Innlent

Reyndi að stela hraðbanka

Kjartan Kjartansson skrifar
Tilkynnt var um mann sem væri að reyna að stela hraðbanka í heilu lagi í Hafnfarfirði í gær. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki.
Tilkynnt var um mann sem væri að reyna að stela hraðbanka í heilu lagi í Hafnfarfirði í gær. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki. Vísir/Vilhelm

Maður sem virðist hafa reynt að stela hraðbanka í Hafnarfirði var á bak og burt þegar lögreglu bar að garði. Búið var að binda reipi við afturenda bifreiðar og í hraðbankann.

Ekki kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hvenær tilkynnt var um mann að reyna að stela hraðbankanum en dagbókin nær yfir útköll í gærkvöldi og í nótt. 

Bifreiðin sem hafði verið bundin við hraðbankann var mannlaus þegar lögreglumenn komu á vettvang. Málið er sagt í rannsókn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×