Gefur lítið fyrir mögulega dómsátt í máli Bandaríkjanna gegn Assange Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. mars 2024 10:38 Kristinn og aðrir stuðningsmenn Assange bíða nú niðurstöðu yfirréttar á Bretlandseyjum varðandi framsalskröfu Bandaríkjamanna. Þeir segja ákvörðunina snúast um líf eða dauða. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna er sagt velta því fyrir sér að bjóða Julian Assange dómsátt, sem myndi fela það í sér að hann játaði að hafa misfarið með leynileg gögn og yrði þess í stað ekki sóttur til saka fyrir njósnir og fleiri alvarlega glæpi. Frá þessu greinir Wall Street Journal en í umfjöllun miðilsins segir meðal annars að yrði þetta niðurstaðan yrði Assange mögulega látinn laus úr fangelsi á Bretlandseyjum, þar sem hann var handtekinn árið 2019. Áður en hann var handtekinn hafði Assange dvalið í sendiráði Ekvador í Lundúnum í 2.487 daga. Samkvæmt umfjöllun WSJ hafa fulltrúar dómsmálayfirvalda vestanhafs og lögmenn Assange átt í viðræðum á síðustu mánuðum um mögulega sátt. Miðillinn gerir því skóna að menn séu farnir að sjá fram á að Assange myndi hvort eð er ekki verða dæmdur í mikið lengra fangelsi en sem nemur varðhaldinu sem hann hefur nú þegar mátt sæta. WSJ segir viðræðurnar hins vegar á viðkvæmu stigi og hefur eftir Barry Pollack, einum lögmanna Assange, að hann hafi ekkert í höndunum sem bendi til þess að yfirvöld í Bandaríkjunum vilji ná sáttum. Concerning today s WSJ article Statement by Barry J. Pollack, lawyer representing Mr. Assange in the United States:'It is inappropriate for Mr. Assange s lawyers to comment while his case is before the UK High Court other than to say we have been given no indication that the pic.twitter.com/24X2GprEOz— Stella Assange #FreeAssangeNOW (@Stella_Assange) March 20, 2024 Vísir leitaði viðbragða hjá Kristni Hrafnssyni, ritstjóra Wikileaks, sem sagði fátt um málið að segja og kallaði frétt WSJ „vangaveltur“. Þá hafði hann eftir Pollack að það væri ekki við hæfi að lögmenn Assange tjáðu sig um málið á meðan beðið væri niðurstöðu yfirdómstóls á Bretlandi um framsal hans til Bandaríkjanna. Ekkert benti til annars en að stjórnvöld í Bandaríkjunum væru staðráðin að fá Assange framseldan á grundvelli allra ákæruliða, sem gætu endað með 175 ára fangelsisdómi. „De facto dauðadómur“ Wall Street Journal minnist á það í frétt sinni að yrði Assange framseldur til Bandaríkjanna og dæmdur þar, hefðu þarlend yfirvöld heitið því að honum yrði leyft að afplána dóminn í heimalandi sínu, Ástralíu. Ef þannig færi væru töluverðar líkur á að dómurinn yrði mildaður og honum sleppt. Kristinn segir þetta loforð Bandaríkjamanna hins vegar aðeins mótspil þeirra til að styrkja framsalskröfuna fyrir dómstólum á Bretlandi. Þá sé viðbúið að Assange muni þurfa að dúsa í fangelsi í Bandaríkjunum í tvö til þrjú ár á meðan hann bíður dóms. „Það eru allar vísbendingar um að sú vistun verði í algerri einangrun (lokaður inni í klefa í 23 klst á sólarhring með einn klukkutíma fyrir utan og þá einn). Slík meðferð er mögulegur „dauðadómur“ samkvæmt mati dómkvaddra lækna. Í þriðja lagi sýna fordæmi að það er hægt að taka upp ný mál við refsiákvörðun - mál sem ekki hefur verið ákært fyrir, og flétta inn í refsinguna (nýlegt dæmi er Joshua Schulte). Allt þetta gefur okkur tilefni til að tala um de facto dauðadóm sem hætta er á ef kemur til framsals,“ segir Kristinn í skriflegum svörum við fyrirspurn fréttastofu. Von er á niðurstöðu yfirréttar í Lundúnum um framsal Assange til Bandaríkjanna á næstu vikum. Um er að ræða síðasta úrræðið sem hann hefur til að áfrýja framsalskröfunni innan breska dómskerfisins. Bretland Bandaríkin Mál Julians Assange Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ögurstund í máli Julian Assange Hæstiréttur í Lundúnum tekur fyrir í dag og á morgun síðustu áfrýjun Julian Assange, eins stofnanda Wikileaks, um framsal til Bandaríkjanna. Þar á hann yfir höfði sér lífstíðarfangelsi verði hann fundinn sekur um brot á njósnalagalöggjöf landsins. 20. febrúar 2024 11:46 Örlög Julian Assange ráðast í næstu viku Það kemur í ljós í næstu viku hvort Julian Assange fær heimild til að áfrýja framsalsmáli sínu einu sinni til viðbótar. Ef svarið verður nei, óttast eiginkona hans að hann verði fluttur til Bandaríkjanna innan fárra daga. 16. febrúar 2024 07:33 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Frá þessu greinir Wall Street Journal en í umfjöllun miðilsins segir meðal annars að yrði þetta niðurstaðan yrði Assange mögulega látinn laus úr fangelsi á Bretlandseyjum, þar sem hann var handtekinn árið 2019. Áður en hann var handtekinn hafði Assange dvalið í sendiráði Ekvador í Lundúnum í 2.487 daga. Samkvæmt umfjöllun WSJ hafa fulltrúar dómsmálayfirvalda vestanhafs og lögmenn Assange átt í viðræðum á síðustu mánuðum um mögulega sátt. Miðillinn gerir því skóna að menn séu farnir að sjá fram á að Assange myndi hvort eð er ekki verða dæmdur í mikið lengra fangelsi en sem nemur varðhaldinu sem hann hefur nú þegar mátt sæta. WSJ segir viðræðurnar hins vegar á viðkvæmu stigi og hefur eftir Barry Pollack, einum lögmanna Assange, að hann hafi ekkert í höndunum sem bendi til þess að yfirvöld í Bandaríkjunum vilji ná sáttum. Concerning today s WSJ article Statement by Barry J. Pollack, lawyer representing Mr. Assange in the United States:'It is inappropriate for Mr. Assange s lawyers to comment while his case is before the UK High Court other than to say we have been given no indication that the pic.twitter.com/24X2GprEOz— Stella Assange #FreeAssangeNOW (@Stella_Assange) March 20, 2024 Vísir leitaði viðbragða hjá Kristni Hrafnssyni, ritstjóra Wikileaks, sem sagði fátt um málið að segja og kallaði frétt WSJ „vangaveltur“. Þá hafði hann eftir Pollack að það væri ekki við hæfi að lögmenn Assange tjáðu sig um málið á meðan beðið væri niðurstöðu yfirdómstóls á Bretlandi um framsal hans til Bandaríkjanna. Ekkert benti til annars en að stjórnvöld í Bandaríkjunum væru staðráðin að fá Assange framseldan á grundvelli allra ákæruliða, sem gætu endað með 175 ára fangelsisdómi. „De facto dauðadómur“ Wall Street Journal minnist á það í frétt sinni að yrði Assange framseldur til Bandaríkjanna og dæmdur þar, hefðu þarlend yfirvöld heitið því að honum yrði leyft að afplána dóminn í heimalandi sínu, Ástralíu. Ef þannig færi væru töluverðar líkur á að dómurinn yrði mildaður og honum sleppt. Kristinn segir þetta loforð Bandaríkjamanna hins vegar aðeins mótspil þeirra til að styrkja framsalskröfuna fyrir dómstólum á Bretlandi. Þá sé viðbúið að Assange muni þurfa að dúsa í fangelsi í Bandaríkjunum í tvö til þrjú ár á meðan hann bíður dóms. „Það eru allar vísbendingar um að sú vistun verði í algerri einangrun (lokaður inni í klefa í 23 klst á sólarhring með einn klukkutíma fyrir utan og þá einn). Slík meðferð er mögulegur „dauðadómur“ samkvæmt mati dómkvaddra lækna. Í þriðja lagi sýna fordæmi að það er hægt að taka upp ný mál við refsiákvörðun - mál sem ekki hefur verið ákært fyrir, og flétta inn í refsinguna (nýlegt dæmi er Joshua Schulte). Allt þetta gefur okkur tilefni til að tala um de facto dauðadóm sem hætta er á ef kemur til framsals,“ segir Kristinn í skriflegum svörum við fyrirspurn fréttastofu. Von er á niðurstöðu yfirréttar í Lundúnum um framsal Assange til Bandaríkjanna á næstu vikum. Um er að ræða síðasta úrræðið sem hann hefur til að áfrýja framsalskröfunni innan breska dómskerfisins.
Bretland Bandaríkin Mál Julians Assange Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ögurstund í máli Julian Assange Hæstiréttur í Lundúnum tekur fyrir í dag og á morgun síðustu áfrýjun Julian Assange, eins stofnanda Wikileaks, um framsal til Bandaríkjanna. Þar á hann yfir höfði sér lífstíðarfangelsi verði hann fundinn sekur um brot á njósnalagalöggjöf landsins. 20. febrúar 2024 11:46 Örlög Julian Assange ráðast í næstu viku Það kemur í ljós í næstu viku hvort Julian Assange fær heimild til að áfrýja framsalsmáli sínu einu sinni til viðbótar. Ef svarið verður nei, óttast eiginkona hans að hann verði fluttur til Bandaríkjanna innan fárra daga. 16. febrúar 2024 07:33 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Ögurstund í máli Julian Assange Hæstiréttur í Lundúnum tekur fyrir í dag og á morgun síðustu áfrýjun Julian Assange, eins stofnanda Wikileaks, um framsal til Bandaríkjanna. Þar á hann yfir höfði sér lífstíðarfangelsi verði hann fundinn sekur um brot á njósnalagalöggjöf landsins. 20. febrúar 2024 11:46
Örlög Julian Assange ráðast í næstu viku Það kemur í ljós í næstu viku hvort Julian Assange fær heimild til að áfrýja framsalsmáli sínu einu sinni til viðbótar. Ef svarið verður nei, óttast eiginkona hans að hann verði fluttur til Bandaríkjanna innan fárra daga. 16. febrúar 2024 07:33
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent