„Þetta er besta spá sem ég hef séð örugglega hátt í tíu ár. Við reiknum með að það verði opið hérna alla daga og gjörsamlega pakkfullt af fólki því það er loksins kominn vetur. Nú er kominn snjór hérna alls staðar í fjallið bakvið mig. Það er rosalega góð sýn,“ segir Einar.
Í dag nýttu sér um 2200 manns veðurblíðuna til að skíða en Einar segir þann fjölda samsvara þægilegum degi. Yfir páskana verði gestir allmikið fleiri.
„Þessi dagur kom okkur á óvart því það er svo mikið um fermingar. Þannig þetta var bara frábær dagur,“ segir hann.
Er starfsfólkið klárt til að taka á móti þessum fjölda sem þið búist við á næstu dögum?
„Allir klárir í þetta. Svo bara höldum við stórt partí eftir þetta.“