Nú má heita Hendrix og Tótla Árni Sæberg skrifar 14. mars 2024 12:34 Jimi Hendrix heitinn og Tótla I. Sæmundsdóttir. Vísir Mannanafnanefnd hefur samþykkt nokkurn fjölda nýrra mannanafna. Meðal þeirra eru Hendrix, Sammi, Tótla, Smíta, Alífa og Þruma. Aftur á móti fellst nefndin ekki á að fólk menn megi heita Aftur. Þetta segir í nýbirtum úrskurðum mannanafnanefndar, sem kveðnir voru upp á fundum nefndarinnar 7. og 13. þessa mánaðar. Tótla I. Sæmundsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla, greindi frá því á dögunum að hún hefði formlega breytt nafni sínu í Tótla eftir að hafa verið kölluð það í fjölda ára. Ljóst má þykja að hún hafi verið sú sem óskaði eftir því að nafnið yrði skráð á mannanafnaskrá. Nefndin samþykkti nafnið möglunarlaust með vísan til þess að það taki íslenskri beygingu í eignarfalli, Tótlu, og teljist að öðru leyti uppfylla ákvæði laga um mannanöfn. Ekki í boði að leiða nafn af atviksorði Mannanafnanefnd hafnaða fjórum beiðnum um nöfn. Það voru kvenmannsnafnið Íja og karlmannsnöfnin Aftur, Bjarkarr og Snæfells, sem var þó samþykkt sem millinafn. Aftur var hafnað á þeim grundvelli að engin hefð sé fyrr því að nöfn séu dregin af atviksorðum. Bjarkarr var hafnað þar sem ritháttur þess er ekki í samræmi við ritreglur og undantekningar um hefð í fjölskyldu og fornt mál eiga ekki við. Nafninu Íja var hafnað þar sem rithátturinn gæti ekki talist í samræmi við ritreglur, þar sem j er ekki ritað á eftir í. Tekið er fram í úrskurðinum að ef nafnið væri ritað annaðhvort Ía eða Ýja væri ritun þess í samræmi við almennar ritreglur. Snæfellsjökuls stríði gegn hefð nafnsins Snæfellsjökull Eiginnafninu Snæfellsjökuls var hafnað á þeim grundvelli að orðmyndin Snæfellsjökuls sé eignarfallsmynd nafnsins Snæfellsjökull, sem er þekkt nafn á jökli. Að nota Snæfellsjökuls í nefnifalli stríði gegn hefð nafnsins Snæfellsjökull og því ekki mögulegt að fallast á það sem eiginnafn. Nafnið uppfylli hins vegar skilyrði laga um millinafn þar sem það sé dregið af íslenskum orðstofnum, hefur ekki nefnifallsendingu og hefur hvorki unnið sér hefð sem eiginnafn né sé það ættarnafn. Því var það samþykkt sem millinafn. Eftirfarandi nöfn voru samþykkt: Eiginnöfn karlmanna: Hendrix, Laki, Paolo, Sammi og Þórhannes. Eiginnöfn kvenna: Adriana, Alífa, Bessa, Eyrarrós, Íena, Mánarós, Smíta, Tótla, Veronica, Þruma og Æví. Kynhlutlaust eiginnafn: Ár. Millinöfn: Fríðhólm, Konn, Skaftfeld og Snæfellsjökuls. Mannanöfn Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Þetta segir í nýbirtum úrskurðum mannanafnanefndar, sem kveðnir voru upp á fundum nefndarinnar 7. og 13. þessa mánaðar. Tótla I. Sæmundsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla, greindi frá því á dögunum að hún hefði formlega breytt nafni sínu í Tótla eftir að hafa verið kölluð það í fjölda ára. Ljóst má þykja að hún hafi verið sú sem óskaði eftir því að nafnið yrði skráð á mannanafnaskrá. Nefndin samþykkti nafnið möglunarlaust með vísan til þess að það taki íslenskri beygingu í eignarfalli, Tótlu, og teljist að öðru leyti uppfylla ákvæði laga um mannanöfn. Ekki í boði að leiða nafn af atviksorði Mannanafnanefnd hafnaða fjórum beiðnum um nöfn. Það voru kvenmannsnafnið Íja og karlmannsnöfnin Aftur, Bjarkarr og Snæfells, sem var þó samþykkt sem millinafn. Aftur var hafnað á þeim grundvelli að engin hefð sé fyrr því að nöfn séu dregin af atviksorðum. Bjarkarr var hafnað þar sem ritháttur þess er ekki í samræmi við ritreglur og undantekningar um hefð í fjölskyldu og fornt mál eiga ekki við. Nafninu Íja var hafnað þar sem rithátturinn gæti ekki talist í samræmi við ritreglur, þar sem j er ekki ritað á eftir í. Tekið er fram í úrskurðinum að ef nafnið væri ritað annaðhvort Ía eða Ýja væri ritun þess í samræmi við almennar ritreglur. Snæfellsjökuls stríði gegn hefð nafnsins Snæfellsjökull Eiginnafninu Snæfellsjökuls var hafnað á þeim grundvelli að orðmyndin Snæfellsjökuls sé eignarfallsmynd nafnsins Snæfellsjökull, sem er þekkt nafn á jökli. Að nota Snæfellsjökuls í nefnifalli stríði gegn hefð nafnsins Snæfellsjökull og því ekki mögulegt að fallast á það sem eiginnafn. Nafnið uppfylli hins vegar skilyrði laga um millinafn þar sem það sé dregið af íslenskum orðstofnum, hefur ekki nefnifallsendingu og hefur hvorki unnið sér hefð sem eiginnafn né sé það ættarnafn. Því var það samþykkt sem millinafn. Eftirfarandi nöfn voru samþykkt: Eiginnöfn karlmanna: Hendrix, Laki, Paolo, Sammi og Þórhannes. Eiginnöfn kvenna: Adriana, Alífa, Bessa, Eyrarrós, Íena, Mánarós, Smíta, Tótla, Veronica, Þruma og Æví. Kynhlutlaust eiginnafn: Ár. Millinöfn: Fríðhólm, Konn, Skaftfeld og Snæfellsjökuls.
Mannanöfn Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira