Innlent

Í­búar í Höfnum loki gluggum vegna mengunar

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Mengun hefur mælst í andrúmslofti á Reykjanesskaga eftir að eldgos hófst fyrir rúmri viku. 
Mengun hefur mælst í andrúmslofti á Reykjanesskaga eftir að eldgos hófst fyrir rúmri viku.  Vísir/Vilhelm

Á mælum Umhverfisstofununar mælist nú mikil mengun í Höfnum. Vegna þess mæla Almannavarnir með að íbúar á svæðinu loki gluggum og slökkvi á loftræstingu.

Þetta kemur fram í tillkynningu frá Almannavörnum, þar sem bent er á vef Umhverfisstofnunar, loftgaedi.is. Þar er hægt að fylgjast með loftgæðum um allt land.

Þá er hægt að fylgjast með gasmælingarspá á vef Veðurstofu Íslands: https://vedur.is/eldfjoll/eldgos-a-reykjanesi/gasmengun/

Nokkur mengun hefur verið frá eldgosinu við Sundhnúksgíga á Reykjanesi síðustu daga og biðla Almannavarnir því til íbúa að fylgjast vel með. 

Á vef Embætti landlæknis er fjallað um hver heilsufarsleg áhrif vegna mengunnar frá eldgosinu við Sundhnúksgíg eru. Almannavarnir segja mikilvægt fyrir þau sem eru á svæðinu að kynna sér einkennin.

Gosmóða og brennisteinsdíoxíð geta valdið sleni, höfuðverk, ertingu í augum og hálsi auk annarra einkenna frá öndunarfærum. Minnstu svifryksagnir (PM 1 og 2,5) eru hættulegar heilsunni þar sem þær eiga auðvelt með að ná djúpt niður í lungun. 

Börn og einstaklingar sem eru með undirliggjandi hjarta- og lungnasjúkdóma ættu að forðast útivist í lengri tíma sem og áreynslu utandyra, þar sem er loftmengun, og hafa glugga lokaða.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×