Innlent

Holta­vörðu­heiði lokuð vegna veðurs

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Norðanátt gengur yfir landið.
Norðanátt gengur yfir landið. vísir/vilhelm

Veg­ur­inn yfir Holta­vörðuheiði er lokaður vegna veðurs.

Frá þessu er greint á vef Vega­gerðar­inn­ar, um­fer­d­in.is.

Í tilkynningu Vegagerðarinnar kemur fram að búið sé að opna Laxárdalsheiði og Bröttubrekku, ef vegfarendur vilji nota þá leið sem hjáleið.

„Unnið er að því að blása á veg­in­um en þar eru fast­ir flutn­inga­bíl­ar og mik­ill snjór. Ólík­legt þykir að hægt verði að opna veg­inn fyr­ir há­degi en stefnt er að því að hann verði opnaður síðar í dag.“

Marg­ir veg­ir séu ófær­ir eða lokaðir eft­ir nótt­ina en víðast hvar sé mokst­ur haf­inn.

„Við biðjum veg­far­end­ur um að bíða þess að veg­ir opni áður en lagt er á þær leiðir, því ann­ars geta orðið taf­ir á opn­un, lendi fólk í vand­ræðum.“

Uppfært klukkan 13:36:

Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni hefur vegurinn yfir Holtavörðuheiði verið opnaður á ný.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×