Jakob Reynir Aftur reynir aftur Bjarki Sigurðsson skrifar 18. mars 2024 19:35 Jakob Reynir Jakobsson vill fá að heita Jakob Reynir Aftur Jakobsson. Vísir/Arnar Maður sem fær ekki að bera millinafnið Aftur ætlar að mótmæla úrskurði mannanafnanefndar sem hafnaði nafninu. Hann segir nafnið ansi táknrænt fyrir sig en hann sneri blaðinu við fyrir tæpum fjórum árum síðan eftir að hafa verið á slæmum stað í lífinu. Fyrir helgi tók Mannanafnanefnd fyrir mál manns sem vildi fá eigin- og millinafnið Aftur samþykkt. Nafninu var hafnað í báðum flokkum og í rökstuðningi nefndarinnar segir að það gangi gegn eðli íslenskrar nafnmyndunar að búa til nöfn úr atviksorðum og öðrum smáorðum. Þá gætu slík nöfn verið nafnbera til ama. Það var Jakob Reynir Jakobsson, veitingamaður á Horninu í miðbæ Reykjavíkur, sem sótti um að fá nafnið samþykkt. Hann hafði stefnt á að taka nafnið upp og heita þá Jakob Reynir Aftur Jakobsson. „Fyrir um það bil 42 mánuðum síðan var ég á mjög vondum stað í lífinu, búinn að vera lengi. Þannig ég lít svolítið á það að ég fékk tækifæri til að reyna aftur. Þannig þetta hefur þannig þýðingu fyrir mig þótt þetta sé til helmings húmorinn, þá er það þannig að nú er ég búinn að ná þessum árangri í lífinu og fékk tækifæri til þess að reyna aftur,“ segir Jakob Reynir. Þrátt fyrir höfnun Mannanafnanefndar ætlar Jakob Reynir ekki að gefast upp. Jakob Reynir Aftur, reynir aftur. „Útskýringarnar sem ég fékk við þessum fannst mér svolítið þunnar. Það var talað um að enginn hafi heitið atviksorði áður og þetta mætti ekki valda fólki ama. Ég er lögráða og borga skatta. Þetta er mín ákvörðun og mér finnst þetta orðið úrelt að þú megir ekki heita það sem þig langar til,“ segir Jakob Reynir. Og það verður veisla ef Jakob fær sínu framgengt. „Þegar þetta gengur í gegn, þá verður skírnarveisla. Það er klárt mál,“ segir Jakob Reynir. Skírður upp á nýtt? „Já, skírður upp á nýtt.“ Endurfæddur Jakob Reynir Aftur? „Já, klárt,“ segir Jakob Reynir og hlær. Mannanöfn Tengdar fréttir Nú má heita Hendrix og Tótla Mannanafnanefnd hefur samþykkt nokkurn fjölda nýrra mannanafna. Meðal þeirra eru Hendrix, Sammi, Tótla, Smíta, Alífa og Þruma. Aftur á móti fellst nefndin ekki á að fólk menn megi heita Aftur. 14. mars 2024 12:34 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Sjá meira
Fyrir helgi tók Mannanafnanefnd fyrir mál manns sem vildi fá eigin- og millinafnið Aftur samþykkt. Nafninu var hafnað í báðum flokkum og í rökstuðningi nefndarinnar segir að það gangi gegn eðli íslenskrar nafnmyndunar að búa til nöfn úr atviksorðum og öðrum smáorðum. Þá gætu slík nöfn verið nafnbera til ama. Það var Jakob Reynir Jakobsson, veitingamaður á Horninu í miðbæ Reykjavíkur, sem sótti um að fá nafnið samþykkt. Hann hafði stefnt á að taka nafnið upp og heita þá Jakob Reynir Aftur Jakobsson. „Fyrir um það bil 42 mánuðum síðan var ég á mjög vondum stað í lífinu, búinn að vera lengi. Þannig ég lít svolítið á það að ég fékk tækifæri til að reyna aftur. Þannig þetta hefur þannig þýðingu fyrir mig þótt þetta sé til helmings húmorinn, þá er það þannig að nú er ég búinn að ná þessum árangri í lífinu og fékk tækifæri til þess að reyna aftur,“ segir Jakob Reynir. Þrátt fyrir höfnun Mannanafnanefndar ætlar Jakob Reynir ekki að gefast upp. Jakob Reynir Aftur, reynir aftur. „Útskýringarnar sem ég fékk við þessum fannst mér svolítið þunnar. Það var talað um að enginn hafi heitið atviksorði áður og þetta mætti ekki valda fólki ama. Ég er lögráða og borga skatta. Þetta er mín ákvörðun og mér finnst þetta orðið úrelt að þú megir ekki heita það sem þig langar til,“ segir Jakob Reynir. Og það verður veisla ef Jakob fær sínu framgengt. „Þegar þetta gengur í gegn, þá verður skírnarveisla. Það er klárt mál,“ segir Jakob Reynir. Skírður upp á nýtt? „Já, skírður upp á nýtt.“ Endurfæddur Jakob Reynir Aftur? „Já, klárt,“ segir Jakob Reynir og hlær.
Mannanöfn Tengdar fréttir Nú má heita Hendrix og Tótla Mannanafnanefnd hefur samþykkt nokkurn fjölda nýrra mannanafna. Meðal þeirra eru Hendrix, Sammi, Tótla, Smíta, Alífa og Þruma. Aftur á móti fellst nefndin ekki á að fólk menn megi heita Aftur. 14. mars 2024 12:34 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Sjá meira
Nú má heita Hendrix og Tótla Mannanafnanefnd hefur samþykkt nokkurn fjölda nýrra mannanafna. Meðal þeirra eru Hendrix, Sammi, Tótla, Smíta, Alífa og Þruma. Aftur á móti fellst nefndin ekki á að fólk menn megi heita Aftur. 14. mars 2024 12:34