Rafmyntakóngurinn í 25 ára fangelsi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. mars 2024 16:44 Sam Bankman-Fried er að fara í fangelsi. AP/Mary Altaffer Sam Bankman-Fried, oft þekktur sem „rafmyntakóngurinn“, hefur verið dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir að hafa af viðskiptavinum sínum milljónir dala. Bankman-Fried er stofnandi fallna rafmyntafyrirtækisins FTX, en hann var ákærður fyrir stórfelld fjársvik í tengslum við FTX, sem var um tíma þriðja stærsta rafmyntakauphöll heims. FTX fór á hausinn 2022. Bankman- Fried var meðal annars gefið að sök að hafa veitt milljörðum dollara af fjármunum viðskiptavina til annars fyrirtækis í hans eigu sem stóð í áhættufjárfestingum. Hinn 32 ára Bankman-Fried var fundinn sekur um fjársvik og peningaþvætti í nóvember á síðasta ári, en í dag varð ljóst að hann myndi verja næstu 25 árum bak við lás og slá. Verjendur hans höfðu lagt til fimm til sex og hálfs árs fangelsi, á meðan saksóknarar í málinu fóru fram á 50 ára fangelsisdóm. Fyrir dómi í dag viðurkenndi Bankman-Fried að hafa tekið „röð slæmra ákvarðana“ sem ásæki hann á hverjum degi. Hann baðst þó ekki beinnar afsökunar á brotum sínum. Þá höfðu verjendur hans haldið því fram að varna hefði mátt falli FTX ef meiri tími hefði verið til stefnu. Þessu hafnaði dómarinn í málinu og sagði Bankman-Fried ekki hafa sagt eitt iðrunarorð um glæpi sína. Gjaldþrot FTX Rafmyntir Erlend sakamál Bandaríkin Tengdar fréttir Rafmyntakóngurinn fundinn sekur um fjársvik og peningaþvott Sam Bankman-Fried, stofnandi rafmyntafyrirtækisins FTX, hefur verið fundinn sekur um fjársvik og peningaþvott. Það tók kviðdóminn aðeins fimm klukkustundir að komast að niðurstöðu. 3. nóvember 2023 07:57 Segja Bankman-Fried lifa á vatni og brauði í tugthúsinu Verjandi Sam Bankman-Fried, stofnanda fallna rafmyntafyrirtækisins FTX, sagði að hann lifði aðeins á vatni og brauði í fangelsi vegna þess að honum væri ekki boðið upp á veganfæði þar. Bankman-Fried neitaði sök þegar saksóknarar lögðu fram uppfærða ákæru á hendur honum í dag. 22. ágúst 2023 15:32 Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Maður talinn af eftir jarðfall Erlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Fleiri fréttir Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Sjá meira
Bankman-Fried er stofnandi fallna rafmyntafyrirtækisins FTX, en hann var ákærður fyrir stórfelld fjársvik í tengslum við FTX, sem var um tíma þriðja stærsta rafmyntakauphöll heims. FTX fór á hausinn 2022. Bankman- Fried var meðal annars gefið að sök að hafa veitt milljörðum dollara af fjármunum viðskiptavina til annars fyrirtækis í hans eigu sem stóð í áhættufjárfestingum. Hinn 32 ára Bankman-Fried var fundinn sekur um fjársvik og peningaþvætti í nóvember á síðasta ári, en í dag varð ljóst að hann myndi verja næstu 25 árum bak við lás og slá. Verjendur hans höfðu lagt til fimm til sex og hálfs árs fangelsi, á meðan saksóknarar í málinu fóru fram á 50 ára fangelsisdóm. Fyrir dómi í dag viðurkenndi Bankman-Fried að hafa tekið „röð slæmra ákvarðana“ sem ásæki hann á hverjum degi. Hann baðst þó ekki beinnar afsökunar á brotum sínum. Þá höfðu verjendur hans haldið því fram að varna hefði mátt falli FTX ef meiri tími hefði verið til stefnu. Þessu hafnaði dómarinn í málinu og sagði Bankman-Fried ekki hafa sagt eitt iðrunarorð um glæpi sína.
Gjaldþrot FTX Rafmyntir Erlend sakamál Bandaríkin Tengdar fréttir Rafmyntakóngurinn fundinn sekur um fjársvik og peningaþvott Sam Bankman-Fried, stofnandi rafmyntafyrirtækisins FTX, hefur verið fundinn sekur um fjársvik og peningaþvott. Það tók kviðdóminn aðeins fimm klukkustundir að komast að niðurstöðu. 3. nóvember 2023 07:57 Segja Bankman-Fried lifa á vatni og brauði í tugthúsinu Verjandi Sam Bankman-Fried, stofnanda fallna rafmyntafyrirtækisins FTX, sagði að hann lifði aðeins á vatni og brauði í fangelsi vegna þess að honum væri ekki boðið upp á veganfæði þar. Bankman-Fried neitaði sök þegar saksóknarar lögðu fram uppfærða ákæru á hendur honum í dag. 22. ágúst 2023 15:32 Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Maður talinn af eftir jarðfall Erlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Fleiri fréttir Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Sjá meira
Rafmyntakóngurinn fundinn sekur um fjársvik og peningaþvott Sam Bankman-Fried, stofnandi rafmyntafyrirtækisins FTX, hefur verið fundinn sekur um fjársvik og peningaþvott. Það tók kviðdóminn aðeins fimm klukkustundir að komast að niðurstöðu. 3. nóvember 2023 07:57
Segja Bankman-Fried lifa á vatni og brauði í tugthúsinu Verjandi Sam Bankman-Fried, stofnanda fallna rafmyntafyrirtækisins FTX, sagði að hann lifði aðeins á vatni og brauði í fangelsi vegna þess að honum væri ekki boðið upp á veganfæði þar. Bankman-Fried neitaði sök þegar saksóknarar lögðu fram uppfærða ákæru á hendur honum í dag. 22. ágúst 2023 15:32