Erlent

Hrina hraðbankaþjófnaða á Norður-Írlandi

Andri Eysteinsson skrifar
Hér er hraðbanki í Dublin, hann er öruggur. Enn sem komið er.
Hér er hraðbanki í Dublin, hann er öruggur. Enn sem komið er. Getty/NurPhoto
Átta hraðbönkum hefur verið stolið það sem af er ári í Londonderry-héraði Norður-Írlands. Í þetta sinn var hraðbanka við bensínstöð í bænum Dungiven. Sky greinir frá.

Sömu eða svipuðum aðferðum hefur verið beitt í öllum atvikunum. Í þetta sinn höfðu þjófarnir rænt gröfu frá iðnaðarsvæði í nágrenninu og notuðu hana til þess að rífa hraðbankann af veggnum, með tilheyrandi skemmdum.

Í öryggismyndavélum bensínstöðvarinnar sjást þrír menn klæddir lambhúshettum sniglast fyrir utan bensínstöðina skömmu áður en glæpurinn var framinn, klukkan 04:15. Fjórar mínútur tók að losa hraðbankann og koma honum í burtu.

Yfirvöld telja að nokkur glæpagengi standi að baki glæpunum en grunar að peningarnir sem hafast upp úr krafsinu styrki vopnaða skæruliða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×