars 2024 11:42 Hlíðarfjall trekkir að og Akureyri iðar af lífi. Vísir/Tryggvi Akureyri iðar af lífi og fjöldi fólks hefur lagt leið sína í Hlíðarfjall á síðustu dögum. Aðstæður í fjallinu eru með góðu móti, enda segir rekstrarstjóri skíðasvæðisins ekki hægt að kvarta þegar nýr snjór fellur í brekkurnar. Um páska er ekki óvinsælt að nýta fríið til að skella sér á skíði. Oft verður Hlíðarfjall á Akureyri þar fyrir valinu hjá ferðalöngum. Rekstrarstjóri fjallsins segir fjölda fólks hafa þotið um hlíðar fjallsins í páskafríinu. „Það er búið að vera góð aðsókn hjá okkur, þetta hafa verið svona 2.000 til 2.500 manns núna síðustu daga, og fullt af fólki á leiðinni uppeftir núna, þannig að þetta lítur vel út,“ segir Stefán Gunnarsson, rekstrarstjóri í Hlíðarfjalli. Á þriðja þúsund manns á dag teljist nokkuð góður fjöldi í fjallinu. „Við ráðum vel við allt upp undir svona 3.000 til 3.200 manns, þannig að þetta er bara mjög gott. Það eru ekkert mjög langar raðir og fólk nær að skíða og skemmta sér.“ Hvernig eru aðstæður til skíða eða brettaiðkunar? „Aðstæður eru bara mjög góðar. Það snjóar reyndar dálítið hér núna og snjóaði í nótt og mikið af nýjum snjó í brekkunum. Það er gott færi en veðrið gæti verið skemmtilegra til útivistar. En við vælum ekki þegar við fáum nýjan snjó.“ Líf og fjör Starfsfólki hafi tekist að hafa allar brekkur opnar, þó útlit sé fyrir að Fjallkonan, nýja stólalyftan, verði lokuð í dag vegna ísingar. Allt annað verði þó opið í dag. Von sé á fjölda fólks í fjallið í dag og á morgun. „Annar í páskum er svo yfirleitt frekar rólegur hjá okkur. Þá er utanbæjarfólkið á leiðinni heim, en engu að síður verður opið hér,“ segir Stefán. Er bærinn fullur af aðkomumönnum núna? „Bærinn er bara fullur af fólki og líf og fjör alls staðar, sýnist mér.“ Akureyri Skíðaíþróttir Skíðasvæði Tengdar fréttir „Þetta er dagurinn til að skella sér á skíði“ Aðsókn í Bláfjöll var minni í gær en búast hefði mátt við í heiðríkjunni vegna nokkurs hvassviðris á svæðinu að sögn framkvæmdastjóra. Hann býst hins vegar við fjölmenni í dag og skorar á fólk að draga fram skíðin og mæta. 29. mars 2024 11:01 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Um páska er ekki óvinsælt að nýta fríið til að skella sér á skíði. Oft verður Hlíðarfjall á Akureyri þar fyrir valinu hjá ferðalöngum. Rekstrarstjóri fjallsins segir fjölda fólks hafa þotið um hlíðar fjallsins í páskafríinu. „Það er búið að vera góð aðsókn hjá okkur, þetta hafa verið svona 2.000 til 2.500 manns núna síðustu daga, og fullt af fólki á leiðinni uppeftir núna, þannig að þetta lítur vel út,“ segir Stefán Gunnarsson, rekstrarstjóri í Hlíðarfjalli. Á þriðja þúsund manns á dag teljist nokkuð góður fjöldi í fjallinu. „Við ráðum vel við allt upp undir svona 3.000 til 3.200 manns, þannig að þetta er bara mjög gott. Það eru ekkert mjög langar raðir og fólk nær að skíða og skemmta sér.“ Hvernig eru aðstæður til skíða eða brettaiðkunar? „Aðstæður eru bara mjög góðar. Það snjóar reyndar dálítið hér núna og snjóaði í nótt og mikið af nýjum snjó í brekkunum. Það er gott færi en veðrið gæti verið skemmtilegra til útivistar. En við vælum ekki þegar við fáum nýjan snjó.“ Líf og fjör Starfsfólki hafi tekist að hafa allar brekkur opnar, þó útlit sé fyrir að Fjallkonan, nýja stólalyftan, verði lokuð í dag vegna ísingar. Allt annað verði þó opið í dag. Von sé á fjölda fólks í fjallið í dag og á morgun. „Annar í páskum er svo yfirleitt frekar rólegur hjá okkur. Þá er utanbæjarfólkið á leiðinni heim, en engu að síður verður opið hér,“ segir Stefán. Er bærinn fullur af aðkomumönnum núna? „Bærinn er bara fullur af fólki og líf og fjör alls staðar, sýnist mér.“
Akureyri Skíðaíþróttir Skíðasvæði Tengdar fréttir „Þetta er dagurinn til að skella sér á skíði“ Aðsókn í Bláfjöll var minni í gær en búast hefði mátt við í heiðríkjunni vegna nokkurs hvassviðris á svæðinu að sögn framkvæmdastjóra. Hann býst hins vegar við fjölmenni í dag og skorar á fólk að draga fram skíðin og mæta. 29. mars 2024 11:01 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
„Þetta er dagurinn til að skella sér á skíði“ Aðsókn í Bláfjöll var minni í gær en búast hefði mátt við í heiðríkjunni vegna nokkurs hvassviðris á svæðinu að sögn framkvæmdastjóra. Hann býst hins vegar við fjölmenni í dag og skorar á fólk að draga fram skíðin og mæta. 29. mars 2024 11:01
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent