Nýrunnið hraun notað til að hækka varnargarðana Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 26. mars 2024 19:20 Gröfumaður notast hér við nýlegt hraun til að styrkja varnargarðinn. Vísir/Sigurjón Verktakar vinna nú allan sólarhringinn að varnargörðum umhverfis Grindavík áður en haldið er í kærkomið páskafrí. Nýrunnið hraun er notað til að hækka garðana. Hraunrásin í eldgosinu á Reykjanesskaga skreið kröftuglega fram í síðustu viku og þrýsti á varnargarðana fyrir framan Grindavík. Verktakarnir brugðust hratt við og þegar var hafist handa við að hækka þá. Fréttamaður tók út aðstæður ofan á varnargarðinum og eins og sjá má í klippunni hér að neðan rann hraun alveg upp að honum. Það stöðvaðist þó áður en það fór yfir hann. Einnig má sjá verktaka á gröfu taka nýtt hraun og nota til að styrkja við varnargarðana. Byggingartæknifræðingur segir að það mikið hafi dregið úr krafti gossins og hægst á hraunrennslinu að ekki sé óttast að hraun renni yfir garðinn í yfirstandandi gosi. Hinsvegar er búist við öðrum atburði á eftir þessum og þá vilja menn vera við öllu búnir. Verktakar eru orðnir nokkuð vanir því að vinna við heitt hraun enda hafa vegir verið lagðir bæði yfir Grindavíkurveg og á Svartsengi þar sem hraun for yfir hitalögn í febrúar. Aðstæður eru varasamar en farið er að öllu með gát. „Við höfum náttúrulega farið varlega og skoðað vel það sem við erum að gera. Förum aðeins út á og erum að brjóta og leggja undir okkur. Auðvitað er hraunið heitt en ekki það heitt að það skaði, hvorki vélar né menn. En menn þurfa að fara varlega samt sem áður,“ segir Arnar Smári Þorvarðarson, byggingartæknifræðingur hjá Verkís. Arnar Smári Þorvarðarson er byggingartæknifræðingur hjá Verkís.Vísir/Sigurjón Kærkomið frí Garðarnir hafa fyrir löngu sannað gildi sitt en ef þeir væru ekki til staðar hefði hraunið að öllum líkindum runnið í suður, yfir byggð í Grindavík. „Hraunið hefði runnið alveg niður í miðjan bæ. Ég held að það sé alveg ljóst. Hversu langt veit ég ekki en alveg langleiðina í miðjan bæ.“ Verktakar vinna nú dag og nótt áður en kærkomið páskafrí tekur við á fimmtudag. Eftir páska áætlar Arnar Smári að það muni taka um tvær til þrjár vikur að klára garðana umhverfis Grindavík „Jújú það sígur í mannskapinn, það er verið að vinna hérna ellefu tíma vaktir, allan sólarhringinn, og það að fara í frí er alveg kærkomið, öllum starfsmönnum,“ segir Arnar. Gröfumaður notast hér við nýlegt hraun til að styrkja varnargarðinn.Vísir/Sigurjón Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Fleiri fréttir Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Sjá meira
Hraunrásin í eldgosinu á Reykjanesskaga skreið kröftuglega fram í síðustu viku og þrýsti á varnargarðana fyrir framan Grindavík. Verktakarnir brugðust hratt við og þegar var hafist handa við að hækka þá. Fréttamaður tók út aðstæður ofan á varnargarðinum og eins og sjá má í klippunni hér að neðan rann hraun alveg upp að honum. Það stöðvaðist þó áður en það fór yfir hann. Einnig má sjá verktaka á gröfu taka nýtt hraun og nota til að styrkja við varnargarðana. Byggingartæknifræðingur segir að það mikið hafi dregið úr krafti gossins og hægst á hraunrennslinu að ekki sé óttast að hraun renni yfir garðinn í yfirstandandi gosi. Hinsvegar er búist við öðrum atburði á eftir þessum og þá vilja menn vera við öllu búnir. Verktakar eru orðnir nokkuð vanir því að vinna við heitt hraun enda hafa vegir verið lagðir bæði yfir Grindavíkurveg og á Svartsengi þar sem hraun for yfir hitalögn í febrúar. Aðstæður eru varasamar en farið er að öllu með gát. „Við höfum náttúrulega farið varlega og skoðað vel það sem við erum að gera. Förum aðeins út á og erum að brjóta og leggja undir okkur. Auðvitað er hraunið heitt en ekki það heitt að það skaði, hvorki vélar né menn. En menn þurfa að fara varlega samt sem áður,“ segir Arnar Smári Þorvarðarson, byggingartæknifræðingur hjá Verkís. Arnar Smári Þorvarðarson er byggingartæknifræðingur hjá Verkís.Vísir/Sigurjón Kærkomið frí Garðarnir hafa fyrir löngu sannað gildi sitt en ef þeir væru ekki til staðar hefði hraunið að öllum líkindum runnið í suður, yfir byggð í Grindavík. „Hraunið hefði runnið alveg niður í miðjan bæ. Ég held að það sé alveg ljóst. Hversu langt veit ég ekki en alveg langleiðina í miðjan bæ.“ Verktakar vinna nú dag og nótt áður en kærkomið páskafrí tekur við á fimmtudag. Eftir páska áætlar Arnar Smári að það muni taka um tvær til þrjár vikur að klára garðana umhverfis Grindavík „Jújú það sígur í mannskapinn, það er verið að vinna hérna ellefu tíma vaktir, allan sólarhringinn, og það að fara í frí er alveg kærkomið, öllum starfsmönnum,“ segir Arnar. Gröfumaður notast hér við nýlegt hraun til að styrkja varnargarðinn.Vísir/Sigurjón
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Fleiri fréttir Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Sjá meira