Nú má heita Hendrix og Tótla Árni Sæberg skrifar 14. mars 2024 12:34 Jimi Hendrix heitinn og Tótla I. Sæmundsdóttir. Vísir Mannanafnanefnd hefur samþykkt nokkurn fjölda nýrra mannanafna. Meðal þeirra eru Hendrix, Sammi, Tótla, Smíta, Alífa og Þruma. Aftur á móti fellst nefndin ekki á að fólk menn megi heita Aftur. Þetta segir í nýbirtum úrskurðum mannanafnanefndar, sem kveðnir voru upp á fundum nefndarinnar 7. og 13. þessa mánaðar. Tótla I. Sæmundsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla, greindi frá því á dögunum að hún hefði formlega breytt nafni sínu í Tótla eftir að hafa verið kölluð það í fjölda ára. Ljóst má þykja að hún hafi verið sú sem óskaði eftir því að nafnið yrði skráð á mannanafnaskrá. Nefndin samþykkti nafnið möglunarlaust með vísan til þess að það taki íslenskri beygingu í eignarfalli, Tótlu, og teljist að öðru leyti uppfylla ákvæði laga um mannanöfn. Ekki í boði að leiða nafn af atviksorði Mannanafnanefnd hafnaða fjórum beiðnum um nöfn. Það voru kvenmannsnafnið Íja og karlmannsnöfnin Aftur, Bjarkarr og Snæfells, sem var þó samþykkt sem millinafn. Aftur var hafnað á þeim grundvelli að engin hefð sé fyrr því að nöfn séu dregin af atviksorðum. Bjarkarr var hafnað þar sem ritháttur þess er ekki í samræmi við ritreglur og undantekningar um hefð í fjölskyldu og fornt mál eiga ekki við. Nafninu Íja var hafnað þar sem rithátturinn gæti ekki talist í samræmi við ritreglur, þar sem j er ekki ritað á eftir í. Tekið er fram í úrskurðinum að ef nafnið væri ritað annaðhvort Ía eða Ýja væri ritun þess í samræmi við almennar ritreglur. Snæfellsjökuls stríði gegn hefð nafnsins Snæfellsjökull Eiginnafninu Snæfellsjökuls var hafnað á þeim grundvelli að orðmyndin Snæfellsjökuls sé eignarfallsmynd nafnsins Snæfellsjökull, sem er þekkt nafn á jökli. Að nota Snæfellsjökuls í nefnifalli stríði gegn hefð nafnsins Snæfellsjökull og því ekki mögulegt að fallast á það sem eiginnafn. Nafnið uppfylli hins vegar skilyrði laga um millinafn þar sem það sé dregið af íslenskum orðstofnum, hefur ekki nefnifallsendingu og hefur hvorki unnið sér hefð sem eiginnafn né sé það ættarnafn. Því var það samþykkt sem millinafn. Eftirfarandi nöfn voru samþykkt: Eiginnöfn karlmanna: Hendrix, Laki, Paolo, Sammi og Þórhannes. Eiginnöfn kvenna: Adriana, Alífa, Bessa, Eyrarrós, Íena, Mánarós, Smíta, Tótla, Veronica, Þruma og Æví. Kynhlutlaust eiginnafn: Ár. Millinöfn: Fríðhólm, Konn, Skaftfeld og Snæfellsjökuls. Mannanöfn Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Fleiri fréttir Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Sjá meira
Þetta segir í nýbirtum úrskurðum mannanafnanefndar, sem kveðnir voru upp á fundum nefndarinnar 7. og 13. þessa mánaðar. Tótla I. Sæmundsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla, greindi frá því á dögunum að hún hefði formlega breytt nafni sínu í Tótla eftir að hafa verið kölluð það í fjölda ára. Ljóst má þykja að hún hafi verið sú sem óskaði eftir því að nafnið yrði skráð á mannanafnaskrá. Nefndin samþykkti nafnið möglunarlaust með vísan til þess að það taki íslenskri beygingu í eignarfalli, Tótlu, og teljist að öðru leyti uppfylla ákvæði laga um mannanöfn. Ekki í boði að leiða nafn af atviksorði Mannanafnanefnd hafnaða fjórum beiðnum um nöfn. Það voru kvenmannsnafnið Íja og karlmannsnöfnin Aftur, Bjarkarr og Snæfells, sem var þó samþykkt sem millinafn. Aftur var hafnað á þeim grundvelli að engin hefð sé fyrr því að nöfn séu dregin af atviksorðum. Bjarkarr var hafnað þar sem ritháttur þess er ekki í samræmi við ritreglur og undantekningar um hefð í fjölskyldu og fornt mál eiga ekki við. Nafninu Íja var hafnað þar sem rithátturinn gæti ekki talist í samræmi við ritreglur, þar sem j er ekki ritað á eftir í. Tekið er fram í úrskurðinum að ef nafnið væri ritað annaðhvort Ía eða Ýja væri ritun þess í samræmi við almennar ritreglur. Snæfellsjökuls stríði gegn hefð nafnsins Snæfellsjökull Eiginnafninu Snæfellsjökuls var hafnað á þeim grundvelli að orðmyndin Snæfellsjökuls sé eignarfallsmynd nafnsins Snæfellsjökull, sem er þekkt nafn á jökli. Að nota Snæfellsjökuls í nefnifalli stríði gegn hefð nafnsins Snæfellsjökull og því ekki mögulegt að fallast á það sem eiginnafn. Nafnið uppfylli hins vegar skilyrði laga um millinafn þar sem það sé dregið af íslenskum orðstofnum, hefur ekki nefnifallsendingu og hefur hvorki unnið sér hefð sem eiginnafn né sé það ættarnafn. Því var það samþykkt sem millinafn. Eftirfarandi nöfn voru samþykkt: Eiginnöfn karlmanna: Hendrix, Laki, Paolo, Sammi og Þórhannes. Eiginnöfn kvenna: Adriana, Alífa, Bessa, Eyrarrós, Íena, Mánarós, Smíta, Tótla, Veronica, Þruma og Æví. Kynhlutlaust eiginnafn: Ár. Millinöfn: Fríðhólm, Konn, Skaftfeld og Snæfellsjökuls.
Mannanöfn Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Fleiri fréttir Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Sjá meira