Courtois meiddur á nýjan leik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. mars 2024 20:30 Sem stendur verður að teljast gríðarlega ólíklegt að Courtois standi á milli stanganna þegar Belgía mætir til leiks á EM í sumar. Liu Lu/Getty Images Litlar líkur eru á því að Thibaut Courtois, markvörður Real Madríd og belgíska landsliðsins, nái að spila leik á þessari leiktíð. Hann sleit krossband í vinstra hné síðasta sumar og hefur nú meiðst að nýju. Hinn 31 árs gamli Courtois er með bestu markvörðum heims en hann hefur staðið milli stanganna í Madríd frá því 2018. Þar áður lék hann með Genk í heimalandinu, Chelsea á Englandi og með nágrönnum Real í Atlético – á láni frá Lundúnum. Courtois er engin smásmíð en hann er sléttir tveir metrar á hæð. Hann sleit krossband í vinstra hné síðasta sumar og hefur ekki enn spilað fyrir félags- eða landslið á þessari leiktíð. Hann var byrjaður að æfa á nýjan leik þegar hann meiddist á hægra hné. Talið er að hann verði frá keppni næstu tvo mánuðina hið minnsta og því litlar sem engar líkur að hann snúi til baka áður en leiktíðinni lýkur. Þetta er ekki aðeins áfall fyrir Real heldur einnig belgíska landsliðið þar sem reiknað var með að markvörðurinn yrði klár áður en EM í Þýskalandi hæfist næsta sumar. Hann hefur spilað 102 A-landsleiki til þessa en nú virðist sem hann bæti ekki við þann fjölda á næstunni. Real Madrid announce that Thibaut Courtois has suffered an injury to his right knee during training reports suggest he could miss up to two months.He's been out since last summer after an ACL injury in his left knee.Damn pic.twitter.com/eufAOr7zUC— B/R Football (@brfootball) March 19, 2024 Eins ótrúlega og það hljómar þá hefur Real í raun ekki saknað Courtois til þessa á leiktíðinni. Madríd trónir á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar og þá er liðið komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu þar sem það mætir ríkjandi meisturum Manchester City. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Fótbolti Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Sjá meira
Hinn 31 árs gamli Courtois er með bestu markvörðum heims en hann hefur staðið milli stanganna í Madríd frá því 2018. Þar áður lék hann með Genk í heimalandinu, Chelsea á Englandi og með nágrönnum Real í Atlético – á láni frá Lundúnum. Courtois er engin smásmíð en hann er sléttir tveir metrar á hæð. Hann sleit krossband í vinstra hné síðasta sumar og hefur ekki enn spilað fyrir félags- eða landslið á þessari leiktíð. Hann var byrjaður að æfa á nýjan leik þegar hann meiddist á hægra hné. Talið er að hann verði frá keppni næstu tvo mánuðina hið minnsta og því litlar sem engar líkur að hann snúi til baka áður en leiktíðinni lýkur. Þetta er ekki aðeins áfall fyrir Real heldur einnig belgíska landsliðið þar sem reiknað var með að markvörðurinn yrði klár áður en EM í Þýskalandi hæfist næsta sumar. Hann hefur spilað 102 A-landsleiki til þessa en nú virðist sem hann bæti ekki við þann fjölda á næstunni. Real Madrid announce that Thibaut Courtois has suffered an injury to his right knee during training reports suggest he could miss up to two months.He's been out since last summer after an ACL injury in his left knee.Damn pic.twitter.com/eufAOr7zUC— B/R Football (@brfootball) March 19, 2024 Eins ótrúlega og það hljómar þá hefur Real í raun ekki saknað Courtois til þessa á leiktíðinni. Madríd trónir á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar og þá er liðið komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu þar sem það mætir ríkjandi meisturum Manchester City.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Fótbolti Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn