Nýrunnið hraun notað til að hækka varnargarðana Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 26. mars 2024 19:20 Gröfumaður notast hér við nýlegt hraun til að styrkja varnargarðinn. Vísir/Sigurjón Verktakar vinna nú allan sólarhringinn að varnargörðum umhverfis Grindavík áður en haldið er í kærkomið páskafrí. Nýrunnið hraun er notað til að hækka garðana. Hraunrásin í eldgosinu á Reykjanesskaga skreið kröftuglega fram í síðustu viku og þrýsti á varnargarðana fyrir framan Grindavík. Verktakarnir brugðust hratt við og þegar var hafist handa við að hækka þá. Fréttamaður tók út aðstæður ofan á varnargarðinum og eins og sjá má í klippunni hér að neðan rann hraun alveg upp að honum. Það stöðvaðist þó áður en það fór yfir hann. Einnig má sjá verktaka á gröfu taka nýtt hraun og nota til að styrkja við varnargarðana. Byggingartæknifræðingur segir að það mikið hafi dregið úr krafti gossins og hægst á hraunrennslinu að ekki sé óttast að hraun renni yfir garðinn í yfirstandandi gosi. Hinsvegar er búist við öðrum atburði á eftir þessum og þá vilja menn vera við öllu búnir. Verktakar eru orðnir nokkuð vanir því að vinna við heitt hraun enda hafa vegir verið lagðir bæði yfir Grindavíkurveg og á Svartsengi þar sem hraun for yfir hitalögn í febrúar. Aðstæður eru varasamar en farið er að öllu með gát. „Við höfum náttúrulega farið varlega og skoðað vel það sem við erum að gera. Förum aðeins út á og erum að brjóta og leggja undir okkur. Auðvitað er hraunið heitt en ekki það heitt að það skaði, hvorki vélar né menn. En menn þurfa að fara varlega samt sem áður,“ segir Arnar Smári Þorvarðarson, byggingartæknifræðingur hjá Verkís. Arnar Smári Þorvarðarson er byggingartæknifræðingur hjá Verkís.Vísir/Sigurjón Kærkomið frí Garðarnir hafa fyrir löngu sannað gildi sitt en ef þeir væru ekki til staðar hefði hraunið að öllum líkindum runnið í suður, yfir byggð í Grindavík. „Hraunið hefði runnið alveg niður í miðjan bæ. Ég held að það sé alveg ljóst. Hversu langt veit ég ekki en alveg langleiðina í miðjan bæ.“ Verktakar vinna nú dag og nótt áður en kærkomið páskafrí tekur við á fimmtudag. Eftir páska áætlar Arnar Smári að það muni taka um tvær til þrjár vikur að klára garðana umhverfis Grindavík „Jújú það sígur í mannskapinn, það er verið að vinna hérna ellefu tíma vaktir, allan sólarhringinn, og það að fara í frí er alveg kærkomið, öllum starfsmönnum,“ segir Arnar. Gröfumaður notast hér við nýlegt hraun til að styrkja varnargarðinn.Vísir/Sigurjón Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Hraunrásin í eldgosinu á Reykjanesskaga skreið kröftuglega fram í síðustu viku og þrýsti á varnargarðana fyrir framan Grindavík. Verktakarnir brugðust hratt við og þegar var hafist handa við að hækka þá. Fréttamaður tók út aðstæður ofan á varnargarðinum og eins og sjá má í klippunni hér að neðan rann hraun alveg upp að honum. Það stöðvaðist þó áður en það fór yfir hann. Einnig má sjá verktaka á gröfu taka nýtt hraun og nota til að styrkja við varnargarðana. Byggingartæknifræðingur segir að það mikið hafi dregið úr krafti gossins og hægst á hraunrennslinu að ekki sé óttast að hraun renni yfir garðinn í yfirstandandi gosi. Hinsvegar er búist við öðrum atburði á eftir þessum og þá vilja menn vera við öllu búnir. Verktakar eru orðnir nokkuð vanir því að vinna við heitt hraun enda hafa vegir verið lagðir bæði yfir Grindavíkurveg og á Svartsengi þar sem hraun for yfir hitalögn í febrúar. Aðstæður eru varasamar en farið er að öllu með gát. „Við höfum náttúrulega farið varlega og skoðað vel það sem við erum að gera. Förum aðeins út á og erum að brjóta og leggja undir okkur. Auðvitað er hraunið heitt en ekki það heitt að það skaði, hvorki vélar né menn. En menn þurfa að fara varlega samt sem áður,“ segir Arnar Smári Þorvarðarson, byggingartæknifræðingur hjá Verkís. Arnar Smári Þorvarðarson er byggingartæknifræðingur hjá Verkís.Vísir/Sigurjón Kærkomið frí Garðarnir hafa fyrir löngu sannað gildi sitt en ef þeir væru ekki til staðar hefði hraunið að öllum líkindum runnið í suður, yfir byggð í Grindavík. „Hraunið hefði runnið alveg niður í miðjan bæ. Ég held að það sé alveg ljóst. Hversu langt veit ég ekki en alveg langleiðina í miðjan bæ.“ Verktakar vinna nú dag og nótt áður en kærkomið páskafrí tekur við á fimmtudag. Eftir páska áætlar Arnar Smári að það muni taka um tvær til þrjár vikur að klára garðana umhverfis Grindavík „Jújú það sígur í mannskapinn, það er verið að vinna hérna ellefu tíma vaktir, allan sólarhringinn, og það að fara í frí er alveg kærkomið, öllum starfsmönnum,“ segir Arnar. Gröfumaður notast hér við nýlegt hraun til að styrkja varnargarðinn.Vísir/Sigurjón
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira