Íslendingurinn var handtekinn í Baltimore Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. mars 2024 12:33 Flugvöllurinn í Maryland í Baltimore séð úr lofti. Getty/Greg Pease Íslenskur karlmaður á sextugsaldri situr í gæsluvarðhaldi í Bandaríkjunum eftir að hafa verið handtekinn á flugvellinum í Baltimore í Bandaríkjunum í síðustu viku með skotvopn í farangri sínum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór í húsleit á heimili mannsins eftir tilkynningu frá bandarískum löggæsluyfirvöldum. Hjördís Sigurbjörnsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu að farið hafi verið í eina húsleit og það á heimili mannsins. Þórir Ingvarsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu sem hefur yfirumsjón með skotvopnaleyfum hér á landi, segir að lagt hafi verið hald á öll vopn sem fundust á heimilinu. Þannig sé verklagið í slíkum málum. Almennt segir Þórir að þegar svona mál séu til rannsóknar sé fólk svipt tímabundið leyfi áður og vopn fjarlægð af heimili fólks. Í framhaldinu sé tekin ákvörðun til lengri tíma. Fram kom í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu að lagt hafi verið hald á mörg skotvopn, bæði skammbyssur og vélbyssur, og íhluti ásamt mikið magn skotfæra. Vel staðið að geymslu Megnið af þeim vopnum sem fundust við leitina eru í eigu húsráðanda enda skráð á hann í skotvopnaskrá. Þó er ljóst að hluti vopnanna er það ekki og viðkomandi vopn ekki skráð hérlendis eða í eigu annarra. „Auk þessa var haldlagt nokkuð af skotgeymum sem ekki eru löglegir til innflutnings hérlendis, hljóðdeyfar og fleira smálegt. Húsráðandinn sem um ræðir er með skotvopnaleyfi og er með leyfi fyrir öllum þeim flokkum skotvopna sem í boði eru hérlendis, þ.m.t. safnvopnum,“ sagði í tilkynningunni. Samkvæmt heimildum fréttastofu er karlmaðurinn á sextugsaldri og var handtekinn á flugvellinum í Baltimore. Þórir segir að vel hafi verið staðið að geymslu vopnanna á heimili karlmannsins. Ólöglegur útflutningur litinn alvarlegum augum Fram kom í tilkynningu lögreglu að í flugfarangri karlmannsins hefðu fundist skotvopn, íhlutir skotvopna og skotfæri. „Ólöglegur útflutningur skotvopna og tengdra hluta er litinn mjög alvarlegum augum vestanhafs og hefur maðurinn því setið í varðhaldi allt frá handtöku.“ Þórir segir þann anga málsins alfarið til rannsóknar vestan hafs. Almennt sé það þó þannig að til að flytja inn vopn til Íslands þurfi að sækja um innflutningsleyfi. Það hafi ekki verið gert í þessu tilfelli. Þá þurfi eftir því sem hann kemst næst einnig að sækja um útflutningsleyfi í Bandaríkjunum. „Vopnasmygl er víða um heim lagt að jöfnu við skipulagða brota- eða hryðjuverkastarfsemi og viðurlög við slíku því jafnan mjög ströng,“ sagði í tilkynningu lögreglu. Strangar kröfur um geymslu Þórir segir aðspurður miklu fleiri með mikinn fjölda vopna á heimili sínu en almenning grunar. Stífar reglur séu þó um skráningu, tiltekin skotvopn séu leyfileg og fari leyfi til innflutnings eftir því hvaða leyfi viðkomandi hafi. „Það eru alltaf nokkur hundruð einstaklinga með sem eiga tugi vopna. En þegar fólk er með safnararéttindi eru gerðar miklu meiri kröfur um geymslu á vopnunum,“ segir Þórir. Nýsamþykkt vopnalög krefjist þess meðal annars að við fyrsta vopn þurfi eigendur vopna að notast við viðurkenndan skotvopnaskáp. Það hafi áður verið við fjórða vopn. Til að hafa safnaraleyfi þarf umsækjandi að ráða yfir byssuskáp og að auki þarf að vera öryggiskerfi í því húsnæði sem byssuskápurinn er staðsettur í. Þá þarf úttekt og samþykki lögreglustjóra sem og slökkviliðsstjóra. Sé þetta ekki til staðar fær viðkomandi ekki safnaraleyfi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú þann anga málsins sem snýr að vopnum og íhlutum sem fundust hér á landi sem ekki var leyfi fyrir. Tilkynningu lögreglu má sjá í heild að neðan. Mikið af skotvopnum, m.a. skammbyssur og vélbyssur, og íhlutum skotvopna, ásamt miklu magni af skotfærum var haldlagt við húsleit á höfuðborgarsvæðinu fyrir helgina. Megnið af þeim vopnum sem fundust við leitina eru í eigu húsráðanda enda skráð á hann í skotvopnaskrá. Þó er ljóst að hluti vopnanna er það ekki og viðkomandi vopn ekki skráð hérlendis. Auk þessa var haldlagt nokkuð af skotgeymum sem ekki eru löglegir til innflutnings hérlendis, hljóðdeyfar og fleira smálegt. Húsráðandinn sem um ræðir er með skotvopnaleyfi og er með leyfi fyrir öllum þeim flokkum skotvopna sem í boði eru hérlendis, þ.m.t. safnvopnum. Tilurð málsins er að húsráðandi, sem er íslenskur karlmaður, var handtekinn á flugvelli í Bandaríkjunum í síðustu viku. Hann var á leið sinni til Íslands, en í flugfarangri hans fundust skotvopn, íhlutir skotvopna og skotfæri. Ólöglegur útflutningur skotvopna og tengdra hluta er litinn mjög alvarlegum augum vestanhafs og hefur maðurinn því setið í varðhaldi allt frá handtöku. Íslensk lögregla fékk í kjölfarið greinargóða tilkynningu um málið frá bandarískum löggæsluyfirvöldum og í framhaldinu fékk Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu húsleitarheimild á heimili mannsins. Lögreglan hvetur alla þá sem hyggjast flytja til landsins skotvopn, skotfæri eða tengda hluti að gera slíkt á löglegan hátt. Í öllum tilvikum þarf að liggja fyrir innflutningsleyfi lögreglu áður en slíkt er flutt til Íslands og í mörgum tilvikum þarf líka útflutningsleyfi frá brottfararlandinu. Vopnasmygl er víða um heim lagt að jöfnu við skipulagða brota- eða hryðjuverkastarfsemi og viðurlög við slíku því jafnan mjög ströng. Fréttastofa tekur við ábendingum um þetta mál sem önnur á netfangið ritstjorn@visir.is. Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Lögreglumál Skotvopn Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Haldlögðu mikið magn skotvopna á höfuðborgarsvæðinu Mikið af skotvopnum, meðal annars skammbyssur og vélbyssur, og íhlututum skotvopna, ásamt miklu magni af skotfærum var haldlagt við húsleit lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir helgina. 18. mars 2024 11:34 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Hjördís Sigurbjörnsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu að farið hafi verið í eina húsleit og það á heimili mannsins. Þórir Ingvarsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu sem hefur yfirumsjón með skotvopnaleyfum hér á landi, segir að lagt hafi verið hald á öll vopn sem fundust á heimilinu. Þannig sé verklagið í slíkum málum. Almennt segir Þórir að þegar svona mál séu til rannsóknar sé fólk svipt tímabundið leyfi áður og vopn fjarlægð af heimili fólks. Í framhaldinu sé tekin ákvörðun til lengri tíma. Fram kom í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu að lagt hafi verið hald á mörg skotvopn, bæði skammbyssur og vélbyssur, og íhluti ásamt mikið magn skotfæra. Vel staðið að geymslu Megnið af þeim vopnum sem fundust við leitina eru í eigu húsráðanda enda skráð á hann í skotvopnaskrá. Þó er ljóst að hluti vopnanna er það ekki og viðkomandi vopn ekki skráð hérlendis eða í eigu annarra. „Auk þessa var haldlagt nokkuð af skotgeymum sem ekki eru löglegir til innflutnings hérlendis, hljóðdeyfar og fleira smálegt. Húsráðandinn sem um ræðir er með skotvopnaleyfi og er með leyfi fyrir öllum þeim flokkum skotvopna sem í boði eru hérlendis, þ.m.t. safnvopnum,“ sagði í tilkynningunni. Samkvæmt heimildum fréttastofu er karlmaðurinn á sextugsaldri og var handtekinn á flugvellinum í Baltimore. Þórir segir að vel hafi verið staðið að geymslu vopnanna á heimili karlmannsins. Ólöglegur útflutningur litinn alvarlegum augum Fram kom í tilkynningu lögreglu að í flugfarangri karlmannsins hefðu fundist skotvopn, íhlutir skotvopna og skotfæri. „Ólöglegur útflutningur skotvopna og tengdra hluta er litinn mjög alvarlegum augum vestanhafs og hefur maðurinn því setið í varðhaldi allt frá handtöku.“ Þórir segir þann anga málsins alfarið til rannsóknar vestan hafs. Almennt sé það þó þannig að til að flytja inn vopn til Íslands þurfi að sækja um innflutningsleyfi. Það hafi ekki verið gert í þessu tilfelli. Þá þurfi eftir því sem hann kemst næst einnig að sækja um útflutningsleyfi í Bandaríkjunum. „Vopnasmygl er víða um heim lagt að jöfnu við skipulagða brota- eða hryðjuverkastarfsemi og viðurlög við slíku því jafnan mjög ströng,“ sagði í tilkynningu lögreglu. Strangar kröfur um geymslu Þórir segir aðspurður miklu fleiri með mikinn fjölda vopna á heimili sínu en almenning grunar. Stífar reglur séu þó um skráningu, tiltekin skotvopn séu leyfileg og fari leyfi til innflutnings eftir því hvaða leyfi viðkomandi hafi. „Það eru alltaf nokkur hundruð einstaklinga með sem eiga tugi vopna. En þegar fólk er með safnararéttindi eru gerðar miklu meiri kröfur um geymslu á vopnunum,“ segir Þórir. Nýsamþykkt vopnalög krefjist þess meðal annars að við fyrsta vopn þurfi eigendur vopna að notast við viðurkenndan skotvopnaskáp. Það hafi áður verið við fjórða vopn. Til að hafa safnaraleyfi þarf umsækjandi að ráða yfir byssuskáp og að auki þarf að vera öryggiskerfi í því húsnæði sem byssuskápurinn er staðsettur í. Þá þarf úttekt og samþykki lögreglustjóra sem og slökkviliðsstjóra. Sé þetta ekki til staðar fær viðkomandi ekki safnaraleyfi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú þann anga málsins sem snýr að vopnum og íhlutum sem fundust hér á landi sem ekki var leyfi fyrir. Tilkynningu lögreglu má sjá í heild að neðan. Mikið af skotvopnum, m.a. skammbyssur og vélbyssur, og íhlutum skotvopna, ásamt miklu magni af skotfærum var haldlagt við húsleit á höfuðborgarsvæðinu fyrir helgina. Megnið af þeim vopnum sem fundust við leitina eru í eigu húsráðanda enda skráð á hann í skotvopnaskrá. Þó er ljóst að hluti vopnanna er það ekki og viðkomandi vopn ekki skráð hérlendis. Auk þessa var haldlagt nokkuð af skotgeymum sem ekki eru löglegir til innflutnings hérlendis, hljóðdeyfar og fleira smálegt. Húsráðandinn sem um ræðir er með skotvopnaleyfi og er með leyfi fyrir öllum þeim flokkum skotvopna sem í boði eru hérlendis, þ.m.t. safnvopnum. Tilurð málsins er að húsráðandi, sem er íslenskur karlmaður, var handtekinn á flugvelli í Bandaríkjunum í síðustu viku. Hann var á leið sinni til Íslands, en í flugfarangri hans fundust skotvopn, íhlutir skotvopna og skotfæri. Ólöglegur útflutningur skotvopna og tengdra hluta er litinn mjög alvarlegum augum vestanhafs og hefur maðurinn því setið í varðhaldi allt frá handtöku. Íslensk lögregla fékk í kjölfarið greinargóða tilkynningu um málið frá bandarískum löggæsluyfirvöldum og í framhaldinu fékk Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu húsleitarheimild á heimili mannsins. Lögreglan hvetur alla þá sem hyggjast flytja til landsins skotvopn, skotfæri eða tengda hluti að gera slíkt á löglegan hátt. Í öllum tilvikum þarf að liggja fyrir innflutningsleyfi lögreglu áður en slíkt er flutt til Íslands og í mörgum tilvikum þarf líka útflutningsleyfi frá brottfararlandinu. Vopnasmygl er víða um heim lagt að jöfnu við skipulagða brota- eða hryðjuverkastarfsemi og viðurlög við slíku því jafnan mjög ströng. Fréttastofa tekur við ábendingum um þetta mál sem önnur á netfangið ritstjorn@visir.is. Fréttin hefur verið uppfærð.
Mikið af skotvopnum, m.a. skammbyssur og vélbyssur, og íhlutum skotvopna, ásamt miklu magni af skotfærum var haldlagt við húsleit á höfuðborgarsvæðinu fyrir helgina. Megnið af þeim vopnum sem fundust við leitina eru í eigu húsráðanda enda skráð á hann í skotvopnaskrá. Þó er ljóst að hluti vopnanna er það ekki og viðkomandi vopn ekki skráð hérlendis. Auk þessa var haldlagt nokkuð af skotgeymum sem ekki eru löglegir til innflutnings hérlendis, hljóðdeyfar og fleira smálegt. Húsráðandinn sem um ræðir er með skotvopnaleyfi og er með leyfi fyrir öllum þeim flokkum skotvopna sem í boði eru hérlendis, þ.m.t. safnvopnum. Tilurð málsins er að húsráðandi, sem er íslenskur karlmaður, var handtekinn á flugvelli í Bandaríkjunum í síðustu viku. Hann var á leið sinni til Íslands, en í flugfarangri hans fundust skotvopn, íhlutir skotvopna og skotfæri. Ólöglegur útflutningur skotvopna og tengdra hluta er litinn mjög alvarlegum augum vestanhafs og hefur maðurinn því setið í varðhaldi allt frá handtöku. Íslensk lögregla fékk í kjölfarið greinargóða tilkynningu um málið frá bandarískum löggæsluyfirvöldum og í framhaldinu fékk Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu húsleitarheimild á heimili mannsins. Lögreglan hvetur alla þá sem hyggjast flytja til landsins skotvopn, skotfæri eða tengda hluti að gera slíkt á löglegan hátt. Í öllum tilvikum þarf að liggja fyrir innflutningsleyfi lögreglu áður en slíkt er flutt til Íslands og í mörgum tilvikum þarf líka útflutningsleyfi frá brottfararlandinu. Vopnasmygl er víða um heim lagt að jöfnu við skipulagða brota- eða hryðjuverkastarfsemi og viðurlög við slíku því jafnan mjög ströng.
Bandaríkin Lögreglumál Skotvopn Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Haldlögðu mikið magn skotvopna á höfuðborgarsvæðinu Mikið af skotvopnum, meðal annars skammbyssur og vélbyssur, og íhlututum skotvopna, ásamt miklu magni af skotfærum var haldlagt við húsleit lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir helgina. 18. mars 2024 11:34 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Haldlögðu mikið magn skotvopna á höfuðborgarsvæðinu Mikið af skotvopnum, meðal annars skammbyssur og vélbyssur, og íhlututum skotvopna, ásamt miklu magni af skotfærum var haldlagt við húsleit lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir helgina. 18. mars 2024 11:34