Brast í grát á blaðamannafundi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. mars 2024 19:30 Vinícius Júnior eru reglulega kallaður öllum illum nöfnum en ætlar ekki að láta það stöðva sig. EPA-EFE/Kiko Huesca Brasilíski framherjinn Vinícius Júnior, leikmaður Real Madríd, gat ekki haldið aftur tárunum á blaðamannafundi þar sem allar spurningar blaðamanna sneru að þeim kynþáttafordómum sem grassera á Spáni. Spánn tekur á móti Vinícius Júnior og félögum í Brasilíu á Santiago Bernabéu, heimavelli, Real Madríd, í landsleik sem á að vekja athygli á þeim kynþáttafordómum sem enn eru við lýði. Á blaðamannafundi fyrir leikinn brast Vinícius Júnior í grát þar sem hann var að missa viljann til að spila íþróttina sem hann elskar vegna þeirra fordóma sem hann hefur orðið fyrir. Hefur lítið sem ekkert verið gert til að tækla fordómana. Þurfti Real Madríd til að mynda nýverið að kvarta yfir dómara sem dæmdi leik liðsins þar sem hann gleymdi að taka fram í skýrslu sinni að Vini Jr. hefði látið vita að hann hefði verið beittur kynþáttafordómum í leiknum. Vinicius se derrumbó en rueda de prensa. Todos los periodistas presentes en la sala rompieron en aplausos hacia él. @JorgeCPicon pic.twitter.com/PUWbvmxAx5— Relevo (@relevo) March 25, 2024 Sagði Vini Jr. jafnframt að hann muni ekki yfirgefa Spán og ætli að halda áfram að berjast um titla með Real Madríd. Þar með ætlar hann að koma í veg fyrir það sem rasistarnir virkilega vilja. „Ég er viss um að Spánn sé ekki rasísk þjóð en það eru margir rasistar hér og margir þeirra eru á leikvöngunum. Það verður að breytast því fólk veit í raun ekki hvað rasismi er. Þetta er erfitt, ég er aðeins 23 ára gamall og hef þurft að útskýra hvað kynþáttafordómar eru fyrir fullt af fólki. Hef einnig þurft að útskýra hvernig það hefur haft áhrif á mig og fjölskyldu mína.“ „Síðan ég tilkynnti fyrst um að hafa orðið fyrir kynþáttafordómum þá hafa hlutirnir aðeins versnað. Af því engum er refsað, þeir fá meiri völd og vita að þeir komast upp með að segja hvað sem þeim sýnist um húðlit minn.“ From @TheAthleticFC: The Real Madrid forward Vinicius Junior says the racist abuse directed at him is getting worse because perpetrators are going unpunished, as he broke down in tears at an emotional press conference on Monday. https://t.co/Vx0vqjD42M— The New York Times (@nytimes) March 25, 2024 „Þetta er þreytandi því manni líður eins og maður sé einn á báti. Ég hef lagt fram svo margar kvartanir og engum hefur verið refsað.“ Fari svo að Vini Jr. gegn Spáni verður það hans 28 A-landsleikur. Að leiknum loknum snýr hann sér aftur að Real Madríd og baráttu liðsins á toppi La Liga – spænsku úrvalsdeildarinnar – og í Meistaradeild Evrópu. Fótbolti Spænski boltinn Kynþáttafordómar Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Sjá meira
Spánn tekur á móti Vinícius Júnior og félögum í Brasilíu á Santiago Bernabéu, heimavelli, Real Madríd, í landsleik sem á að vekja athygli á þeim kynþáttafordómum sem enn eru við lýði. Á blaðamannafundi fyrir leikinn brast Vinícius Júnior í grát þar sem hann var að missa viljann til að spila íþróttina sem hann elskar vegna þeirra fordóma sem hann hefur orðið fyrir. Hefur lítið sem ekkert verið gert til að tækla fordómana. Þurfti Real Madríd til að mynda nýverið að kvarta yfir dómara sem dæmdi leik liðsins þar sem hann gleymdi að taka fram í skýrslu sinni að Vini Jr. hefði látið vita að hann hefði verið beittur kynþáttafordómum í leiknum. Vinicius se derrumbó en rueda de prensa. Todos los periodistas presentes en la sala rompieron en aplausos hacia él. @JorgeCPicon pic.twitter.com/PUWbvmxAx5— Relevo (@relevo) March 25, 2024 Sagði Vini Jr. jafnframt að hann muni ekki yfirgefa Spán og ætli að halda áfram að berjast um titla með Real Madríd. Þar með ætlar hann að koma í veg fyrir það sem rasistarnir virkilega vilja. „Ég er viss um að Spánn sé ekki rasísk þjóð en það eru margir rasistar hér og margir þeirra eru á leikvöngunum. Það verður að breytast því fólk veit í raun ekki hvað rasismi er. Þetta er erfitt, ég er aðeins 23 ára gamall og hef þurft að útskýra hvað kynþáttafordómar eru fyrir fullt af fólki. Hef einnig þurft að útskýra hvernig það hefur haft áhrif á mig og fjölskyldu mína.“ „Síðan ég tilkynnti fyrst um að hafa orðið fyrir kynþáttafordómum þá hafa hlutirnir aðeins versnað. Af því engum er refsað, þeir fá meiri völd og vita að þeir komast upp með að segja hvað sem þeim sýnist um húðlit minn.“ From @TheAthleticFC: The Real Madrid forward Vinicius Junior says the racist abuse directed at him is getting worse because perpetrators are going unpunished, as he broke down in tears at an emotional press conference on Monday. https://t.co/Vx0vqjD42M— The New York Times (@nytimes) March 25, 2024 „Þetta er þreytandi því manni líður eins og maður sé einn á báti. Ég hef lagt fram svo margar kvartanir og engum hefur verið refsað.“ Fari svo að Vini Jr. gegn Spáni verður það hans 28 A-landsleikur. Að leiknum loknum snýr hann sér aftur að Real Madríd og baráttu liðsins á toppi La Liga – spænsku úrvalsdeildarinnar – og í Meistaradeild Evrópu.
Fótbolti Spænski boltinn Kynþáttafordómar Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Sjá meira