Reyndu að stela hraðbanka með því að aka lyftara á hann Lovísa Arnardóttir skrifar 26. mars 2024 09:21 Hraðbankinn er illa farinn eftir tilraunina Vísir/Einar Lyftara var ekið á hraðbanka á Völlunum í Hafnarfirði í nótt í tilraun til að stela honum. Um er að ræða aðra tilraunina til að stela hraðbanka með vinnuvél á stuttum tíma. Sú fyrri var gerð í Breiðholti aðfaranótt laugardagsins. Helgi Gunnarsson lögreglufulltrúi hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í Hafnarfirði staðfestir tilraunina og segir málið til rannsóknar hjá þeim. Hraðbankinn er í eigu Euronet. Fyrst var fjallað um málið á vef RÚV. „Þeir hafa stolið þarna skotbómulyftara og þeir hafa reynt að taka hraðbanka á Völlunum,“ segir Helgi. Hann segir að lögreglan hafi engan sérstakan grunaðan og að þau muni fara yfir myndefni í rannsókn sinni. Hann segir aðra tilraun hafa verið gerða í fyrra til að ræna hraðbanka í Hafnarfirði. „Þeir reyndu að binda hann upp aftan í pallbíl en pallbíllinn endaði upp á grjóti. Það var svona frekar klaufalegt hjá þeim,“ segir Helgi. Önnur tilraun um helgina Í frétt RÚV kemur fram að önnur tilraun hafi verið gerð í Breiðholti um helgina. Þar tókst þjófunum að spenna ysta lagið af hraðbankanum en komust ekki lengra en það. „Þetta mislukkaðist hérna hjá þeim en er vel þekkt erlendis. Þá koma þeir með gröfur og moka þessu upp á vörubílspall og aka burt.“ Helgi segir bankana gera ýmislegt til að koma í veg fyrir að hægt sé að nota peninga úr hraðbönkum sem er stolið. Í Hollandi sprautist lím yfir peningana og í Grikklandi sprautist litur yfir þá. Lögreglumál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Reynt að brjótast inn í hraðbanka Arion við Vallakór Reynt var að brjótast inn í hraðbanka Arion banka við Vallakór í Kópavogi í nótt. 8. júlí 2022 12:42 Skemmdi hraðbanka sem gleypti kortið hans Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að hafa afskipti af manni í morgun, sem skemmdi hraðbanka í miðborginni. 18. júní 2020 17:22 Hrina hraðbankaþjófnaða á Norður-Írlandi Átta hraðbönkum hefur verið stolið það sem af er ári í Londonderry-héraði Norður-Írlands. Í þetta sinn var hraðbanka við bensínstöð í bænum Dungiven. 7. apríl 2019 16:32 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Helgi Gunnarsson lögreglufulltrúi hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í Hafnarfirði staðfestir tilraunina og segir málið til rannsóknar hjá þeim. Hraðbankinn er í eigu Euronet. Fyrst var fjallað um málið á vef RÚV. „Þeir hafa stolið þarna skotbómulyftara og þeir hafa reynt að taka hraðbanka á Völlunum,“ segir Helgi. Hann segir að lögreglan hafi engan sérstakan grunaðan og að þau muni fara yfir myndefni í rannsókn sinni. Hann segir aðra tilraun hafa verið gerða í fyrra til að ræna hraðbanka í Hafnarfirði. „Þeir reyndu að binda hann upp aftan í pallbíl en pallbíllinn endaði upp á grjóti. Það var svona frekar klaufalegt hjá þeim,“ segir Helgi. Önnur tilraun um helgina Í frétt RÚV kemur fram að önnur tilraun hafi verið gerð í Breiðholti um helgina. Þar tókst þjófunum að spenna ysta lagið af hraðbankanum en komust ekki lengra en það. „Þetta mislukkaðist hérna hjá þeim en er vel þekkt erlendis. Þá koma þeir með gröfur og moka þessu upp á vörubílspall og aka burt.“ Helgi segir bankana gera ýmislegt til að koma í veg fyrir að hægt sé að nota peninga úr hraðbönkum sem er stolið. Í Hollandi sprautist lím yfir peningana og í Grikklandi sprautist litur yfir þá.
Lögreglumál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Reynt að brjótast inn í hraðbanka Arion við Vallakór Reynt var að brjótast inn í hraðbanka Arion banka við Vallakór í Kópavogi í nótt. 8. júlí 2022 12:42 Skemmdi hraðbanka sem gleypti kortið hans Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að hafa afskipti af manni í morgun, sem skemmdi hraðbanka í miðborginni. 18. júní 2020 17:22 Hrina hraðbankaþjófnaða á Norður-Írlandi Átta hraðbönkum hefur verið stolið það sem af er ári í Londonderry-héraði Norður-Írlands. Í þetta sinn var hraðbanka við bensínstöð í bænum Dungiven. 7. apríl 2019 16:32 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Reynt að brjótast inn í hraðbanka Arion við Vallakór Reynt var að brjótast inn í hraðbanka Arion banka við Vallakór í Kópavogi í nótt. 8. júlí 2022 12:42
Skemmdi hraðbanka sem gleypti kortið hans Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að hafa afskipti af manni í morgun, sem skemmdi hraðbanka í miðborginni. 18. júní 2020 17:22
Hrina hraðbankaþjófnaða á Norður-Írlandi Átta hraðbönkum hefur verið stolið það sem af er ári í Londonderry-héraði Norður-Írlands. Í þetta sinn var hraðbanka við bensínstöð í bænum Dungiven. 7. apríl 2019 16:32