Dregið úr gosinu en land rís enn Árni Sæberg skrifar 25. mars 2024 15:42 Dregið hefur úr eldgosinu en gasmengun er enn mikil. Vísir/Vilhelm Svo virðist sem dregið hafi úr eldgosinu við Sundhnúksgíga síðasta sólarhringinn. Virkni í gígunum er minni og mögulega slökknað í minnstu gígunum. GPS-mælingar síðustu daga benda þó til þess að landris sé í gangi í Svartsengi, en mun hægara en áður. Það bendir til þess að enn safnist kvika í söfnunarsvæðið undir Svartsengi þótt eldgos sé í gangi. Þetta segir í uppfærðri færslu á vef Veðurstofu Íslands. Þar segir að gosórói hafi einnig minnkað mjög hægt og rólega undanfarna daga. Meginhraunstraumurinn renni frá gígunum fyrst í suður og beygi síðan til vesturs. Um helgina hafi hraun haldið áfram að flæða í Melhólsnámuna og hafi nú fyllt hana en haldi áfram að þykkna nær gígunum. Há gildi brennisteinsdíoxíðs Þá segir að há gildi brennisteinsdíoxíðs (SO2) hafi mælst í Höfnum og Grindavík síðustu daga og í dag. Þessi styrkur sé talinn mjög óhollur og líklegt að flestir gætu fundið fyrir einkennum í öndunarfærum. Mikilvægt sé að dvelja innandyra, loka gluggum og slökkva á loftræstingu. Þetta eigi ekki síst við þar sem vinna fer fram utandyra, eins og vinnueftirlitið bendi á, þá þurfi fyrirtæki og stofnanir á suðvesturhorni landsins að huga vel að þróun loftgæða vegna mögulegrar hættu á gasmengun. Fólki á svæðinu er bent á að fylgjast með á loftgæði og kynna sér viðbrögð við loftmengun frá eldgosinu. Veðurspáin um og eftir hádegi í dag (mánudag) sé norðaustan 3 til átta metrar á sekúndu á gosstöðvunum og gasmengunin berist því til suðvesturs, yfir Grindavík og Svartsengi, auk þess sem gas gæti safnast saman nærri gosstöðvunum því vindur verði fremur hægur. Í kvöld, nótt og framan af morgundegi sé útlit fyrir austan 8 til 13 metra á sekúndu á gosstöðvunum og mengunin berist þá til vesturs, meðal annars yfir Hafnir. Á þessu tímabili sé einnig mögulegt að vindur verði suðaustlægur um tíma og gæti mengunar þá orðið vart í Njarðvík, Keflavík og Sandgerði. Gasdreifingarspá er að finna hér. Hættumat óbreytt Loks segir að hættumat hafi verið uppfært og gildi frá klukkan 15 í dag til 2. apríl, að öllu óbreyttu. Engar breytingar séu á hættumatinu og hætta af völdum gasmengunar metin mikil á öllum svæðum nema Sundhnúksgígaröðinni (Svæði 3) þar sem hún sé metin mjög mikil. Hætta á svæði 4 (Grindavík) sé áfram metin mikil vegna jarðfalls ofan í sprungur, sprunguhreyfinga, hraunflæðis og gasmengunar. Veðurstofa Íslands Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Veður Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Selenskí segir Rússa bera ábyrgð á drónum í Danmörku Erlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Sjá meira
Þetta segir í uppfærðri færslu á vef Veðurstofu Íslands. Þar segir að gosórói hafi einnig minnkað mjög hægt og rólega undanfarna daga. Meginhraunstraumurinn renni frá gígunum fyrst í suður og beygi síðan til vesturs. Um helgina hafi hraun haldið áfram að flæða í Melhólsnámuna og hafi nú fyllt hana en haldi áfram að þykkna nær gígunum. Há gildi brennisteinsdíoxíðs Þá segir að há gildi brennisteinsdíoxíðs (SO2) hafi mælst í Höfnum og Grindavík síðustu daga og í dag. Þessi styrkur sé talinn mjög óhollur og líklegt að flestir gætu fundið fyrir einkennum í öndunarfærum. Mikilvægt sé að dvelja innandyra, loka gluggum og slökkva á loftræstingu. Þetta eigi ekki síst við þar sem vinna fer fram utandyra, eins og vinnueftirlitið bendi á, þá þurfi fyrirtæki og stofnanir á suðvesturhorni landsins að huga vel að þróun loftgæða vegna mögulegrar hættu á gasmengun. Fólki á svæðinu er bent á að fylgjast með á loftgæði og kynna sér viðbrögð við loftmengun frá eldgosinu. Veðurspáin um og eftir hádegi í dag (mánudag) sé norðaustan 3 til átta metrar á sekúndu á gosstöðvunum og gasmengunin berist því til suðvesturs, yfir Grindavík og Svartsengi, auk þess sem gas gæti safnast saman nærri gosstöðvunum því vindur verði fremur hægur. Í kvöld, nótt og framan af morgundegi sé útlit fyrir austan 8 til 13 metra á sekúndu á gosstöðvunum og mengunin berist þá til vesturs, meðal annars yfir Hafnir. Á þessu tímabili sé einnig mögulegt að vindur verði suðaustlægur um tíma og gæti mengunar þá orðið vart í Njarðvík, Keflavík og Sandgerði. Gasdreifingarspá er að finna hér. Hættumat óbreytt Loks segir að hættumat hafi verið uppfært og gildi frá klukkan 15 í dag til 2. apríl, að öllu óbreyttu. Engar breytingar séu á hættumatinu og hætta af völdum gasmengunar metin mikil á öllum svæðum nema Sundhnúksgígaröðinni (Svæði 3) þar sem hún sé metin mjög mikil. Hætta á svæði 4 (Grindavík) sé áfram metin mikil vegna jarðfalls ofan í sprungur, sprunguhreyfinga, hraunflæðis og gasmengunar. Veðurstofa Íslands
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Veður Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Selenskí segir Rússa bera ábyrgð á drónum í Danmörku Erlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Sjá meira