„Reynum allt til að missa þetta ekki í sömu stærð“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. mars 2024 14:27 Gróðureldar hafa komið upp við gosstöðvarnar. Vísir/Vilhelm Slökkvilið Grindavíkur gerir nú hvað það getur til að koma í veg fyrir að gróðureldar við gosstöðvarnar á Reykjanesskaga breiði úr sér og verði jafn stórir og þeir urðu í gosinu í júlí á síðasta ári. Hjálpin kemur víða að. „Við erum svona að kljást við þetta og erum að sækja okkur liðsauka bæði frá brunavörnum Árnessýslu og brunavörnum Suðurnesja,“ segir Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri slökkviliðs Grindavíkur. Auk mannaflans fær liðið lánaðan tankbíl frá Landsbjörgu, sem kemur frá Vík í Mýrdal síðar í dag. Slíkir bílar koma að góðum notum þegar flytja á mikið af vatni sem nota þarf til að sinna slökkvistarfi þar sem aðgengi að vatni er ekki gott. Einar Sveinn Jónsson er slökkviliðsstjóri í Grindavík.Vísir/Arnar Ekki af sömu stærðargráðu og í fyrra Á síðasta ári þurfti slökkviliðið að kljást við mikla og stóra gróðurelda eftir að eldgos varð við Litla-Hrút í júlí. Einar segir aðgerir slökkviliðsins nú miða að því að missa eldana ekki upp í sömu stærðargráðu og þá. „Þetta er miklu minna í augnablikinu. Við erum að bregðast fyrr við og reynum allt til að missa þetta ekki í sömu stærð.“ Starfið felist í því að bleyta í gróðrinum og rjúfa samfelldan gróðurvöxt, þannig að erfiðara sé fyrir eldinn að dreifa úr sér. Engin rigningarspá Einar segir aðgengið ekki með besta móti, en þó viðri ágætlega til slökkvistarfs. „Það er mjög gott veður. Sól úti og hægur andvari.“ Í veðurkortunum sé spáð því sem almennt myndi kallast gott veður, þó að slökkviliðið kunni að vera því ósammála. „Auðvitað mætti vera rigningarspá þegar maður er að kljást við gróðurelda. Þetta er gott veður en það mætti vera meiri raki í loftinu,“ segir Einar. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Slökkvilið Grindavík Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
„Við erum svona að kljást við þetta og erum að sækja okkur liðsauka bæði frá brunavörnum Árnessýslu og brunavörnum Suðurnesja,“ segir Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri slökkviliðs Grindavíkur. Auk mannaflans fær liðið lánaðan tankbíl frá Landsbjörgu, sem kemur frá Vík í Mýrdal síðar í dag. Slíkir bílar koma að góðum notum þegar flytja á mikið af vatni sem nota þarf til að sinna slökkvistarfi þar sem aðgengi að vatni er ekki gott. Einar Sveinn Jónsson er slökkviliðsstjóri í Grindavík.Vísir/Arnar Ekki af sömu stærðargráðu og í fyrra Á síðasta ári þurfti slökkviliðið að kljást við mikla og stóra gróðurelda eftir að eldgos varð við Litla-Hrút í júlí. Einar segir aðgerir slökkviliðsins nú miða að því að missa eldana ekki upp í sömu stærðargráðu og þá. „Þetta er miklu minna í augnablikinu. Við erum að bregðast fyrr við og reynum allt til að missa þetta ekki í sömu stærð.“ Starfið felist í því að bleyta í gróðrinum og rjúfa samfelldan gróðurvöxt, þannig að erfiðara sé fyrir eldinn að dreifa úr sér. Engin rigningarspá Einar segir aðgengið ekki með besta móti, en þó viðri ágætlega til slökkvistarfs. „Það er mjög gott veður. Sól úti og hægur andvari.“ Í veðurkortunum sé spáð því sem almennt myndi kallast gott veður, þó að slökkviliðið kunni að vera því ósammála. „Auðvitað mætti vera rigningarspá þegar maður er að kljást við gróðurelda. Þetta er gott veður en það mætti vera meiri raki í loftinu,“ segir Einar.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Slökkvilið Grindavík Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira