Innlent

Reynt að brjótast inn í hrað­banka Arion við Valla­kór

Atli Ísleifsson skrifar
Hraðbankinn í verslunarmiðstöðunni er illa farinn eftir aðfarirnar í nótt.
Hraðbankinn í verslunarmiðstöðunni er illa farinn eftir aðfarirnar í nótt. Aðsendar

Reynt var að brjótast inn í hraðbanka Arion banka við Vallakór í Kópavogi í nótt.

Heimir Ríkharðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu að ekki hafi þó tekist að ná peningum úr hraðbankanum.

Hann segir að tilkynning um málið hafi komið inn á borð lögreglu snemma í morgun og sé málið í rannsókn þar sem farið verður yfir upptökur úr öryggismyndavélum.

Samkvæmt upplýsingum fréttastofu virðist sem að slípirokkur hafi verið notaður á hlið hraðbankans og hafi meitill enn staðið út úr hraðbankanum þegar starfsfólk í verslunarkjarnanum mætti til vinnu í morgun.

Hraðbankann er að finna í verslunarkjarna við Vallakór þar sem meðal annars er að finna útibú Apótekarans og verslun Krónunnar.

Þetta er í annað sinn í vikunni þar sem hraðbanki Arion banka verður fyrir skemmdum en aðfaranótt miðvikudagsins skemmdist hraðbanki bankans í verslunarkjarna við Bíldshöfða í Reykjavík mikið eftir að eldur kom þar upp.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×