Nýrunnið hraun notað til að hækka varnargarðana Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 26. mars 2024 19:20 Gröfumaður notast hér við nýlegt hraun til að styrkja varnargarðinn. Vísir/Sigurjón Verktakar vinna nú allan sólarhringinn að varnargörðum umhverfis Grindavík áður en haldið er í kærkomið páskafrí. Nýrunnið hraun er notað til að hækka garðana. Hraunrásin í eldgosinu á Reykjanesskaga skreið kröftuglega fram í síðustu viku og þrýsti á varnargarðana fyrir framan Grindavík. Verktakarnir brugðust hratt við og þegar var hafist handa við að hækka þá. Fréttamaður tók út aðstæður ofan á varnargarðinum og eins og sjá má í klippunni hér að neðan rann hraun alveg upp að honum. Það stöðvaðist þó áður en það fór yfir hann. Einnig má sjá verktaka á gröfu taka nýtt hraun og nota til að styrkja við varnargarðana. Byggingartæknifræðingur segir að það mikið hafi dregið úr krafti gossins og hægst á hraunrennslinu að ekki sé óttast að hraun renni yfir garðinn í yfirstandandi gosi. Hinsvegar er búist við öðrum atburði á eftir þessum og þá vilja menn vera við öllu búnir. Verktakar eru orðnir nokkuð vanir því að vinna við heitt hraun enda hafa vegir verið lagðir bæði yfir Grindavíkurveg og á Svartsengi þar sem hraun for yfir hitalögn í febrúar. Aðstæður eru varasamar en farið er að öllu með gát. „Við höfum náttúrulega farið varlega og skoðað vel það sem við erum að gera. Förum aðeins út á og erum að brjóta og leggja undir okkur. Auðvitað er hraunið heitt en ekki það heitt að það skaði, hvorki vélar né menn. En menn þurfa að fara varlega samt sem áður,“ segir Arnar Smári Þorvarðarson, byggingartæknifræðingur hjá Verkís. Arnar Smári Þorvarðarson er byggingartæknifræðingur hjá Verkís.Vísir/Sigurjón Kærkomið frí Garðarnir hafa fyrir löngu sannað gildi sitt en ef þeir væru ekki til staðar hefði hraunið að öllum líkindum runnið í suður, yfir byggð í Grindavík. „Hraunið hefði runnið alveg niður í miðjan bæ. Ég held að það sé alveg ljóst. Hversu langt veit ég ekki en alveg langleiðina í miðjan bæ.“ Verktakar vinna nú dag og nótt áður en kærkomið páskafrí tekur við á fimmtudag. Eftir páska áætlar Arnar Smári að það muni taka um tvær til þrjár vikur að klára garðana umhverfis Grindavík „Jújú það sígur í mannskapinn, það er verið að vinna hérna ellefu tíma vaktir, allan sólarhringinn, og það að fara í frí er alveg kærkomið, öllum starfsmönnum,“ segir Arnar. Gröfumaður notast hér við nýlegt hraun til að styrkja varnargarðinn.Vísir/Sigurjón Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Grunaður um að kvelja og pína konu dögum saman Innlent Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Erlent Hundarnir áttu ekki að vera saman Innlent Heimiliskötturinn drepinn við kjallaratröppurnar Innlent „Þetta er búið að valda fólkinu í hverfinu mikilli sorg“ Innlent Óttaðist um líf sitt Innlent „Jákvæðari“ öskur en óttast var í fyrstu Innlent Jay-Z kærður fyrir að nauðga þrettán ára stúlku Erlent Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni Innlent Ákærður fyrir að bana dóttur sinni Innlent Fleiri fréttir Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Áhrif hallareksturs ríkissjóðs á stjórnarmyndun og jólaskrautsgerð fanga Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Afkomuhorfur ríkissjóðs lakari en áður Grétar Snær höfuðkúpubrotnaði í Taílandi Sjálfstæðismenn í sérflokki hvað útstrikanir varðar Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni „Sannleikurinn oft fyrsta fórnarlambið“ Evrópuþingmenn hvetja yfirvöld til að láta af hvalveiðum „Mikilvægt fyrir dalinn að það sé komin ákvörðun“ Kannabissérfræðingurinn kom að ræktun á öðrum sveitabæ Lýsa eftir vitnum að meintri líkamsárás á Ísafirði Hundarnir áttu ekki að vera saman Þrír hópar vinna að málefnum fyrir nýja ríkisstjórn Stjórnarmyndun og árásargjarnir hundar í Laugardal BSRB og BHM taka undir gagnrýni á stéttarfélagið Virðingu Um 61 þúsund hillumetrar af pappírsskjölum í vörslu ríkisins Sex verslanir fá sautján milljónir í ríkisstyrk Gera kröfu um að varaaflsstöðin verði áfram í Vík Landskjörstjórn kemur saman til fundar „Jákvæðari“ öskur en óttast var í fyrstu Óttaðist um líf sitt Sjá meira
Hraunrásin í eldgosinu á Reykjanesskaga skreið kröftuglega fram í síðustu viku og þrýsti á varnargarðana fyrir framan Grindavík. Verktakarnir brugðust hratt við og þegar var hafist handa við að hækka þá. Fréttamaður tók út aðstæður ofan á varnargarðinum og eins og sjá má í klippunni hér að neðan rann hraun alveg upp að honum. Það stöðvaðist þó áður en það fór yfir hann. Einnig má sjá verktaka á gröfu taka nýtt hraun og nota til að styrkja við varnargarðana. Byggingartæknifræðingur segir að það mikið hafi dregið úr krafti gossins og hægst á hraunrennslinu að ekki sé óttast að hraun renni yfir garðinn í yfirstandandi gosi. Hinsvegar er búist við öðrum atburði á eftir þessum og þá vilja menn vera við öllu búnir. Verktakar eru orðnir nokkuð vanir því að vinna við heitt hraun enda hafa vegir verið lagðir bæði yfir Grindavíkurveg og á Svartsengi þar sem hraun for yfir hitalögn í febrúar. Aðstæður eru varasamar en farið er að öllu með gát. „Við höfum náttúrulega farið varlega og skoðað vel það sem við erum að gera. Förum aðeins út á og erum að brjóta og leggja undir okkur. Auðvitað er hraunið heitt en ekki það heitt að það skaði, hvorki vélar né menn. En menn þurfa að fara varlega samt sem áður,“ segir Arnar Smári Þorvarðarson, byggingartæknifræðingur hjá Verkís. Arnar Smári Þorvarðarson er byggingartæknifræðingur hjá Verkís.Vísir/Sigurjón Kærkomið frí Garðarnir hafa fyrir löngu sannað gildi sitt en ef þeir væru ekki til staðar hefði hraunið að öllum líkindum runnið í suður, yfir byggð í Grindavík. „Hraunið hefði runnið alveg niður í miðjan bæ. Ég held að það sé alveg ljóst. Hversu langt veit ég ekki en alveg langleiðina í miðjan bæ.“ Verktakar vinna nú dag og nótt áður en kærkomið páskafrí tekur við á fimmtudag. Eftir páska áætlar Arnar Smári að það muni taka um tvær til þrjár vikur að klára garðana umhverfis Grindavík „Jújú það sígur í mannskapinn, það er verið að vinna hérna ellefu tíma vaktir, allan sólarhringinn, og það að fara í frí er alveg kærkomið, öllum starfsmönnum,“ segir Arnar. Gröfumaður notast hér við nýlegt hraun til að styrkja varnargarðinn.Vísir/Sigurjón
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Grunaður um að kvelja og pína konu dögum saman Innlent Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Erlent Hundarnir áttu ekki að vera saman Innlent Heimiliskötturinn drepinn við kjallaratröppurnar Innlent „Þetta er búið að valda fólkinu í hverfinu mikilli sorg“ Innlent Óttaðist um líf sitt Innlent „Jákvæðari“ öskur en óttast var í fyrstu Innlent Jay-Z kærður fyrir að nauðga þrettán ára stúlku Erlent Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni Innlent Ákærður fyrir að bana dóttur sinni Innlent Fleiri fréttir Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Áhrif hallareksturs ríkissjóðs á stjórnarmyndun og jólaskrautsgerð fanga Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Afkomuhorfur ríkissjóðs lakari en áður Grétar Snær höfuðkúpubrotnaði í Taílandi Sjálfstæðismenn í sérflokki hvað útstrikanir varðar Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni „Sannleikurinn oft fyrsta fórnarlambið“ Evrópuþingmenn hvetja yfirvöld til að láta af hvalveiðum „Mikilvægt fyrir dalinn að það sé komin ákvörðun“ Kannabissérfræðingurinn kom að ræktun á öðrum sveitabæ Lýsa eftir vitnum að meintri líkamsárás á Ísafirði Hundarnir áttu ekki að vera saman Þrír hópar vinna að málefnum fyrir nýja ríkisstjórn Stjórnarmyndun og árásargjarnir hundar í Laugardal BSRB og BHM taka undir gagnrýni á stéttarfélagið Virðingu Um 61 þúsund hillumetrar af pappírsskjölum í vörslu ríkisins Sex verslanir fá sautján milljónir í ríkisstyrk Gera kröfu um að varaaflsstöðin verði áfram í Vík Landskjörstjórn kemur saman til fundar „Jákvæðari“ öskur en óttast var í fyrstu Óttaðist um líf sitt Sjá meira