Haldlögðu mikið magn skotvopna á höfuðborgarsvæðinu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. mars 2024 11:34 Lögreglan haldlagði mikið magn vopna. Vísir/Vilhelm Mikið af skotvopnum, meðal annars skammbyssur og vélbyssur, og íhlututum skotvopna, ásamt miklu magni af skotfærum var haldlagt við húsleit lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir helgina. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að megnið af þeim vopnum sem fundust við leitina séu í eigu húsráðanda og skráð á hann í skotvopnaskrá. Þó sé ljóst að hluti vopnanna sé það ekki og viðkomandi vopna ekki skráð hérlendis. Auk þessa var haldlagt nokkuð af skotgeymum sem ekki eru löglegir til innflutnings hérlendis, hljóðdeyfar og fleira smálegt. Húsráðandinn sem um ræðir er með skotvopnaleyfi og er með leyfi fyrir öllum þeim flokkum skotvopna sem í boði eru hérlendis, þar með talið safnvopnum. Handtekinn á flugvelli í Bandaríkjunum í síðustu viku Í tilkynningu lögreglunnar segir að tilurð málsins sé sú að húsráðandi, sem er íslenskur karlmaður, hafi verið handtekinn á flugvelli í Bandaríkjunum í síðustu viku. Þar var hann á leið til Íslands en í flugfarangri hans fundust skotvopn, íhlutir skotvopna og skotfæri. „Ólöglegur útflutningur skotvopna og tengdra hluta er litinn mjög alvarlegum augum vestanhafs og hefur maðurinn því setið í varðhaldi allt frá handtöku. Íslensk lögregla fékk í kjölfarið greinargóða tilkynningu um málið frá bandarískum löggæsluyfirvöldum og í framhaldinu fékk Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu húsleitarheimild á heimili mannsins.“ Þá segist lögreglan hvetja alla þá sem hyggjast flytja til landsins skotvopn, skotfæri eða tengda hluti að gera slíkt á löglegan hátt. Í öllum tilvikum þurfi að liggja fyrir innflutningsleyfi lögreglu áður en slíkt sé flutt til Íslands og í mörgum tilvikum þurfi líka útflutningsleyfi frá brottfararlandinu. Vopnasmygl sé víða um heim lagt að jöfnu við skipulagða brota- eða hryðjuverkastarfsemi og viðurlög við slíku því jafnan mjög ströng. Lögreglumál Skotvopn Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að megnið af þeim vopnum sem fundust við leitina séu í eigu húsráðanda og skráð á hann í skotvopnaskrá. Þó sé ljóst að hluti vopnanna sé það ekki og viðkomandi vopna ekki skráð hérlendis. Auk þessa var haldlagt nokkuð af skotgeymum sem ekki eru löglegir til innflutnings hérlendis, hljóðdeyfar og fleira smálegt. Húsráðandinn sem um ræðir er með skotvopnaleyfi og er með leyfi fyrir öllum þeim flokkum skotvopna sem í boði eru hérlendis, þar með talið safnvopnum. Handtekinn á flugvelli í Bandaríkjunum í síðustu viku Í tilkynningu lögreglunnar segir að tilurð málsins sé sú að húsráðandi, sem er íslenskur karlmaður, hafi verið handtekinn á flugvelli í Bandaríkjunum í síðustu viku. Þar var hann á leið til Íslands en í flugfarangri hans fundust skotvopn, íhlutir skotvopna og skotfæri. „Ólöglegur útflutningur skotvopna og tengdra hluta er litinn mjög alvarlegum augum vestanhafs og hefur maðurinn því setið í varðhaldi allt frá handtöku. Íslensk lögregla fékk í kjölfarið greinargóða tilkynningu um málið frá bandarískum löggæsluyfirvöldum og í framhaldinu fékk Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu húsleitarheimild á heimili mannsins.“ Þá segist lögreglan hvetja alla þá sem hyggjast flytja til landsins skotvopn, skotfæri eða tengda hluti að gera slíkt á löglegan hátt. Í öllum tilvikum þurfi að liggja fyrir innflutningsleyfi lögreglu áður en slíkt sé flutt til Íslands og í mörgum tilvikum þurfi líka útflutningsleyfi frá brottfararlandinu. Vopnasmygl sé víða um heim lagt að jöfnu við skipulagða brota- eða hryðjuverkastarfsemi og viðurlög við slíku því jafnan mjög ströng.
Lögreglumál Skotvopn Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Sjá meira