Ólíklegt að spilað verði í Grindavík í sumar Jón Ísak Ragnarsson skrifar 19. mars 2024 23:56 Haukur Guðberg Einarsson er formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur VÍSIR/ARNAR Haukur Guðberg Einarsson formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur heimsótti bæinn í dag og sótti æfingabúnað fyrir fótboltafélagið. Hann verður fluttur yfir í Safamýri þar sem Grindavík hefur fótboltaaðstöðu í sumar. Hann telur ólíklegt að hægt verði að spila á Grindavíkurvelli í sumar. Mikið sem þarf að sækja Dagurinn í dag var fyrsti dagur flutninga. Í Grindavík er mikill búnaður og Haukur áætlar að verkið taki nokkra daga. Þetta verður allt saman flutt yfir í Safamýrina þar sem Grindvíkingar verða með æfingaraðstöðu. Víkingar hafa reynst Grindvíkingum vel og Haukur kann þeim miklar þakkir fyrir. Mjög ólíklegt að hægt verði að æfa í Grindavík í sumar „Aðstæður þyrftu að breytast svakalega til að við gætum spilað hér í sumar. Það er sprunga í gegnum aðalvöllinn okkar og svo er sprunga sem liggur í gegnum fótboltahúsið okkar, sem er orðið ónýtt,“ segir Haukur. Undirbúningur fyrir sumarið gengið lygilega vel Sumarið leggst vel í Grindvíkinga segir Haukur og undirbúningstímabilið hafi gengið vel. Karlaliðið sé nýkomið úr keppnisferðalagi sem gekk mjög vel og kvennaliðið sé núna erlendis í æfingarferð. Hann segir að það sé lyginni líkast hvað það hefur gengið vel að halda þessu saman. Groundhog day hjá Grindvíkingum Haukur er orðinn þreyttur á óvissunni og segir að Grindvíkingar upplifi ástandið smávegis eins og „Groundhog day“, nú þegar gosið hefur fjórum sinnum á fjórum mánuðum. Erfitt sé að sjá fyrir endann á þessu. Hann heldur samt í jákvæðnina og hlakkar til að komast aftur heim. Haukur vill koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem hafa staðið í sjálfboðavinnu við að halda boltanum rúllandi hjá Grindvíkingum. Fótbolti Grindavík UMF Grindavík Tengdar fréttir Landris geti leitt til lengra goss Sérfræðingur hjá Almannavörnum segir núverandi eldgos skera sig úr hinum þremur sem orðið hafa á Reykjanesskaganum síðustu mánuði að því leyti að landris sé hafið að nýju meðan það gýs enn. Það geti leitt til þess að eldgosið, sem er þegar orðið lengra en síðustu þrjú, lengist enn fremur. 19. mars 2024 20:53 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Fleiri fréttir Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Sjá meira
Mikið sem þarf að sækja Dagurinn í dag var fyrsti dagur flutninga. Í Grindavík er mikill búnaður og Haukur áætlar að verkið taki nokkra daga. Þetta verður allt saman flutt yfir í Safamýrina þar sem Grindvíkingar verða með æfingaraðstöðu. Víkingar hafa reynst Grindvíkingum vel og Haukur kann þeim miklar þakkir fyrir. Mjög ólíklegt að hægt verði að æfa í Grindavík í sumar „Aðstæður þyrftu að breytast svakalega til að við gætum spilað hér í sumar. Það er sprunga í gegnum aðalvöllinn okkar og svo er sprunga sem liggur í gegnum fótboltahúsið okkar, sem er orðið ónýtt,“ segir Haukur. Undirbúningur fyrir sumarið gengið lygilega vel Sumarið leggst vel í Grindvíkinga segir Haukur og undirbúningstímabilið hafi gengið vel. Karlaliðið sé nýkomið úr keppnisferðalagi sem gekk mjög vel og kvennaliðið sé núna erlendis í æfingarferð. Hann segir að það sé lyginni líkast hvað það hefur gengið vel að halda þessu saman. Groundhog day hjá Grindvíkingum Haukur er orðinn þreyttur á óvissunni og segir að Grindvíkingar upplifi ástandið smávegis eins og „Groundhog day“, nú þegar gosið hefur fjórum sinnum á fjórum mánuðum. Erfitt sé að sjá fyrir endann á þessu. Hann heldur samt í jákvæðnina og hlakkar til að komast aftur heim. Haukur vill koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem hafa staðið í sjálfboðavinnu við að halda boltanum rúllandi hjá Grindvíkingum.
Fótbolti Grindavík UMF Grindavík Tengdar fréttir Landris geti leitt til lengra goss Sérfræðingur hjá Almannavörnum segir núverandi eldgos skera sig úr hinum þremur sem orðið hafa á Reykjanesskaganum síðustu mánuði að því leyti að landris sé hafið að nýju meðan það gýs enn. Það geti leitt til þess að eldgosið, sem er þegar orðið lengra en síðustu þrjú, lengist enn fremur. 19. mars 2024 20:53 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Fleiri fréttir Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Sjá meira
Landris geti leitt til lengra goss Sérfræðingur hjá Almannavörnum segir núverandi eldgos skera sig úr hinum þremur sem orðið hafa á Reykjanesskaganum síðustu mánuði að því leyti að landris sé hafið að nýju meðan það gýs enn. Það geti leitt til þess að eldgosið, sem er þegar orðið lengra en síðustu þrjú, lengist enn fremur. 19. mars 2024 20:53