Kærkomin snjósending fyrir skíðaviku en heldur mikil ófærð Lovísa Arnardóttir skrifar 22. mars 2024 08:50 íbúar Ísafjarðar voru vel klædd og skóuð í morgunsárið. Bæjarstjórinn, Arna Lára Jónsdóttir, tók myndir af þeim á leið í vinnu í morgun. Á myndunum eru Roberta Šoparaitė, Dóra Hlín Gísladóttir, sérfræðingur hjá Kerecis og svo Gylfi Ólafsson formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar. Myndir/Arna Lára Jónsdóttir Ófært er víða á Vestfjörðum og óvissustig í gangi vegna snjóflóðahættu. Vegir eru víða lokaðir og gul veðurviðvörun í gildi til hádegis. Bæjarstjórinn segir snjósendinguna hafa verið kærkomna en ekki ófærðina. „Þetta er að ganga niður. Ég fór út í morgun að moka og finn núna að þetta er orðið rólegra. Allavega hérna á Ísafirði,“ segir Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri á Ísafirði, en fréttamaður náði tali af henni í morgun á leið í vinnu. „Ég er að labba í vinnuna. Það er búið að moka vegi í fyrsta forgangi en það eru allar litlar götur enn ófærar þannig það er alveg eins gott að vera á tveimur jafnfljótum,“ segir Arna Lára. Það séu öll moksturstæki úti og að færðin eigi því að lagast eftir því sem líður á daginn. Seinnipartinn í gær var rýmt atvinnuhúsnæði á Ísafirði og sett á óvissustig vegna snjóflóðahættu. Arna Lára segir að þar sé ekki búið að moka en að það búi enginn þar. „Við erum dálítið góð með þetta,“ segir Arna Lára spurð um líðan í þessum mikla snjó. „Það vantaði aðeins upp á snjóinn. Við erum með skíðaviku í næstu viku,“ segir hún en um páska fjölgar iðulega í bænum af bæði skíðafólki og þeim sem heimsækja bæinn vegna hátíðarinnar Aldrei fór ég suður. „Við fengum alveg yfirdrifið af snjó þannig það verður hægt að halda góða skíðaviku í næstu viku. Það ættu allir að komast á skíði. Þetta var þannig kærkomin snjósending en smá mikil ófærð sem fylgdi henni.“ Þannig það verður ljúft að koma í næstu viku á Aldrei fór ég suður? „Já, það er hægt að skíða á daginn og fara á tónleika á kvöldin. Alveg eins og við viljum hafa þetta.“ Ísafjarðarbær Veður Færð á vegum Tengdar fréttir Hús rýmd á Ísafirði vegna snjóflóðahættu Ákveðið hefur verið að rýma hús á reit 9 undir Seljalandshlíð á Ísafirði frá klukkan 16 í dag, fimmtudag, vegna hættu á snjóflóðum. 21. mars 2024 18:04 Stormur á Vestfjörðum en hægari vindur annars staðar Núna í morgunsárið er 958 millibara lægð yfir Suðurlandi og það er því breytilegt hvaðan vindur blæs í dag. Við suðurströndina verður suðvestan 13 til 18 metrar á sekúndu og rigning en á Vestfjörðum verður norðaustan stormur og snjókoma. 21. mars 2024 07:13 Stormur á Vestfjörðum í kvöld og í fyrramálið Gul veðurviðvörun tekur gildi seint í dag á Vestfjörðum. Búist er við norðaustan 13-20 metrum á sekúndu og snjókomu og skafrenningi með slæmu skyggni. „Versnandi færð og varasamt ferðaveður,“ segir á vef Veðurstofunnar. 20. mars 2024 08:34 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Sjá meira
„Þetta er að ganga niður. Ég fór út í morgun að moka og finn núna að þetta er orðið rólegra. Allavega hérna á Ísafirði,“ segir Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri á Ísafirði, en fréttamaður náði tali af henni í morgun á leið í vinnu. „Ég er að labba í vinnuna. Það er búið að moka vegi í fyrsta forgangi en það eru allar litlar götur enn ófærar þannig það er alveg eins gott að vera á tveimur jafnfljótum,“ segir Arna Lára. Það séu öll moksturstæki úti og að færðin eigi því að lagast eftir því sem líður á daginn. Seinnipartinn í gær var rýmt atvinnuhúsnæði á Ísafirði og sett á óvissustig vegna snjóflóðahættu. Arna Lára segir að þar sé ekki búið að moka en að það búi enginn þar. „Við erum dálítið góð með þetta,“ segir Arna Lára spurð um líðan í þessum mikla snjó. „Það vantaði aðeins upp á snjóinn. Við erum með skíðaviku í næstu viku,“ segir hún en um páska fjölgar iðulega í bænum af bæði skíðafólki og þeim sem heimsækja bæinn vegna hátíðarinnar Aldrei fór ég suður. „Við fengum alveg yfirdrifið af snjó þannig það verður hægt að halda góða skíðaviku í næstu viku. Það ættu allir að komast á skíði. Þetta var þannig kærkomin snjósending en smá mikil ófærð sem fylgdi henni.“ Þannig það verður ljúft að koma í næstu viku á Aldrei fór ég suður? „Já, það er hægt að skíða á daginn og fara á tónleika á kvöldin. Alveg eins og við viljum hafa þetta.“
Ísafjarðarbær Veður Færð á vegum Tengdar fréttir Hús rýmd á Ísafirði vegna snjóflóðahættu Ákveðið hefur verið að rýma hús á reit 9 undir Seljalandshlíð á Ísafirði frá klukkan 16 í dag, fimmtudag, vegna hættu á snjóflóðum. 21. mars 2024 18:04 Stormur á Vestfjörðum en hægari vindur annars staðar Núna í morgunsárið er 958 millibara lægð yfir Suðurlandi og það er því breytilegt hvaðan vindur blæs í dag. Við suðurströndina verður suðvestan 13 til 18 metrar á sekúndu og rigning en á Vestfjörðum verður norðaustan stormur og snjókoma. 21. mars 2024 07:13 Stormur á Vestfjörðum í kvöld og í fyrramálið Gul veðurviðvörun tekur gildi seint í dag á Vestfjörðum. Búist er við norðaustan 13-20 metrum á sekúndu og snjókomu og skafrenningi með slæmu skyggni. „Versnandi færð og varasamt ferðaveður,“ segir á vef Veðurstofunnar. 20. mars 2024 08:34 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Hús rýmd á Ísafirði vegna snjóflóðahættu Ákveðið hefur verið að rýma hús á reit 9 undir Seljalandshlíð á Ísafirði frá klukkan 16 í dag, fimmtudag, vegna hættu á snjóflóðum. 21. mars 2024 18:04
Stormur á Vestfjörðum en hægari vindur annars staðar Núna í morgunsárið er 958 millibara lægð yfir Suðurlandi og það er því breytilegt hvaðan vindur blæs í dag. Við suðurströndina verður suðvestan 13 til 18 metrar á sekúndu og rigning en á Vestfjörðum verður norðaustan stormur og snjókoma. 21. mars 2024 07:13
Stormur á Vestfjörðum í kvöld og í fyrramálið Gul veðurviðvörun tekur gildi seint í dag á Vestfjörðum. Búist er við norðaustan 13-20 metrum á sekúndu og snjókomu og skafrenningi með slæmu skyggni. „Versnandi færð og varasamt ferðaveður,“ segir á vef Veðurstofunnar. 20. mars 2024 08:34