Courtois meiddur á nýjan leik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. mars 2024 20:30 Sem stendur verður að teljast gríðarlega ólíklegt að Courtois standi á milli stanganna þegar Belgía mætir til leiks á EM í sumar. Liu Lu/Getty Images Litlar líkur eru á því að Thibaut Courtois, markvörður Real Madríd og belgíska landsliðsins, nái að spila leik á þessari leiktíð. Hann sleit krossband í vinstra hné síðasta sumar og hefur nú meiðst að nýju. Hinn 31 árs gamli Courtois er með bestu markvörðum heims en hann hefur staðið milli stanganna í Madríd frá því 2018. Þar áður lék hann með Genk í heimalandinu, Chelsea á Englandi og með nágrönnum Real í Atlético – á láni frá Lundúnum. Courtois er engin smásmíð en hann er sléttir tveir metrar á hæð. Hann sleit krossband í vinstra hné síðasta sumar og hefur ekki enn spilað fyrir félags- eða landslið á þessari leiktíð. Hann var byrjaður að æfa á nýjan leik þegar hann meiddist á hægra hné. Talið er að hann verði frá keppni næstu tvo mánuðina hið minnsta og því litlar sem engar líkur að hann snúi til baka áður en leiktíðinni lýkur. Þetta er ekki aðeins áfall fyrir Real heldur einnig belgíska landsliðið þar sem reiknað var með að markvörðurinn yrði klár áður en EM í Þýskalandi hæfist næsta sumar. Hann hefur spilað 102 A-landsleiki til þessa en nú virðist sem hann bæti ekki við þann fjölda á næstunni. Real Madrid announce that Thibaut Courtois has suffered an injury to his right knee during training reports suggest he could miss up to two months.He's been out since last summer after an ACL injury in his left knee.Damn pic.twitter.com/eufAOr7zUC— B/R Football (@brfootball) March 19, 2024 Eins ótrúlega og það hljómar þá hefur Real í raun ekki saknað Courtois til þessa á leiktíðinni. Madríd trónir á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar og þá er liðið komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu þar sem það mætir ríkjandi meisturum Manchester City. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Sjá meira
Hinn 31 árs gamli Courtois er með bestu markvörðum heims en hann hefur staðið milli stanganna í Madríd frá því 2018. Þar áður lék hann með Genk í heimalandinu, Chelsea á Englandi og með nágrönnum Real í Atlético – á láni frá Lundúnum. Courtois er engin smásmíð en hann er sléttir tveir metrar á hæð. Hann sleit krossband í vinstra hné síðasta sumar og hefur ekki enn spilað fyrir félags- eða landslið á þessari leiktíð. Hann var byrjaður að æfa á nýjan leik þegar hann meiddist á hægra hné. Talið er að hann verði frá keppni næstu tvo mánuðina hið minnsta og því litlar sem engar líkur að hann snúi til baka áður en leiktíðinni lýkur. Þetta er ekki aðeins áfall fyrir Real heldur einnig belgíska landsliðið þar sem reiknað var með að markvörðurinn yrði klár áður en EM í Þýskalandi hæfist næsta sumar. Hann hefur spilað 102 A-landsleiki til þessa en nú virðist sem hann bæti ekki við þann fjölda á næstunni. Real Madrid announce that Thibaut Courtois has suffered an injury to his right knee during training reports suggest he could miss up to two months.He's been out since last summer after an ACL injury in his left knee.Damn pic.twitter.com/eufAOr7zUC— B/R Football (@brfootball) March 19, 2024 Eins ótrúlega og það hljómar þá hefur Real í raun ekki saknað Courtois til þessa á leiktíðinni. Madríd trónir á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar og þá er liðið komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu þar sem það mætir ríkjandi meisturum Manchester City.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Sjá meira