Fótbolti

Ó­trú­leg at­burða­rás eftir að Selma steig út af

Sindri Sverrisson skrifar
Selma Sól Magnúsdóttir er fastamaður í íslenska landsliðinu.
Selma Sól Magnúsdóttir er fastamaður í íslenska landsliðinu. Getty

Selma Sól Magnúsdóttir hefur eflaust haldið að hún gæti fagnað sigri þegar henni var skipt af velli á 87. mínútu, 3-1 yfir með Nürnberg gegn Köln á útivelli í dag.

Á þeim skamma tíma sem þá var til stefnu tók hins vegar við sannkallað markaregn, því Köln náði að jafna metin með tveimur mörkum á þremur mínútum.

Selma fékk engu að síður að fagna sigri, 4-3, því hin svartfellska Medina Desic skoraði sigurmark á annarri mínútu uppbótartíma.

Sigurinn var lífsnauðsynlegur fyrir Nürnberg sem nú er með 12 stig eftir 17 leiki. Liðið er enn í fallsæti en nú aðeins stigi á eftir Leipzig og tveimur stigum á eftir Köln, þegar enn eru fimm umferðir eftir. Leipzig á leik til góða en nóg er fyrir Nürnberg að komast upp fyrir annað þessara liða til að bjarga sér frá falli.

Nürnberg á eftir að mæta Leipzig og botnliði Duisburg á heimavelli í síðustu umferðunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×