Innlent

Í­búar í Höfnum loki gluggum og slökkvi á loft­ræstingu

Atli Ísleifsson skrifar
Hæstu gildi hafa í morgun farið yfir 1000 míkrógrömm á rúmmeter, sem teljast óholl loftgæði fyrir viðkvæma.
Hæstu gildi hafa í morgun farið yfir 1000 míkrógrömm á rúmmeter, sem teljast óholl loftgæði fyrir viðkvæma. Vísir/Vilhelm

Á síðustu klukkustundum hefur mikil mengun, sem kemur frá eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni, mælst á mælum Umhverfisstofununar í Höfnum.

Á vef Veðurstofunnar kemur fram að hæstu gildi hafi farið yfir 1000 míkrógrömm á rúmmeter, sem teljist óholl loftgæði fyrir viðkvæma. 

„Vegna þessa er mælt með að íbúar á svæðinu loki gluggum og slökkvi á loftræstingu. Hægt er að fylgjast með loftgæðum inn á vef Umhverfisstofnunar www.loftgaedi.is,“ segir á vef Veðurstofunnar. 


Tengdar fréttir

Dregið úr gosinu en land rís enn

Svo virðist sem dregið hafi úr eldgosinu við Sundhnúksgíga síðasta sólarhringinn. Virkni í gígunum er minni og mögulega slökknað í minnstu gígunum. GPS-mælingar síðustu daga benda þó til þess að landris sé í gangi í Svartsengi, en mun hægara en áður. Það bendir til þess að enn safnist kvika í söfnunarsvæðið undir Svartsengi þótt eldgos sé í gangi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×