Fótbolti

Leikdagur í Búda­pest: Kjartan Henry rekinn á hótelinu

Valur Páll Eiríksson skrifar
Gummi Ben, Kjartan Henry og Stefán Árni fóru yfir sviðið.
Gummi Ben, Kjartan Henry og Stefán Árni fóru yfir sviðið. vísir/hreiðar

Ísland mætir Ísrael í undanúrslitum umspils um sæti á Evrópumóti karla í fótbolta í kvöld. Okkar menn í Búdapest hituðu upp fyrir leikinn.

Stefán Árni Pálsson settist niður með þeim Guðmundi Benediktssyni og Kjartani Henry Finnbogasyni í Búdapest og farið var yfir sviðið fyrir leik kvöldsins.

Klippa: Stefán Árni, Gummi Ben og Kjartan Henry rýna í leik kvöldsins

Kjartani Henry var sagt upp störfum á hótelinu hvar þátturinn var tekinn upp og segir söguna af því, skiptar skoðanir eru um fjarveru Gylfa Sigurðssonar og þá er leikurinn ræddur í þaula.

Gummi Ben og Kjartan Henry munu lýsa leik Íslands við Ísrael í umspili fyrir EM klukkan 19:45 í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport en upphitun hefst klukkan 19:10.

Þáttinn má sjá í spilaranum að ofan. Hann er einnig aðgengilegur í hlaðvarpi íþróttadeildar, Besta sætinu, á öllum hlaðvarpsveitum.


Leikur Ísraels og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport fimmtudaginn 21. mars 2024. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×