Erlent

Vill fimm­tán milljónir frá feðgum vegna klámmyndbanda

Samúel Karl Ólason skrifar
Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu.
Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu. EPA/ALESSANDRO DI MEO

Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, hefur farið fram á hundrað þúsund evrur í skaðabætur vegna falsaðra klámmynda og myndbanda sem dreift hefur verið af henni á netinu. Fertugur maður og 73 ára faðir hans eru grunaðir um að hafa gert myndböndin og dreift þeim.

Til þess notuðu þeir tækni sem kallast „deepfake“ en hún er notuð til að skipta út andlitum á myndum og myndböndum.

Samkvæmt frétt BBC segja forsvarsmenn lögreglunnar á Ítalíu að feðgarnir hafi fundist í kjölfar þess að rannsakendur fundu símann sem notaður var til að birta myndböndin á netinu. Myndböndin voru birt á bandarískum klámsíðum, þar sem þau voru í nokkra mánuði og skoðuð margra milljóna sinnum.

Fyrstu myndböndin voru birt árið 2022, áður en hún varð forsætisráðherra Ítalíu.

Sjá einnig: Fjarlægði sig fasisma í fyrstu ræðu sinni

Eins og áður segir fer Meloni fram á hundrað þúsund evrur í skaðabætur en það samsvarar tæpum fimmtán milljónum króna. Lögmenn hennar segja að ef hún vinni muni Meloni gefa skaðabæturnar til hjálparsamtaka fyrir fórnarlömb heimilisofbeldis.

Réttarhöldin munu fara fram á Sardiníu í sumar og mun Meloni sjálf bera vitni þann 2. júlí.


Tengdar fréttir

Kallaði forsætisráðherrann rasista og fasista

Forsætisráðherra Ítalíu hefur stefnt söngvara hljómsveitarinnar Placebo fyrir ærumeiðingar, en hann úthúðaði forsætisráðherranum á tónleikum í Tórínó á Ítalíu fyrir framan 5.000 áhorfendur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×