Kallaði forsætisráðherrann rasista og fasista Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 7. ágúst 2023 16:11 Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, hefur verið iðin við að stefna fólki sem úthúðar henni. Drew Angerer/Getty Images Forsætisráðherra Ítalíu hefur stefnt söngvara hljómsveitarinnar Placebo fyrir ærumeiðingar, en hann úthúðaði forsætisráðherranum á tónleikum í Tórínó á Ítalíu fyrir framan 5.000 áhorfendur. Breska hljómsveitin Placebo hélt tónleika í Tórínó í síðasta mánuði og þar nýtti söngvari hljómsveitarinnar, Brian Molko, tækifærið og sagði sitt álit á Giorgiu Meloni forsætisráðherra landsins, þannig að eftir var tekið. Úthúðaði forsætisráðherra við mikinn fögnuð Hann hrópaði yfir 5.000 áhorfendur að Meloni væri „skítapakk“, „kynþáttahatari“ og „fasisti“, við mikinn fögnuð viðstaddra. Borgaryfirvöld kærðu hann til saksóknara sem hóf rannsókn á ummælunum á þeim forsendum að þau væru hugsanlega móðgun við ítalskar opinberar stofnanir. Ítölsk dagblöð greindu frá því í vikunni að nú hefðu lögfræðingar Meloni sjálfir gripið til aðgerða og kært Molko fyrir ærumeiðandi ummæli. Hefur áður dregið blaðamenn og rithöfund fyrir dómstóla Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Meloni kærir fólk fyrir ærumeiðandi ummæli. Í fyrra dró hún tvo blaðamenn ítalska blaðsins Domani fyrir rétt vegna greinar sem þeir skrifuðu í blaðið. Þar héldu þeir því fram að hún hefði hjálpað flokksbróður sínum að landa viðskiptasamningi við ríkið um sölu á grímum í Covid-19 faraldrinum. Hún neitar þessum ásökunum og krefst 25.000 evra, andvirði tæpra fjögurra milljóna íslenskra króna í skaðabætur. Hún stefndi einnig rithöfundinum Roberto Saviano fyrir að kalla hana „bastarð“ og saka hana um að ráðast að samtökum og fólki sem helga sig hjálp við flóttafólk. Hann á yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi verði hann fundinn sekur. Margir blaðamenn kærðir á Ítalíu Samtök blaðamanna segja að óvíða í Evrópu sé eins mikið um málaferli gegn blaðamönnum og á Ítalíu. Þau hafa skorað á ítalska þingið að taka lögin um ærumeiðingar og hatursræðu til endurskoðunar og færa þau til samræmis við alþjóðleg viðmið um tjáningarfrelsi. Ítalía Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Breska hljómsveitin Placebo hélt tónleika í Tórínó í síðasta mánuði og þar nýtti söngvari hljómsveitarinnar, Brian Molko, tækifærið og sagði sitt álit á Giorgiu Meloni forsætisráðherra landsins, þannig að eftir var tekið. Úthúðaði forsætisráðherra við mikinn fögnuð Hann hrópaði yfir 5.000 áhorfendur að Meloni væri „skítapakk“, „kynþáttahatari“ og „fasisti“, við mikinn fögnuð viðstaddra. Borgaryfirvöld kærðu hann til saksóknara sem hóf rannsókn á ummælunum á þeim forsendum að þau væru hugsanlega móðgun við ítalskar opinberar stofnanir. Ítölsk dagblöð greindu frá því í vikunni að nú hefðu lögfræðingar Meloni sjálfir gripið til aðgerða og kært Molko fyrir ærumeiðandi ummæli. Hefur áður dregið blaðamenn og rithöfund fyrir dómstóla Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Meloni kærir fólk fyrir ærumeiðandi ummæli. Í fyrra dró hún tvo blaðamenn ítalska blaðsins Domani fyrir rétt vegna greinar sem þeir skrifuðu í blaðið. Þar héldu þeir því fram að hún hefði hjálpað flokksbróður sínum að landa viðskiptasamningi við ríkið um sölu á grímum í Covid-19 faraldrinum. Hún neitar þessum ásökunum og krefst 25.000 evra, andvirði tæpra fjögurra milljóna íslenskra króna í skaðabætur. Hún stefndi einnig rithöfundinum Roberto Saviano fyrir að kalla hana „bastarð“ og saka hana um að ráðast að samtökum og fólki sem helga sig hjálp við flóttafólk. Hann á yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi verði hann fundinn sekur. Margir blaðamenn kærðir á Ítalíu Samtök blaðamanna segja að óvíða í Evrópu sé eins mikið um málaferli gegn blaðamönnum og á Ítalíu. Þau hafa skorað á ítalska þingið að taka lögin um ærumeiðingar og hatursræðu til endurskoðunar og færa þau til samræmis við alþjóðleg viðmið um tjáningarfrelsi.
Ítalía Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira