Fótbolti

Sá föður sinn skrifa söguna: Reiðu­búinn í að rita næsta kafla

Aron Guðmundsson skrifar
Andri Lucas Guðjohnsen er sonur Eiðs Smára Guðjohnsen, íslensku knattspyrnugoðsagnarinnar
Andri Lucas Guðjohnsen er sonur Eiðs Smára Guðjohnsen, íslensku knattspyrnugoðsagnarinnar Vísir/Samsett mynd

Andri Lucas Guð­john­sen, at­vinnu- og lands­liðs­maður í fót­bolta segir að draumur sinn myndi rætast ef ís­lenska lands­liðinu tækist að tryggja sér sæti á komandi Evrópu­móti í fót­bolta. Ís­land mætir Ísrael í undan­úr­slitum um­spils um EM sæti í kvöld.

Í að­draganda lands­liðs­verk­efnisins fór Andri Lucas í við­tal hjá danska vef­miðlinum Bold þar sem að hann var spurður út í komandi um­spils­leik Ís­lands við Ísrael í dag og mögu­leikann á því að Ís­land tryggi sér sæti á Evrópu­mótinu 2024.

„Það yrði hreint út sagt frá­bært,“ sagði Andri Lucas sem á góðar minningar af EM 2016, ekki þó sem leik­maður. „Þegar að ég var lítill horfði ég á föður minn fara á Evrópu­mótið í fyrsta sinn með Ís­landi þar sem að liðið stóð sig mjög vel. Þetta var sögu­leg stund árið 2016. Það yrði því draumur að rætast ef við myndum ná að tryggja okkur sæti á komandi Evrópu­móti.

Um­spilið. Undan­úr­slita­leikur gegn Ísrael og svo mögu­legur úr­slita­leikur við Bosníu & Herzegóvínu eða Úkraínu um laust sæti á EM, sé risa­stórt tæki­færi fyrir Ís­land.

„Sem lið og sem þjóð. Að eiga færi á því að spila á stór­móti á nýjan leik. Ég held inn í þessa leiki fullur sjálfs­trausts og hef hundrað prósent trú á því að við getum staðið uppi sem sigur­vegarar.“


Leikur Ísraels og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport fimmtudaginn 21. mars 2024. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×