Dregið úr gosinu en land rís enn Árni Sæberg skrifar 25. mars 2024 15:42 Dregið hefur úr eldgosinu en gasmengun er enn mikil. Vísir/Vilhelm Svo virðist sem dregið hafi úr eldgosinu við Sundhnúksgíga síðasta sólarhringinn. Virkni í gígunum er minni og mögulega slökknað í minnstu gígunum. GPS-mælingar síðustu daga benda þó til þess að landris sé í gangi í Svartsengi, en mun hægara en áður. Það bendir til þess að enn safnist kvika í söfnunarsvæðið undir Svartsengi þótt eldgos sé í gangi. Þetta segir í uppfærðri færslu á vef Veðurstofu Íslands. Þar segir að gosórói hafi einnig minnkað mjög hægt og rólega undanfarna daga. Meginhraunstraumurinn renni frá gígunum fyrst í suður og beygi síðan til vesturs. Um helgina hafi hraun haldið áfram að flæða í Melhólsnámuna og hafi nú fyllt hana en haldi áfram að þykkna nær gígunum. Há gildi brennisteinsdíoxíðs Þá segir að há gildi brennisteinsdíoxíðs (SO2) hafi mælst í Höfnum og Grindavík síðustu daga og í dag. Þessi styrkur sé talinn mjög óhollur og líklegt að flestir gætu fundið fyrir einkennum í öndunarfærum. Mikilvægt sé að dvelja innandyra, loka gluggum og slökkva á loftræstingu. Þetta eigi ekki síst við þar sem vinna fer fram utandyra, eins og vinnueftirlitið bendi á, þá þurfi fyrirtæki og stofnanir á suðvesturhorni landsins að huga vel að þróun loftgæða vegna mögulegrar hættu á gasmengun. Fólki á svæðinu er bent á að fylgjast með á loftgæði og kynna sér viðbrögð við loftmengun frá eldgosinu. Veðurspáin um og eftir hádegi í dag (mánudag) sé norðaustan 3 til átta metrar á sekúndu á gosstöðvunum og gasmengunin berist því til suðvesturs, yfir Grindavík og Svartsengi, auk þess sem gas gæti safnast saman nærri gosstöðvunum því vindur verði fremur hægur. Í kvöld, nótt og framan af morgundegi sé útlit fyrir austan 8 til 13 metra á sekúndu á gosstöðvunum og mengunin berist þá til vesturs, meðal annars yfir Hafnir. Á þessu tímabili sé einnig mögulegt að vindur verði suðaustlægur um tíma og gæti mengunar þá orðið vart í Njarðvík, Keflavík og Sandgerði. Gasdreifingarspá er að finna hér. Hættumat óbreytt Loks segir að hættumat hafi verið uppfært og gildi frá klukkan 15 í dag til 2. apríl, að öllu óbreyttu. Engar breytingar séu á hættumatinu og hætta af völdum gasmengunar metin mikil á öllum svæðum nema Sundhnúksgígaröðinni (Svæði 3) þar sem hún sé metin mjög mikil. Hætta á svæði 4 (Grindavík) sé áfram metin mikil vegna jarðfalls ofan í sprungur, sprunguhreyfinga, hraunflæðis og gasmengunar. Veðurstofa Íslands Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Veður Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Þetta segir í uppfærðri færslu á vef Veðurstofu Íslands. Þar segir að gosórói hafi einnig minnkað mjög hægt og rólega undanfarna daga. Meginhraunstraumurinn renni frá gígunum fyrst í suður og beygi síðan til vesturs. Um helgina hafi hraun haldið áfram að flæða í Melhólsnámuna og hafi nú fyllt hana en haldi áfram að þykkna nær gígunum. Há gildi brennisteinsdíoxíðs Þá segir að há gildi brennisteinsdíoxíðs (SO2) hafi mælst í Höfnum og Grindavík síðustu daga og í dag. Þessi styrkur sé talinn mjög óhollur og líklegt að flestir gætu fundið fyrir einkennum í öndunarfærum. Mikilvægt sé að dvelja innandyra, loka gluggum og slökkva á loftræstingu. Þetta eigi ekki síst við þar sem vinna fer fram utandyra, eins og vinnueftirlitið bendi á, þá þurfi fyrirtæki og stofnanir á suðvesturhorni landsins að huga vel að þróun loftgæða vegna mögulegrar hættu á gasmengun. Fólki á svæðinu er bent á að fylgjast með á loftgæði og kynna sér viðbrögð við loftmengun frá eldgosinu. Veðurspáin um og eftir hádegi í dag (mánudag) sé norðaustan 3 til átta metrar á sekúndu á gosstöðvunum og gasmengunin berist því til suðvesturs, yfir Grindavík og Svartsengi, auk þess sem gas gæti safnast saman nærri gosstöðvunum því vindur verði fremur hægur. Í kvöld, nótt og framan af morgundegi sé útlit fyrir austan 8 til 13 metra á sekúndu á gosstöðvunum og mengunin berist þá til vesturs, meðal annars yfir Hafnir. Á þessu tímabili sé einnig mögulegt að vindur verði suðaustlægur um tíma og gæti mengunar þá orðið vart í Njarðvík, Keflavík og Sandgerði. Gasdreifingarspá er að finna hér. Hættumat óbreytt Loks segir að hættumat hafi verið uppfært og gildi frá klukkan 15 í dag til 2. apríl, að öllu óbreyttu. Engar breytingar séu á hættumatinu og hætta af völdum gasmengunar metin mikil á öllum svæðum nema Sundhnúksgígaröðinni (Svæði 3) þar sem hún sé metin mjög mikil. Hætta á svæði 4 (Grindavík) sé áfram metin mikil vegna jarðfalls ofan í sprungur, sprunguhreyfinga, hraunflæðis og gasmengunar. Veðurstofa Íslands
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Veður Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira