Innlent

Skemmdi hraðbanka sem gleypti kortið hans

Samúel Karl Ólason skrifar
Einnig voru höfð afskipti af ökumanni í Hafnarfirði í morgun en sá er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna.
Einnig voru höfð afskipti af ökumanni í Hafnarfirði í morgun en sá er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að hafa afskipti af manni í morgun, sem skemmdi hraðbanka í miðborginni. Sá sagðist hafa misst stjórn á sér þegar hraðbankinn gleypti kortið hans. Þá var nokkuð um tilkynningar um ölvað fólk sem var til vandræða en samkvæmt dagbók lögreglu voru flestir farnir þegar lögregluþjónar komu á vettvang.

Einnig voru höfð afskipti af ökumanni í Hafnarfirði í morgun en sá er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Þar að auki var hann á ótryggðum bíl.

Tvisvar sinnum í dag var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna þjófnaðar í matvöruverslunum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×